Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1950

(Endurbeint frá HM 1950)

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1950 eða HM 1950 var haldið í Brasilíu dagana 24. júní til 16. júlí. Þetta var fjórða heimsmeistarakeppnin og urðu Úrúgvæmenn meistarar öðru sinni eftir harða baráttu við heimamenn. Tekið var upp nýtt keppnisfyrirkomulag í fyrsta og eina skiptið, þar sem ekki var eiginlegur úrslitaleikur heldur keppt í fjögurra liða úrslitariðli. 34 lið skráðu til sig leiks og börðust um 16 sæti í úrslitakeppninni. Þegar til kastanna kom urðu þátttökuliðin í Brasilíu þó ekki nema þrettán.

Opinbert veggspjald HM 1950 í Brasilíu.

Val á gestgjöfum

breyta

Brasilía hafði falast eftir að halda heimsmeistaramótin árin 1942 eða 1946, en hvorugt þeirra var þó haldið vegna heimsstyrjaldarinnar. Á þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins árið 1946 var ákveðið að halda heimsmeistaramót árin 1949 og 1951. Brasilíumönnum var úthlutað fyrra mótinu en Svisslendingum því síðara. Fljótlega var þó ákveðið að breyta tímasetningunum í 1950 og 1954.

Forkeppni

breyta
 
Brasilískt frímerki helgað heimsmeistaramótinu.

Þjóðverjum og Japönum var bannað að taka þátt í forkeppni HM, sem hluti af refsiaðgerðum vegna stríðsins. Kommúnistaríki Austur-Evrópu skráðu sig ekki til leiks að Júgóslavíu einni frátalinni. Forkeppnin einkenndist af því að lið drægju sig úr keppni. Þannig þurfti ekki að leika einn einasta leik í Suður-Ameríkuhluta forkeppninnar, þar sem fjórar þjóðir hættu við þátttöku, þar á meðal Argentínumenn sem stóðu í deilum við brasilíska knattspyrnusambandið. Indverjar hlutu sæti í úrslitunum án keppni, en hættu við þátttöku á síðustu stundu og var ákveðið að bæta ekki nýju liði við í þeirra stað.

Englendingar, Skotar, Walesverjar og Norður-Írar kepptu í eina fjögurra liða forriðlinum um tvö laus sæti. Skotar höfnuðu í öðru sæti, en höfðu áður lýst því yfir að lið þeirra myndi ekki halda til Brasilíu nema sem sigurvegarar. Tyrkir fengu sæti í úrslitunum á silfurfati þegar Austurríkismenn drógu sig í hlé, en afþökkuðu það að lokum vegna ferðakostnaðar. Frakkar töpuðu fyrir Júgóslövum í forkeppninni, en var engu að síður boðið sæti í úrslitum. Franska knattspyrnusambandið þáði boðið en skipti svo um skoðun á síðustu stundu.

Eftir forkeppnina kom í ljós að nokkrir leikmenn höfðu spilað fyrir bæði Norður-Írland og Írland, sem varð til þess að Alþjóðaknattspyrnusambandið þurfti að endurskoða reglur sínar.

Heildarfjöldi leikja í forkeppninni var ekki nema 26 vegna þess hversu mörg lið drógu sig úr keppni á síðustu stundu. Þar af voru sex leikjanna hluti af Stóra-Bretlands meistarakeppninni.

Þátttökulið

breyta

Þrettán mættu til leiks, en nokkrar þjóðir höfðu dregið sig úr keppni áður en mótið hófst.

Leikvangar

breyta

Keppt var á sex leikvöngum í mótinu. Þar var Maracanã-leikvangurinn tilkomumestur, en það var stærsti völlur í heimi og sérstaklega byggður fyrir mótið. Skipuleggjendur lögðu því mikla áherslu á að keppt yrði í riðlum en ekki með útsláttarfyrirkomulagi, til að fá sem flesta leiki og mestar áhorfendatekjur.

Rio de Janeiro São Paulo Belo Horizonte
Estádio do Maracanã Estádio do Pacaembu Estádio Sete de Setembro
Áhorfendur: 200,000 Áhorfendur: 60,000 Áhorfendur: 30,000
     
Curitiba Porto Alegre Recife
Estádio Durival de Britto Estádio dos Eucaliptos Estádio Ilha do Retiro
Áhorfendur: 10,000 Áhorfendur: 20,000 Áhorfendur: 20,000
   

