Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1962
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1962 eða HM 1962 var haldið í Síle dagana 30. maí til 17. júní. Þetta var sjöunda heimsmeistarakeppnin og urðu Brasilíumenn meistarar í annað sinn eftir sigur á Tékkóslóvakíu í úrslitum og urðu þannig annað liðið í sögunni til að verja heimsmeistaratitil. Meðalmarkaskorun í mótinu féll niður fyrir þrjú mörk í leik og hefur haldist þar síðan.
Val á gestgjöfum
breytaKnattspyrnusambönd í Suður-Ameríku sóttu það stíft að fá heimsmeistarakeppnina í ljósi þess að mótin 1954 og 1958 voru haldin í Evrópu. Argentínumenn höfðu áður falast eftir að halda HM og töldu sig eiga sigurinn vísan. Alþjóðaknattspyrnusambandinu hugnaðist þó illa að Argentínumenn væru einir um hituna og hvöttu forystumenn til þess að Síle blandaði sér í slaginn, þótt ekki væri nema að nafninu til. Fyrir FIFA-þingið árið 1956, þar sem ákvörðunin um staðarvalið var tekin, skilaði Vestur-Þýskaland inn umsókn, en hún var dregin til baka eftir mikinn þrýsting frá stjórnendum sambandsins.
Í fyrstu var talið fráleitt að Síle gæti haldið heimsmeistarakeppni, enda ekki í hópi kunnari knattspyrnuþjóða. Kosningabarátta Sílemanna var hins vegar öflug og lagði áherslu á að samþykktir FIFA gerðu einmitt ráð fyrir að nota mætti HM til að styrkja fótboltaíþróttina á nýjum svæðum. Þegar gengið var til atkvæða hlaut Síle 32 gegn 11 atkvæðum Argentínu.
Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur reið yfir Síle vorið 1960. Um 50 þúsund manns fórust í skjálftanum og eignatjón varð gríðarlegt. Hamfarirnar settu stórt strik í reikning mótshaldara, en engu að síður tókst Sílemönnum að halda keppnina eins og áætlað hafði verið.
Undankeppni
breytaEngin sæti voru frátekin fyrir þjóðir utan Evrópu og Suður-Ameríku, heldur þurftu þau lið sem hlutskörpust urðu í einstökum álfukeppnum að mæta liðum frá Evrópu og Suður-Ameríku. Fyrir vikið var ekkert lið frá Afríku og Asíu í úrslitakeppninni, en Mexíkó náði að tryggja sér sæti. Kólumbía komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn eftir sigur á Perú.
Í Evrópuforkeppninni slógu Svisslendingar úr silfurlið Svía frá síðasta heimsmeistaramóti. Búlgarir komu þó mest á óvart og tryggðu sér úrslitasæti í fyrsta sinn eftir sigur á Frökkum. Tékkóslóvakía og Skotland mættust í framlengdum oddaleik um sæti á HM, þar sem Tékkar höfðu betur.
Íslenska landsliðið skráði sig til leiks og var dregið í riðil með Júgóslövum og Pólverjum. Ákveðið var að draga liðið úr keppni, meðal annars vegna ferðakostnaðar.
Þátttökulið
breytaSextán þjóðir mættu til leiks frá þremur heimsálfum.
|
Leikvangar
breytaFyrirhugað var að keppa á átta leikvöngum á mótinu, en vegna jarðskjálftanna miklu árið 1960 var þeim fækkað niður í fjóra í jafnmörgum borgum.
Santíagó | Viña del Mar |
---|---|
Estadio Nacional | Estadio Sausalito |
Áhorfendur: 66,660 | Áhorfendur: 18,037 |
Rancagua | Arica |
---|---|
Estadio Braden Copper Co. | Estadio Carlos Dittborn |
Áhorfendur: 18,000 | Áhorfendur: 17,786 |
Keppnin
breytaRiðlakeppnin
breytaKeppt var í fjórum riðlum með fjórum liðum í hverjum.
