Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1982

(Endurbeint frá HM 1982)

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1982 eða HM 1982 var haldið á Spáni dagana 13. júní til 11. júlí. Þetta var tólfta heimsmeistarakeppnin. Þátttökulið voru 24 talsins, átta fleiri en verið hafði í fyrri keppnum. Ítalir urðu heimsmeistarar í þriðja sinn eftir sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleik. Stærsti sigur í sögu HM vannst á mótinu, þegar Ungverjar unnu El Salvador með tíu mörkum gegn einu.

Val á gestgjöfum

breyta

Staðsetning heimsmeistaramótsins 1982 var ákveðin á FIFA-þinginu árið 1966, en við sama tækifæri voru gestgjafar HM 1974 og HM 1978 ákveðnir. Spánn, Vestur-Þýskaland og Ítalía föluðust öll eftir að halda mótin 1974 og 1982. Úr varð að Spánverjar drógu til baka umsókn sína um fyrra mótið í skiptum fyrir stuðning Vestur-Þjóðverja við HM á Spáni 1982. Ítalir féllu frá umsókn sinni og voru Spánverjar því sjálfkjörnir.

Undankeppni

breyta

109 þjóðir tóku þátt í undankeppninni og börðust um 22 laus sæti, til viðbótar við heimamenn og ríkjandi heimsmeistara. Asía og Eyjaálfa kepptu saman og fór Kuwait með sigur af hólmi en Nýja-Sjáland tryggði sér hitt sætið eftir sigur á Kína í oddaleik. Norður-Ameríkukeppnin 1981 sem fram fór í Hondúras var jafnframt forkeppni fyrir HM í heimsálfunni. Heimamenn sigruðu og grannþjóðin El Salvador hreppti annað sætið. Mexíkó sat heima aldrei þessu vant.

29 Afríkulið skráðu sig til leiks og var leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Alsír og Kamerún komust áfram eftir úrslitaeinvígi gegn Nígeríu og Marokkó. Í Suður-Ameríku var keppt í þremur þriggja liða riðlum. Unnu Brasilía, Perú og Síle hvert sinn riðilinn án þess að tapa leik.

Vestur-Þjóðverjar unnu sinn riðil með fullu húsi stiga, en Austurríkismenn fylgdu þeim eftir. Þjóðirnar mættust á ný á Spáni. Silfurlið Hollendinga frá keppninni í Argentínu hafnaði í fjórða sæti í sínum forriðli á eftir Belgum og Frökkum, en þeir síðarnefndu komust áfram á markatölu á kostnað Íra. Í C-riðli var Ísland meðal þátttökuliða og gerðist örlagavaldur með því að gera 2:2 jafntefli gegn Wales á útivelli. Þar með var ljóst að bresku landsliðunum fjórum tækist ekki öllum að komast í úrslitin, en Sovétríkin og Tékkóslóvakía fóru áfram. Níu leikmenn skiptu á milli sín tíu mörkum Íslands í forkeppninni.

Ungverjar og Englendingar höfðu betur gegn Rúmenum, Svisslendingum og Norðmönnum í D-riðli, þar sem Norðmenn unnu frægan 2:1 sigur á Englandi í Osló. Júgóslavía og Ítalía voru sterkust í sínum riðli. Skotar og Norður-Írar skildu Svía, Portúgali og Ísraelsmenn eftir í F-riðli. G-riðill hafði einungis þremur liðum á að skipa, sem léku fjórfalda umferð. Pólverjar hirtu eina lausa sætið, en Austur-Þjóðverjar komu þar á eftir.

Þátttökulið

breyta

Tuttugu og fjórar þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.