Keppnin

breyta

Riðlakeppnin

breyta

Riðill 1

breyta

Heimamenn unnu Mexíkó í opnunarleik mótsins og þrátt fyrir óvænt jafntefli gegn Svisslendingum, sem jöfnuðu á lokamínútunum, var sigur Brasilíumanna í riðlinum aldrei í hættu. Vegna misskilnings mættu lið Mexíkó og Sviss bæði til leiks í rauðum treyjum í viðureign sinni og þurfti lið Mexíkó því að fá lánaða búninga frá félagsliði í borginni.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Brasilía 3 2 1 0 8 2 +6 5
2   Júgóslavía 3 2 0 1 7 3 +4 4
3   Sviss 3 1 1 1 4 6 -2 3
4   Mexíkó 3 0 0 3 2 10 -8 0
24. júní 1950
  Brasilía 4-0   Mexíkó Estádio do MaracanãRio de Janeiro
Áhorfendur: 81.649
Dómari: George Reader, Englandi
Ademir 30, 79, Jair 65, Baltazar 71
25. júní 1950
  Júgóslavía 3-0   Sviss Estádio Independência, Belo Horizonte
Áhorfendur: 7.336
Dómari: Giovanni Galeati, Ítalíu
Mitić 59, Tomašević 70, Ognjanov 84
28. júní 1950
  Brasilía 2-2   Sviss Estádio do Pacaembu, São Paulo
Áhorfendur: 42.032
Dómari: Ramón Azón Romá, Spáni
Alfredo 3, Baltazar 32 Fatton 17, 88
28. júní 1950
  Júgóslavía 4-1   Mexíkó Estádio dos Eucaliptos, Porto Alegre
Áhorfendur: 11.078
Dómari: Reginald Leafe, Englandi
Bobek 20, Čajkovski 23, 51, Tomašević 81 Ortiz 89
1. júlí 1950
  Brasilía 2-0   Júgóslavía Estádio do MaracanãRio de Janeiro
Áhorfendur: 142.429
Dómari: Benjamin Griffiths, Wales
Ademir 4, Zizinho 69
2. júlí 1950
  Sviss 2-1   Mexíkó Estádio dos Eucaliptos, Porto Alegre
Áhorfendur: 3.580
Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð
Bader 10, Antenen 44 Casarín 89

Riðill 2

breyta

Englendingar tóku þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti, en fyrir stríð höfðu breksu knattspyrnusamböndin ekki séð ástæðu til að taka þátt í HM. Reiknað var með geysisterku ensku liði á mótinu. Gríðarlega óvænt tap gegn Bandaríkjunum sló Englendinga hins vegar út af laginu og Spánn hafnaði í efsta sæti riðilsins.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Spánn 3 3 0 0 6 1 +5 6
2   England 3 1 0 2 2 0 +2 2
3   Síle 3 1 0 2 5 6 -1 2
4   Bandaríkin 3 1 0 2 4 8 -4 2
25. júní 1950
  England 2-0   Síle Estádio do MaracanãRio de Janeiro
Áhorfendur: 29.703
Dómari: Karel van der Meer, Hollandi
Mortensen 39, Mannion 51
25. júní 1950
  Spánn 3-1   Bandaríkin Estádio Durival de Britto, Curitiba
Áhorfendur: 9.511
Dómari: Mário Vianna, Brasilíu
Igoa 81, Basora 83, Zarra 89 Pariani 17
29. júní 1950
  Spánn 2-0   Síle Estádio do MaracanãRio de Janeiro
Áhorfendur: 19.790
Dómari: Alberto Malcher, Brasilíu
Basora 17, Zarra 30
29. júní 1950
  Bandaríkin 1-0   England Estádio Independência, Belo Horizonte
Áhorfendur: 10.151
Dómari: Generoso Dattilo, Ítalíu
Gaetjens 38
2. júlí 1950
  Spánn 1-0   England Estádio do MaracanãRio de Janeiro
Áhorfendur: 74.462
Dómari: Giovanni Galeati, Ítalíu
Zarra 48
2. júlí 1950
  Síle 5-2   Bandaríkin Estádio Ilha do Retiro, Recife
Áhorfendur: 8.501
Dómari: Mário Gardelli, Brasilíu
Robledo 16, Cremaschi 32, 60, Prieto 54, Riera 82 Wallace 47, Maca 48

Riðill 3

breyta

Indverjar áttu að vera fjórða liðið í riðlinum en hættu við keppni. Ítalska landsliðið varð fyrir áfalli þegar meistaralið Tórínó fórst í flugslysi árið 1949, en þar létust margir burðarmanna landsliðsins. Alþjóðaknattspyrnusambandinu tókst þó að sannfæra Ítali um að mæta til keppni. Minnugir flugslyssins ákváðu Ítalir að fara sjóleiðina til Brasilíu. Ferðalúið og reynslulítið lið þeirra tapaði fyrsta leik gegn Svíum og þar með var draumurinn um að verja titilinn úti.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Svíþjóð 2 1 1 0 5 4 +1 3
2   Ítalía 2 1 0 1 4 3 +1 2
3   Paragvæ 2 0 1 1 2 4 -2 1
25. júní 1950
  Svíþjóð 3-2   Ítalía Estádio do Pacaembu, São Paulo
Áhorfendur: 36.502
Dómari: Jean Lutz, Sviss
Jeppson 25, 68, Andersson 33 Carapellese 7, Muccinelli 75
29. júní 1950
  Svíþjóð 2-2   Paragvæ Estádio Durival Britto, Curitiba
Áhorfendur: 7.903
Dómari: George Mitchell, Skotlandi
Sundqvist 17, Palmér 26 López 35, López Fretes 74
2. júlí 1950
  Ítalía 2-0   Paragvæ Estádio do Pacaembu, São Paulo
Áhorfendur: 25.811
Dómari: Arthur Ellis, Englandi
Carapellese 12, Pandolfini 62