Riðill 1
breytaEvrópumeistarar Sovétmanna voru taldir sigurstranglegastir í fyrsta riðli, með hinn heimskunna markvörð Lev Yashin á milli stanganna. Yashin olli þó vonbrigðum í keppninni og þótti stórhneyksli þegar hann fékk fjögur mörk á sig gegn Kólumbíumönnum, þar af eitt beint úr hornspyrnu. Júgóslavar skutu svo Úrúgvæmönnum aftur fyrir sig í keppninni um annað sætið á eftir sovéska liðinu.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.hlutf | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Sovétríkin | 3 | 2 | 1 | 0 | 8 | 5 | 1,60 | 5 | |
2 | Júgóslavía | 3 | 2 | 0 | 1 | 8 | 3 | 2,67 | 4 | |
3 | Úrúgvæ | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 6 | 0,67 | 2 | |
4 | Kólumbía | 3 | 0 | 1 | 2 | 5 | 11 | 0,45 | 1 |
30. maí 1962 | |||
Úrúgvæ | 2-1 | Kólumbía | Estadio Carlos Dittborn, Arica Áhorfendur: 7.908 Dómari: Andor Dorogi, Ungverjalandi |
Cubilla 56, Sasía 75 | Zuluaga 19 (vítasp.) |
31. maí 1962 | |||
Sovétríkin | 2-0 | Júgóslavía | Estadio Carlos Dittborn, Arica Áhorfendur: 9.622 Dómari: Albert Dusch, Vestur-Þýskalandi |
Ivanov 51, Ponedelnik 83 |
2. júní 1962 | |||
Júgóslavía | 3-1 | Úrúgvæ | Estadio Carlos Dittborn, Arica Áhorfendur: 8.829 Dómari: Karol Galba, Tékkóslóvakíu |
Skoblar 25 (vítasp.), Galić 29, Jerković 49 | Cabrera 19 |
3. júní 1962 | |||
Sovétríkin | 4-4 | Kólumbía | Estadio Carlos Dittborn, Arica Áhorfendur: 8.040 Dómari: João Etzel Filho, Brasilíu |
Ivanov 8, 11, Chislenko 10, Ponedelnik 56 | Aceros 21, Coll 68, Rada 72, Klinger 86 |
6. júní 1962 | |||
Sovétríkin | 2-1 | Úrúgvæ | Estadio Carlos Dittborn, Arica Áhorfendur: 9.973 Dómari: Cesare Jonni, Ítalíu |
Mamykin 38, Ivanov 89 | Sasía 54 |
7. júní 1962 | |||
Júgóslavía | 5-0 | Kólumbía | Estadio Carlos Dittborn, Arica Áhorfendur: 7.167 Dómari: Carlos Robles, Síle |
Galić 20, 61, Jerković 25, 87, Melić 82 |
Riðill 2
breytaHeimamenn unnu sigur á Sviss í opnunarleik mótsins. Í næstu viðureign gerðu Vestur-Þjóðverjar og Ítalir bragðdauft jafntefli og töldu flestir nánast formsatriði fyrir liðin tvö að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Síle kom mjög á óvart með því að vinna 2:0 sigur á Ítölum í annarri umferðinni í eindæma grófum og óíþróttamannslegum leik. Mikil spenna hafði byggst upp fyrir viðureignina eftir að nokkrir ítalskir blaðamenn fóru óvirðulegum orðum um aðbúnað í Síle og kölluðu höfuðborgina Santíagó sóðalegt greni. Dagblöðin í Síle svöruðu fullum hálsi og kölluðu ítölsku gestina: fasista, mafíósa og eiturlyfjasjúklinga.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.hlutf | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Vestur-Þýskaland | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 1 | 4,00 | 5 | |
2 | Síle | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 3 | 1,67 | 4 | |
3 | Ítalía | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 | 2 | 1,50 | 3 | |
4 | Sviss | 3 | 0 | 0 | 3 | 2 | 8 | 0,25 | 0 |
2. júní 1962 | |||
Síle | 3-1 | Sviss | Estadio Nacional, Santiago Áhorfendur: 65.006 Dómari: Kenneth Aston, Englandi |
L. Sánchez 44, 55, Ramírez 51 | Wüthrich 6 |
30. maí 1962 | |||
Vestur-Þýskaland | 0-0 | Ítalía | Estadio Nacional, Santiago Áhorfendur: 65.440 Dómari: Robert Holley Davidson, Skotlandi |
31. maí 1962 | |||
Síle | 2-0 | Ítalía | Estadio Nacional, Santiago Áhorfendur: 66.057 Dómari: Kenneth Aston, Englandi |
Ramírez 73, Toro 87 |
3. júní 1962 | |||
Vestur-Þýskaland | 2-1 | Sviss | Estadio Nacional, Santiago Áhorfendur: 64.922 Dómari: Leo Horn, Hollandi |
Brülls 45, Seeler59 | Schneiter 73 |
6. júní 1962 | |||
Vestur-Þýskaland | 2-0 | Síle | Estadio Nacional, Santiago Áhorfendur: 67.224 Dómari: Robert Holley Davidson, Skotlandi |
Szymaniak 27 (vítasp.), Seeler 59 |
7. júní 1962 | |||
Ítalía | 3-0 | Sviss | Estadio Nacional, Santiago Áhorfendur: 59.828 Dómari: Nikolay Latyshev, Sovétríkjunum |
Mora 2, Bulgarelli 65, 67 |
Riðill 3