Leikvangar

breyta
Barcelona Madrid
Camp Nou Sarrià Santiago Bernabéu Vicente Calderón
Áhorfendur: 121,401 Áhorfendur: 40,400 Áhorfendur: 90,089 Áhorfendur: 65,695
       
Sevilla Elche Valencia
Ramón Sánchez Pizjuán Benito Villamarín Nuevo Estadio Luis Casanova
Áhorfendur: 68,110 Áhorfendur: 50,253 Áhorfendur: 53,290 Áhorfendur: 49,562
       
Bilbao Gijón Málaga Zaragoza
San Mamés El Molinón La Rosaleda La Romareda
Áhorfendur: 46,223 Áhorfendur: 45,153 Áhorfendur: 45,000 Áhorfendur: 41,806
       
A Coruña Vigo Alicante Valladolid
Riazor Balaídos José Rico Pérez José Zorrilla
Áhorfendur: 34,190 Áhorfendur: 33,000 Áhorfendur: 32,500 Áhorfendur: 30,043
       
Oviedo
Carlos Tartiere
Áhorfendur: 23,500

Lukkudýr

breyta

Einkennistákn mótsins var Naranjito, sem var appelsína íklædd spænska landsliðsbúningnum. Nafnið er samsett úr orðinu naranja (appelsína) og smækkunarendingunni -ito. Vinsælir teiknimyndaþættir um Naranjito voru sýndir í spænsku sjónvarpi, þar sem kærasta hans Clementina kom einnig við sögu.

Keppnin

breyta

Riðlakeppnin

breyta

Keppt var í sex riðlum með fjórum liðum í hverjum. Tvö lið fóru áfram úr hverjum riðli.

Riðill 1

breyta

Það var lítill meistarabragur á heimsmeistaraefnum Ítala sem gerðu þrjú jafntefli í jafnmörgum leikjum í riðlakeppninni og skoruðu aðeins tvö mörk, það var þó markinu meira en Kamerún sem kom öllum á óvart en Afríkumennirnir féllu taplausir úr keppni. Pólverjar sýndu mesta stöðugleikann og tryggðu sér toppsætið með stórsigri á Perú sem rak lestina.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Pólland 3 1 2 0 5 1 +4 4
2   Ítalía 3 0 3 0 2 2 0 3
3   Kamerún 3 0 3 0 1 1 3 3
4   Perú 3 0 2 1 2 6 -4 2
14. júní 1982
  Ítalía 0-0   Pólland Balaídos, Vigo
Áhorfendur: 33.000
Dómari: Michel Vautrot
15. júní 1982
  Perú 0-0   Kamerún Estadio de Riazor, A Coruña
Áhorfendur: 11.000
Dómari: Franz Wöhrer
Szarmach 40, Majewski 44, Kupcewicz 46 Girard 13, Couriol 72
18. júní 1982
  Ítalía 1-1   Perú Balaídos, Vigo
Áhorfendur: 25.000
Dómari: Walter Eschweiler
Conti 18 Díaz 83
19. júní 1982
  Pólland 0-0   Kamerún Estadio de Riazor, A Coruña
Áhorfendur: 19.000
Dómari: Alexis Ponnet
22. júní 1982
  Pólland 5-1   Perú Estadio de Riazor, A Coruña
Áhorfendur: 25.000
Dómari: Mario Rubio Vázquez
Smolarek 55, Lato 58, Boniek 61, Buncol 68, Ciołek 76 La Rosa 83
23. júní 1982
  Ítalía 1-1   Kamerún Balaídos, Vigo
Áhorfendur: 20.000
Dómari: Bogdan Dotchev
Graziani 60 M'Bida 61