Riðill 4

breyta

Frakkar áttu að vera þriðja þjóðin í riðlinum en drógu sig til baka skömmu áður en mótið hófst vegna deilna við skipuleggjendur keppninnar, sem vildu láta liðið ferðast 3.000 kílómetra leið milli tveggja leikja. Suður-Ameríkuliðin Bólivía og Úrúgvæ voru því ein í riðlinum. Heimsmeistararnir frá 1930 fóru létt með reynslulítið lið Bólivíu og unnu 8:0, sem var stærsti sigur í úrslitakeppni HM fram að þessu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Úrúgvæ 1 1 0 0 8 0 +8 2
2   Bólivía 1 0 0 1 0 8 -8 0
2. júlí 1950
  Úrúgvæ 8-0   Bólivía Estádio Independência, Belo Horizonte
Áhorfendur: 5.284
Dómari: George Reader, Englandi
Míguez 14, 40, 51, Vidal 18, Schiaffino 23, 54, Pérez 83, Ghiggia 87

Úrslitariðill

breyta
 
Lið Úrúgvæ skaut heimamönnum ref fyrir rass.

Í fyrsta og eina sinn í sögu HM var notast við úrslitariðil. Litlu mátti muna að úrslitin væru ráðin fyrir lokaumferðina, því Brasilíumenn unnu stórsigra á Spánverjum og Svíum í sínum leikjum. Úrúgvæ gerði hins vegar aðeins jafntefli gegn Spáni og vann Svía 3:2 eftir að hafa lent 0:2 undir. Þar með var ljóst að Brasilíu nægði jafntefli gegn Úrúgvæ í síðasta leiknum.

Heimamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks og rétt um 200 þúsund áhorfendur bjuggu sig undir að fagna heimsmeistaratitlinum. Tvö mörk Úrúgvæ breyttu þeim draumi í martröð. Úrúgvæ varð heimsmeistari í annað sinn en brasilíska þjóðin var harmi sleginn.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Úrúgvæ 3 2 1 0 7 5 +2 5
2   Brasilía 3 2 0 1 14 4 +10 4
3   Svíþjóð 3 1 0 2 6 11 -5 2
4   Spánn 3 0 1 2 4 11 -7 1
9. júlí 1950
  Úrúgvæ 2-2   Spánn Estádio do Pacaembu, São Paulo
Áhorfendur: 44.802
Dómari: Benjamin Griffiths, Wales
Ghiggia 29, Varela 73 Basora 37,39
9. júlí 1950
  Brasilía 7-1   Svíþjóð Estádio do MaracanãRio de Janeiro
Áhorfendur: 138.886
Dómari: Arthur Ellis, Englandi
Ademir 17, 36, 52, 58, Chico 39, 88, Maneca 85 Andersson 67
13. júlí 1950
  Brasilía 6-1   Spánn Estádio do MaracanãRio de Janeiro
Áhorfendur: 152.772
Dómari: Reginald Leafe, Englandi
Ademir 15, 57, Jair 21, Chico 33, 55, Zizinho 67 Igoa 71
13. júlí 1950
  Úrúgvæ 3-2   Svíþjóð Stádio do Pacaembu, São Paulo
Áhorfendur: 7.987
Dómari: Giovanni Galeati, Ítalíu
Ghiggia 39, Míguez 77, 85 Palmér 5, Sundqvist 40
16. júlí 1950
  Svíþjóð 3-1   Spánn Estádio do Pacaembu, São Paulo
Áhorfendur: 11,227
Dómari: Karel van der Meer, Hollandi
Sundqvist 15, Mellberg 33, Palmér 80 Zarra 82
16. júlí 1950
  Úrúgvæ 2-1   Brasilía Estádio do MaracanãRio de Janeiro
Áhorfendur: 173.850
Dómari: George Reader, Englandi
Schiaffino 66, Ghiggia 79 Friaça 47

Markahæstu leikmenn

breyta

Ademir frá Brasilíu varð markakóngur keppninnar. Alls voru 88 mörk skoruð af 48 leikmönnum, ekkert þeirra var sjálfsmark.

9 mörk
5 mörk
4 mörk