Evrópukeppnin í knattspyrnu 2012

(Endurbeint frá EM 2012)

Evrópukeppnin í knattspyrnu 2012, oft nefnd EM 2012, var í fjórtánda skiptið sem Evrópukeppnin í knattspyrnu karla er haldin. Mótið var sameiginlega haldið í Úkraínu og Póllandi frá 8. júní til 1. júlí 2012 á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Þetta var í fyrsta skipti sem löndin halda mótið. Sigurvegari mótsins var landslið Spánar eftir 4-0 sigur á Ítölum. Fyrir titilinn fengu þeir þátttökurétt á Álfumótið í Brasilíu 2013.

Á mótinu kepptu samtals sextán landslið sem komust áfram í undankeppni. Undankeppnin fór fram á tímabilinu ágúst 2010 og nóvember 2011. Í henni tóku 51 landslið þátt. Þetta var í síðasta skipti sem aðeins sextán taka þátt í lokakeppninni, á EM 2016 verður 24 liðum boðin þátttaka. Mótið var haldið á átta leikvöngum, fjóra í hvoru landi. Fimm leikvangar voru sérstaklega byggðir fyrir mótið, auk þess sem að miklum fjármunum var veitt til að bæta samgöngur í löndunum.

Þátttökulið Breyta

 

██ Gestgjafar

██ Meistarar fyrir mót

██ Komust áfram á lokamótið

██ Komust ekki áfram á lokamótið

██ Þjóð ekki í UEFA

Samtals 51 landslið tóku þátt í undankeppni fyrir mótið, þar af komust fjórtán þeirra áfram í lokakeppnina í Póllandi og Úkraínu ástamt liðum frá hvorri gestgjafaþjóð. Þau sextán lið sem komust áfram á lokakeppnina voru:


Hvert lið er skipað 23 leikmönnum, þar sem hver leikmannahópur þarf að skipa að minnsta kosti þremur markvörðum.

Riðlakeppni Breyta

Riðlakeppnin stendur frá 8. til 19. júní 2012.

Riðill A Breyta

Lið L U J T + - +/- Stig
  Tékkland 3 2 0 1 4 5 -1 6
  Grikkland 3 1 1 1 3 3 0 4
  Rússland 3 1 1 1 5 3 +2 4
  Pólland 3 0 2 1 2 3 -1 2

Grikkland er fyrir ofan Rússland vegna þess að Grikkland sigraði innbyrðis leik þeirra.

8. júní 2012
Pólland   1-1   Grikkland
Rússland   4–1   Tékkland
12. júní 2012
Grikkland   1–2   Tékkland
Pólland   1–1   Rússland
16. júní 2012
Tékkland   1–0   Pólland
Grikkland   1–0   Rússland

Riðill B Breyta

Lið L U J T + - +/- Stig
  Þýskaland 3 3 0 0 5 2 +3 9
  Portúgal 3 2 0 1 5 4 +1 6
  Danmörk 3 1 0 2 4 5 -1 3
  Holland 3 0 0 3 2 5 -3 0
9. júní 2012
Holland   0–1   Danmörk
Þýskaland   1–0   Portúgal
13. júní 2012
Danmörk   2–3   Portúgal
Holland   1–2   Þýskaland
17. júní 2012
Portúgal   2–1   Holland
Danmörk   1–2   Þýskaland

Riðill C Breyta

Lið L U J T + - +/- Stig
  Spánn 3 2 1 0 6 1 +5 7
  Ítalía 3 1 2 0 4 2 +2 5
  Króatía 3 1 1 1 4 3 +1 4
  Írland 3 0 0 3 1 9 -8 0
10. júní 2012
Spánn   1–1   Italía
Írland   1–3   Króatía
14. júní 2012
Ítalía   1–1   Króatía
Spánn   4–0   Írland
18. júní 2012
Króatía   0–1   Spánn
Ítalía   2–0   Írland

Riðill D Breyta

Lið L U J T + - +/- Stig
  England 3 2 1 0 5 3 +2 7
  Frakkland 3 1 1 1 3 3 0 4
  Úkraína 3 1 0 2 2 4 -2 3
  Svíþjóð 3 1 0 2 5 5 0 3
11. júní 2012
Frakkland   1–1   England
Úkraína   2–1   Svíþjóð
15. júní 2012
Úkraína   0–2   Frakkland
Svíþjóð   2–3   England
19. júní 2012
England   1-0   Úkraína
Svíþjóð   2-0   Frakkland

Útsláttarkeppni Breyta

8 liða úrslit Undanúrslit Úrslit
                   
21. júní í Varsjá        
   Tékkland  0
27. júní í Donetsk
   Portúgal  1  
   Portúgal  0 (2)
23. júní í Donetsk
       Spánn (v.)  0 (4)  
   Spánn  2
1. júlí í Kiev
   Frakkland  0  
   Spánn  4
22. júní í Gdańsk    
     Ítalía  0
   Þýskaland  4
28. júní í Varsjá
   Grikkland  2  
   Þýskaland  1
24. júní í Kiev
       Ítalía  2  
   England  0 (2)
   Ítalía (v.)  0 (4)  
 

Heimildir Breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „UEFA Euro 2012“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. júní 2012.