Riðill 2

breyta

Alsír kom öllum á óvart með því að leggja Evrópumeistara Vestur-Þjóðverja í opnunarleik riðilsins og settu þar með allt í uppnám. Síle tapaði öllum þremur viðureignum sínum, þeirri seinustu gegn Alsíringum sem voru þar með komnir í vænlega stöðu fyrir lokaleikinn milli Vestur-Þjóðvarja og Austurríkismanna. Austurrískur sigur eða jafntefli hefði hleypt afrísku nýliðunum í milliriðla og þriggja marka sigur Þjóðverja eða meira hefði þýtt það sama. Niðurstaðan var ótrúlega bragðlaus 1:0 sigur Vestur-Þýskalands. Ýmsir sökuðu liðsmenn beggja liða um að hafa komið sér saman um úrsltin og frá og með næstu keppni var afráðið að lokaleikir í riðlakeppni skyldu fara fram á sama tíma.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Vestur-Þýskaland 3 2 0 1 6 3 +3 4
2   Austurríki 3 2 0 1 3 1 +2 4
3   Alsír 3 2 0 1 5 5 0 4
4   Síle 3 0 0 3 3 8 -5 0
16. júní 1982
  Vestur-Þýskaland 1-2   Alsír El Molinón, Gijón
Áhorfendur: 42.000
Dómari: Enrique Labo Revoredo
Rummenigge 67 Madjer 54, Belloumi 68
17. júní 1982
  Síle 0-1   Austurríki Estadio Carlos Tartiere, Oviedo
Áhorfendur: 22.500
Dómari: Juan Daniel Cardellino
Schachner 22
20. júní 1982
  Vestur-Þýskaland 4-1   Síle El Molinón, Gijón
Áhorfendur: 42.000
Dómari: Bruno Galler
Rummenigge 9, 57, 66 Reinders 83 Moscoso 90
21. júní 1982
  Alsír 0-2   Austurríki Estadio Carlos Tartiere, Oviedo
Áhorfendur: 22.000
Dómari: Tony Boskovic
Schachner 55, Krankl 67
24. júní 1982
  Alsír 3-2   Síle Estadio Carlos Tartiere, Oviedo
Áhorfendur: 16.000
Dómari: Rómulo Méndez
Assad 7, 31 Bensaoula 35 Neira 59, Letelier 73
25. júní 1982
  Vestur-Þýskaland 1-0   Austurríki El Molinón, Gijón
Áhorfendur: 41.000
Dómari: Bob Valentine
Hrubesch 10

Riðill 3

breyta

Opnunarleikur HM var á milli heimsmeistara Argentínu og Belga sem komu talsvert á óvart með 1:0 sigri. Ungverjar unnu metsigur í sögu HM með 10:1 sigri á lánlausu liði El Salvador, en það dugði liði þeirra ekki áfram í næstu umferð.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Belgía 3 3 2 1 3 1 +2 5
2   Argentína 3 2 0 1 6 2 +4 4
3   Ungverjaland 3 1 1 1 12 6 +6 2
4   El Salvador 3 0 0 3 1 13 -12 0

13. júní - Camp Nou, Barcelona

15. júní - Nuevo Estadio, Elche

18. júní - Estadio José Rico Pérez, Alicante

19. júní - Nuevo Estadio, Elche

22. júní - Nuevo Estadio, Elche

23. júní - Estadio José Rico Pérez, Alicante

Riðill 4

breyta

Englendingurinn Brian Robson skoraði skjótasta mark heimsmeistarakeppninnar eftir einungis 27 sekúndur í sigri á Frökkum í fyrstu umferð riðils 4. Enska liðið var ásamt Brasilíu það eina í forriðlunum til að ljúka keppni með fullt hús stiga. Dýrkeypt jafntefli Tékkóslóvakíu gegn Kúveit, gerði það að verkum að Frökkum dugði jafntefli gegn tékkneska liðinu til að tryggja sér hitt sætið í milliriðlum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   England 3 3 0 0 6 1 +5 6
2   Frakkland 3 1 1 1 6 5 +1 3
3   Tékkóslóvakía 3 0 2 1 2 4 -2 2
4   Kúveit 3 0 1 2 2 6 -4 1
16. júlí 1982
  England 3-1   Frakkland San Mamés, Bilbao
Áhorfendur: 44.172
Dómari: António Garrido
Robson 1, 67, Mariner 83 Soler 24
17. júlí 1982
  Tékkóslóvakía 1-1   Kúveit Estadio José Zorrilla, Valladolid
Áhorfendur: 25.000
Dómari: Benjamin Dwomoh
Panenka 21 Al-Dakhil 57
20. júlí 1982
  England 2-0   Tékkóslóvakía San Mamés, Bilbao
Áhorfendur: 41.123
Dómari: Charles Corver
Francis 62, Barmoš 66 (sjálfsm.)
21. júlí 1982
  Frakkland 4-1   Kúveit Estadio José Zorrilla, Valladolid
Áhorfendur: 30.043
Dómari: Myroslav Stupar
Genghini 31, Platini 43, Six 48, Bossis 89 Al-Buloushi 75
24. júlí 1982
  Frakkland 1-1   Tékkóslóvakía Estadio José Zorrilla, Valladolid
Áhorfendur: 28.000
Dómari: Paolo Casarin
Six 66 Panenka 84
25. júlí 1982
  England 1-0   Kúveit San Mamés, Bilbao
Áhorfendur: 39.700
Dómari: Gilberto Aristizábal
Francis 27