breytaÞriðji riðill var talinn dauðariðill keppninnar með heimsmeisturum Brasilíu og Evrópuliðunum Tékkóslóvakíu og Spáni. Eftir að hafa misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum mættu Spánverjar til leiks fullir bjartsýni með Alfredo di Stefano innanborðs. Hann lék þó ekki einn einasta leik vegna meiðsla - og að sumra sögn, vegna deilna við þjálfarann. Leikur Brasilíu og Spánar var talinn einn af hápunktum keppninnar, en Spánn tapaði og varð að sjá á eftir sætinu í fjórðungsúrslitum til Tékkóslóvakíu. Brasilía náði efsta sætinu en varð fyrir áfalli í öðrum leik sínum í riðlinum þegar Pelé meiddist og kom ekki meira við sögu.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.hlutf | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Brasilía | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 1 | 4,00 | 5 | |
2 | Tékkóslóvakía | 3 | 1 | 1 | 1 | 2 | 3 | 0,67 | 3 | |
3 | Mexíkó | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 | 4 | 1,75 | 2 | |
4 | Spánn | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 | 3 | 0,67 | 2 |
30. maí 1962 | |||
Brasilía | 2-0 | Mexíkó | Estadio Sausalito, Viña del Mar Áhorfendur: 10.484 Dómari: Gottfried Dienst, Sviss |
Zagallo 56, Pelé 73 |
31. maí 1962 | |||
Tékkóslóvakía | 1-0 | spánn | Estadio Sausalito, Viña del Mar Áhorfendur: 7.938 Dómari: Carl Erich Steiner, Austurríki |
Štibrányi 80 |
2. júní 1962 | |||
Brasilía | 0-0 | Tékkóslóvakía | Estadio Sausalito, Viña del Mar Áhorfendur: 14.903 Dómari: Pierre Schwinte, Frakklandi |
3. júní 1962 | |||
Spánn | 1-0 | Mexíkó | Estadio Sausalito, Viña del Mar Áhorfendur: 11.875 Dómari: Branko Tesanić, Júgóslavíu |
Peiró 90 |
6. júní 1962 | |||
Brasilía | 2-1 | Spánn | Estadio Sausalito, Viña del Mar Áhorfendur: 18.715 Dómari: Sergio Bustamante, Síle |
Amarildo 72, 86 | Adelardo 35 |
7. júní 1962 | |||
Mexíkó | 3-1 | Tékkóslóvakía | Estadio Sausalito, Viña del Mar Áhorfendur: 10.648 Dómari: Gottfried Dienst, Sviss |
Díaz 12, Del Águila 29, Hernández 90 (vítasp.) | Mašek 1 |
Riðill 4
breytaArgentínska landsliðið var enn í langvarandi lægð og hafði ekki unnið nema einn leik af sjö í keppnisferð til Evrópu árið áður, engu að síður urðu það Argentínumönnum sár vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum. Þeir urðu fyrsta liðið í sögunni sem féll úr keppni á markahlutfalli, en á fyrri heimsmeistaramótum hafði verið gripið til aukaleikja þegar lið urðu jöfn að stigum. Ungverjar með Flórian Albert fremstan í flokki náðu toppsætinu nokkuð óvænt. Englendingar gulltryggðu sér sætið í fjórðungsúrslitum í afar bragðdaufum markalausum jafnteflisleik gegn Búlgörum sem þegar voru úr leik. Þar sem lokaleikir riðlakeppninnar fóru ekki fram á sama tíma var ljóst að Englandi nægði jafntefli.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.hlutf | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Ungverjaland | 3 | 2 | 1 | 0 | 8 | 2 | 4,00 | 5 | |
2 | England | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 3 | 1,33 | 3 | |
3 | Argentína | 3 | 1 | 1 | 1 | 2 | 3 | 0,67 | 3 | |
4 | Búlgaría | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 7 | 0,14 | 1 |
30. maí 1962 | |||
Argentína | 1-0 | Búlgaría | El Teniente, Rancagua Áhorfendur: 7.134 Dómari: Juan Gardeazábal Garay, Spáni |
Facundo 4 |
31. maí 1962 | |||
Ungverjaland | 2-1 | England | El Teniente, Rancagua Áhorfendur: 7.938 Dómari: Leo Horn, Hollandi |
Tichy 17, Albert 71 | Flowers 60 (vítasp.) |
2. júní 1962 | |||
England | 3-1 | Argentína | El Teniente, Rancagua Áhorfendur: 9.794 Dómari: Nikolay Latyshev, Sovétríkjunum |
Flowers 17 (vítasp.), Charlton 42, Greaves 67 | Sanfilippo 81 |
3. júní 1962 | |||
Ungverjaland | 6-1 | Búlgaría | El Teniente leikvangurinn, Rancagua Áhorfendur: 7.442 Dómari: Juan Garay Gardeazábal, Spáni |
Albert 1, 6, 53, Tichy 8, 70, Solymosi 12 | Sokolov 64 |
6. júní 1962 | |||
Ungverjaland | 0-0 | Argentína | El Teniente, Rancagua Áhorfendur: 7.945 Dómari: Arturo Yamasaki Maldonado, Perú |
7. júní 1962 | |||
England | 0-0 | Búlgaría | El Teniente, Rancagua Áhorfendur: 5.700 Dómari: Antoine Blavier , Belgíu |
Fjórðungsúrslit
breytaHeimamenn héldu áfram að koma óvart og tryggðu sér sæti í undanúrslitum með sigri á Sovétríkjunum. Garrincha var hetja Brasilíumanna og skoraði tvívegis gegn Englendingum. Gera þurfti hlé á leiknum þegar hundur hljóp inn á völlinn. Júgóslavar skoruðu sigurmarkið í rétt fyrir leikslok á móti Vestur-Þjóðverjum.
