Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu

Ítalska landsliðið heyrir undir ítalska knattspyrnusambandið, sem var sett á stofn árið 1898. Það gerðist meðlimur í FIFA árið 1905. Fyrsti landsleikurinn hjá Ítölum var þó ekki spilaður fyrr en fimm árum seinna.

Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
GælunafnGli Azzurri (Þeir bláu) La Nazionale (Landsliðið)
ÍþróttasambandFederazione Italiana Giuoco Calcio, FIGC
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariFáni Ítalíu Roberto Mancini
FyrirliðiLeonardo Bonucci
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
8 (22. des. 2022)
1 (1993, 2007)
21 (Ágúst 2018)
Heimabúningur
Útibúningur
{{{titill}}}
Fyrsti landsleikur
6-2 gegn Frakklandi 15. maí 1910
Stærsti sigur
9–0 gegn Bandaríkjunum 2. ágúst 1948
Mesta tap
7–1 gegn Ungverjum 6. apríl 1924
Keppnir(fyrst árið 1930)
Besti árangurHeimsmeistarar 1934, 1938, 1982, 2006
Besti árangurEvrópumeistarar 1968 og 2021

Ítalía hefur tekið þátt í 17 HM keppnum. Fjórum sinnum hefur það orðið heimsmeistarar, það var 1934, 1938, 1982 og árið 2006. Ítalia hefur unnið næst flestar heimsmeistarakeppnir á eftir Brasilíumönnum. Einungis Þýskaland hefur spilað fleiri úrslitaleiki en Ítalir, Brasilíumenn hafa spilað jafnmarga úrslitaleiki og Ítalir. Ítalía hefur tvisvar unnið Evrópumótið í knattspyrnu árin 1968 og 2021, og tvisvar spilað til úrslita, árið 2000 og 2012.

Ítalir hafa nokkrum sinnum spilað við Ísland, frægasti leikurinn var sennilega árið 2004 þegar vallarmet var slegið í mætingu á Laugardalsvelli en á þeim leik voru áhorfendur alls 20.204.

Árið 2021 var liðið taplaust í 37 leikjum og sló met Spánar í tapleysi landsliðs. Loks tapaði það fyrir Spáni í undanúrslitum þjóðadeildarinnar. Ítalía vann EM 2020 en komst ekki inn á HM 2022.

Gianluigi Buffon er leikjahæsti leikmaður í sögu Ítalíu með alls 176 landsleiki.

EM í knattspyrnuBreyta

Ár Gestgjafar Árangur
EM 1960 Fáni Frakklands Frakkland Tóku ekki þátt
EM 1964 Fáni Spánn Tóku ekki þátt
EM 1968 Fáni Ítalíu Ítalía Gull
EM 1972 Fáni Belgíu Belgía Tóku ekki þátt
EM 1976 Fáni Júgóslavíu Júgóslavía Tóku ekki þátt
EM 1980 Fáni Ítalíu Ítalía 4. sæti
EM 1984 Fáni Frakklands Frakkland Tóku ekki þátt
EM1988 Fáni Þýskalands Þýskaland 4. sæti
EM 1992 Fáni Sviþjóðar Svíþjóð Tóku ekki þátt
EM1996 Fáni Englands England Riðlakeppni
EM 2000 Fáni Belgíu Belgía & Fáni Holland Silfur
EM 2004 Fáni Portúgal Riðlakeppni
EM 2008 Fáni Austurríkis Austurríki & Fáni Sviss Sviss 8. liða úrslit
EM 2012 Fáni Pólland & Fáni Úkraína Silfur
EM 2016 Fáni Frakklands Frakkland 8. liða úrslit
EM 2021 Evrópa Gull

HM í knattspyrnuBreyta

Ár Gestgjafar Árangur
HM 1930 Flag of Uruguay.svg Úrúgvæ Tóku ekki þátt
HM 1934 Fáni Ítalíu Ítalía Gull
HM 1938 Fáni Frakklands Frakkland Gull
HM 1950 Fáni Braselíu Brasilía Riðlakeppni
HM 1954 Fáni Sviss Sviss Riðlakeppni
HM 1958 Fáni Sviþjóðar Svíþjóð Tóku ekki þátt
HM 1962 Fáni Síle Síle Riðlakeppni
HM 1966 Flag of England.svg England Riðlakeppni
HM 1970 Flag of Mexico.svg Mexíkó Silfur
HM 1974 Fáni Þýskalands Þýskaland Riðlakeppni
HM 1978 Flag of Argentina.svg Argentína 4. sæti
HM 1982 Fáni Spánn Gull
HM 1986 Flag of Mexico.svg Mexíkó 16. liða úrslit
HM 1990 Fáni Ítalíu Ítalía Brons
HM 1994 Fáni Bandaríkjanna Bandaríkin Silfur
HM 1998 Fáni Frakklands Frakkland 8. liða úrslit
HM 2002 Flag of South Korea.svg Suður-Kórea & Fáni Japans Japan 16 liða úrslit
HM 2006 Fáni Þýskalands Þýskaland Gull
HM 2010 Flag of South Africa.svg Suður-Afríka Riðlakeppni
HM 2014 Fáni Braselíu Brasilía Riðlakeppni
HM 2018 Fáni Rússlands Rússland Tóku ekki þátt
HM 2022 Fáni Katar Katar Tóku ekki þátt

Leikjahæstu leikmennBreyta

# Leikmaður Ferill Leikir Mörk
1 Gianluigi Buffon 1997–2017 175 0
2 Fabio Cannavaro 1997–2010 136 2
3 Paolo Maldini 1988–2002 126 7
4 Giorgio Chiellini 2004–2022 117 8
5 Daniele De Rossi 2004–2017 117 21
6 Leonardo Bonucci 2010- 116 8
7 Andrea Pirlo 2002–2015 116 13
8 Dino Zoff 1968–1983 112 0
9 Gianluca Zambrotta 1999–2010 98 2
10 Giacinto Facchetti 1963–1977 94 3
11 Alessandro Del Piero 1995–2008 91 27

Markahæstu leikmennBreyta

# Leikmaður Ferill Mörk Leikir Hlutfall
1 Luigi Riva 1965–1974 35 42 0.83
2 Giuseppe Meazza 1930–1939 33 53 0.62
3 Silvio Piola 1935–1952 30 34 0.88
4 Roberto Baggio 1988–2004 27 56 0.48
Alessandro Del Piero 1995–2008 27 91 0.30
6 Adolfo Baloncieri 1920–1930 25 47 0.53
Filippo Inzaghi 1997–2007 25 57 0.44
Alessandro Altobelli 1980–1988 25 61 0.41
9 Christian Vieri 1997–2005 23 49 0.47
Francesco Graziani 1975–1983 23 64 0.36

Þekktir leikmennBreyta

ÞjálfararBreyta