Riðill 5

breyta

Níu mörk voru skoruð í leikjunum sex í fimmta riðli. Í fyrsta leik tóku heimamenn á móti Hondúras, sem var óþekkt stærð á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Eftir 10:1 sigur Ungverja á El Salvador bjuggu flestir við stórsigri gestgjafanna, en raunin varð 1:1 jafntefli. Í næstu umferð unnu Spánverjar 2:1 sigur á Júgóslövum þar sem heimamenn fengu vítaspyrnu á silfurfati. Norður-Írar unnu loks Spánverja í lokaumferðinni og skutust á topp riðilsins. Hondúras og Júgóslavía féllu úr leik.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Norður-írland 3 1 2 0 2 1 +1 4
2   Spánn 3 1 1 1 3 3 0 3
3   Júgóslavía 3 1 1 1 2 2 0 3
4   Hondúras 3 0 2 1 2 3 -1 2
16. júlí 1982
  Spánn 1-1   Hondúras Estadio Luis Casanova, Valencia
Áhorfendur: 49.562
Dómari: Arturo Ithurralde
Ufarte 65 Zelaya 8
17. júlí 1982
  Júgóslavía 0-0   Norður-Írland La Romareda, Zaragoza
Áhorfendur: 25.000
Dómari: Erik Fredriksson
Juanito 14, Saura 66 Gudelj 10
20. júlí 1982
  Spánn 2-1   Júgóslavía Estadio Luis Casanova, Valencia
Áhorfendur: 48.000
Dómari: Henning Lund-Sørensen
Juanito 14, Saura 66 Gudelj 10
21. júlí 1982
  Hondúras 1-1   Norður-Írland La Romareda, Zaragoza
Áhorfendur: 15.000
Dómari: Chan Tam Sun
Laing 60 Armstrong 10
24. júlí 1982
  Hondúras 0-1   Júgóslavía La Romareda, Zaragoza
Áhorfendur: 25.000
Dómari: Gastón Castro
Petrović 88
25. júlí 1982
  Spánn 0-1   Norður-Írland Estadio Luis Casanova, Valencia
Áhorfendur: 49.562
Dómari: Héctor Ortiz
Armstrong 47

Riðill 6

breyta

Nýja-Sjáland keppti í fyrsta sinn í úrslitakeppni HM og tapaði öllum sínum leikjum. Brasilíska liðið sigraði í riðlinum á fullu húsi stiga. Jafntefli Sovétmanna og Skota í lokaleiknum gerði það að verkum að fyrrnafnda liðið náði öðru sætinu á markatölu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Brasilía 3 3 0 0 10 2 +8 6
2   Sovétríkin 3 1 1 1 6 4 +2 3
3   Skotland 3 1 1 1 8 8 0 3
4   Nýja-Sjáland 3 0 0 3 2 12 -10 0
14. júní 1982
  Brasilía 2-1   Sovétríkin Ramón Sánchez Pizjuán, Sevilla
Áhorfendur: 68.000
Dómari: Augusto Lamo Castillo
Sócrates 75, Éder 88 Bal 34
15. júní 1982
  Skotland 5-2   Nýja-Sjáland La Rosaleda Stadium, Málaga
Áhorfendur: 36.000
Dómari: David Socha
Dalglish 18, Wark 29, 32, Robertson 73, Archibald 79 Sumner 54, Wooddin 64
18. júní 1982
  Brasilía 4-1   Skotland Estadio Benito Villamarín, Sevilla
Áhorfendur: 47.379
Dómari: Luis Paulino Siles
Zico 33, Oscar 48, Éder 63, Falcão 87 Narey 18
19. júní 1982
  Sovétríkin 3-0   Nýja-Sjáland La Rosaleda Stadium, Málaga
Áhorfendur: 19.000
Dómari: Yousef Alghoul
Gavrilov 24, Blokhin 48, Baltacha 68
22. júní 1982
  Sovétríkin 2-2   Scotland La Rosaleda Stadium, Málaga
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Nicolae Rainea
Chivadze 59, Shengelia 84 Jordan 15, Souness 86
23. júní 1982
  Brasilía 4-0   Nýja-Sjáland Estadio Benito Villamarín, Sevilla
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Damir Matovinović
Zico 28, 31, Falcão 64, Serginho 70

Milliriðlar

breyta

Keppt var í fjórum þriggja liða riðlum. Einungis toppliðið komst áfram í undanúrslit.