10. júní 1962 | |||
Síle | 2-1 | Sovétríkin | El Teniente, Rancagua Áhorfendur: 11.690 Dómari: Leo Horn, Hollandi |
L. Sánchez 11, Rojas 29 | Chislenko 26 |
10. júní 1962 | |||
Tékkóslóvakía | 1-0 | Ungverjaland | El Teniente, Rancagua Áhorfendur: 11.690 Dómari: Nikolay Latyshev, Sovétríkjunum |
Scherer 13 |
10. júní 1962 | |||
Brasilía | 3-1 | England | Sausalito leikvangurinn, Viña del Mar Áhorfendur: 17.736 Dómari: Pierre Schwinte, Frakklandi |
Garrincha 31, 59, Vavá 53 | Hitchens 38 |
10. júní 1962 | |||
Júgóslavía | 1-0 | Vestur-Þýskaland | Þjóðarleikvangurinn, Santiago Áhorfendur: 63.324 Dómari: Arturo Yamasaki Maldonado, Perú |
Radaković 85 |
Undanúrslit
breytaÞar sem heimamenn komust óvænt í undanúrslitin var ákveðið að skipta um leikvelli og halda leik Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu í Viña del Mar en leik Brasilíu og Síle í Santígaó. Þetta hugnaðist knattspyrnuunnendum á fyrrnefnda staðnum illa og mættu ekki nema um sex þúsund áhorfendur á leik Austur-Evrópuliðanna. Uppselt var á leik Brasilíu og Síle, þar sem Garrincha skoraði tvö mörk en var líka rekinn af velli og hefði þannig misst af úrslitunum en brasilíska knattspyrnusambandinu tókst að fá bannið fellt niður.
13. júní 1962 | |||
Tékkóslóvakía | 3-1 | Júgóslavía | Sausalito leikvangurinn, Viña del Mar Áhorfendur: 5.890 Dómari: Gottfried Dienst, Sviss |
Kadraba 48, Scherer 80, 84 (vítasp.) | Jerković 69 |
13. júní 1962 | |||
Brasilía | 4-2 | Síle | Þjóðarleikvangurinn, Santiago Áhorfendur: 76.594 Dómari: Arturo Yamasaki, Perú |
Garrincha 9, 32, Vavá 47, 78 | Toro 42, L. Sánchez 61 (vítasp.) |
Bronsleikur
breytaEladio Rojas skoraði eina markið í lokaspyrnu leiksins um þriðja sætið og fögnuðu heimamenn bronsverðlaununum innilega.
16. júní 1962 | |||
Síle | 1-0 | Júgóslavía | Þjóðarleikvangurinn, Santiago Áhorfendur: 66.697 Dómari: Juan Gardeazábal Garay, Spáni |
Rojas 90 |
Úrslitaleikur
breytaBrasilía og Tékkóslóvakía höfðu mæst í riðlakeppninni og gert það markalaust jafntefli. Lið Tékkóslóvakíu náði forystunni eftir stundarfjórðungs leik, en Brasilía jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Tvö brasilísk mörk í seinni hálfleiknum skildu svo liðin að.
17. júní 1962 | |||
Brasilía | 3-1 | Tékkóslóvakía | Þjóðarleikvangurinn, Santiago Áhorfendur: 68.679 Dómari: Nikolay Latyshev, Sovétríkjunum |
Amarildo 17, Zito 69, Vavá 78 | Masopust 15 |
Markahæstu menn
breytaFimm leikmenn deildu markakóngstitlinum, hver um sig með fjögur mörk. Alls voru 89 mörk skoruð á mótinu af 54 leikmönnum, ekkert þeirra var sjálfsmark.
- 4 mörk
- 3 mörk