A riðill

breyta

Pólverjar fóru með sigur af hólmi í riðlinum. Þrjú mörk frá Zbigniew Boniek í upphafsleiknum gegn Belgum gerðu það að verkum að markahlutfall þeirra var mun betra en Sovétmanna.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Pólland 2 1 1 0 3 0 +3 3
2   Sovétríkin 2 1 1 0 1 0 +1 3
3   Belgía 2 0 0 2 0 4 -4 0
28. júní 1982
  Pólland 3-0   Belgía Camp Nou, Barcelona
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Luis Paulino Siles
Boniek 4, 26, 53
1. júlí 1982
  Belgía 0-1   Sovétríkin Camp Nou, Barcelona
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Michel Vautrot
Oganesian 48
4. júlí 1982
  Pólland 0-0   Sovétríkin Camp Nou, Barcelona
Áhorfendur: 65.000
Dómari: Bob Valentine

B riðill

breyta

Englendingar gerðu markalaust jafntefli í báðum leikjum sínum og féllu því úr keppni ósigraðir á mótinu. Vestur-Þjóðverjar komust áfram en heimamenn Spánverja ráku lestina.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Vestur-Þýskaland 2 1 1 0 2 1 +1 3
2   England 2 0 2 0 0 0 0 2
3   Spánn 2 0 1 1 1 2 -1 1
29. júní 1982
  Vestur-Þýskaland 0-0   England Santiago Bernabéu, Madrid
Áhorfendur: 75.000
Dómari: Arnaldo Cézar Coelho
2. júlí 1982
  Vestur-Þýskaland 2-1   Spánn Santiago Bernabéu, Madrid
Áhorfendur: 90.000
Dómari: Paolo Casarin
Littbarski 50, Fischer 75 Zamora 82
5. júlí 1982
  Spánn 0-0   England Santiago Bernabéu, Madrid
Áhorfendur: 75.000
Dómari: Alexis Ponnet

C riðill

breyta

Flestum bar saman um að þetta væri langöflugasti milliriðillinn, með heimsmeisturum Argentínumanna og brasilíska liðinu sem margir spáðu meistaratitli. Ítalir, sem höfðu lítið sýnt í forriðlunum, urðu hins vegar hlutskarpastir.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Ítalía 2 2 0 0 5 3 +2 4
2   Brasilía 2 1 0 1 5 4 +1 2
3   Argentína 2 0 0 2 2 5 -3 0
29. júní 1982
  Ítalía 2-1   Argentína Sarrià Stadium, Barcelona
Áhorfendur: 43.000
Dómari: Nicolae Rainea
Tardelli 57, Cabrini 67 Passarella 83
2. júlí 1982
  Argentína 1-3   Brasilía Sarrià Stadium, Barcelona
Áhorfendur: 44.000
Dómari: Mario Rubio Vázquez
Díaz 89 Zico 11, Serginho 66, Júnior 75
5. júlí 1982
  Ítalía 3-2   Brasilía Sarrià Stadium, Barcelona
Áhorfendur: 44.000
Dómari: Abraham Klein
Rossi 5, 25, 74 Sócrates 12, Falcão 68

D riðill

breyta

Frakkar þurftu lítið að hafa fyrir sigri í riðli sem álitinn var sá slakasti.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Frakkland 2 2 0 0 5 1 +4 4
2   Austurríki 2 0 1 1 2 3 -1 2
3   Norður-Írland 2 0 1 1 3 5 -3 0
28. júní 1982
  Austurríki 0-1   Frakkland Vicente Calderón, Madrid
Áhorfendur: 37.000
Dómari: Károly Palotai
Genghini 39
1. júlí 1982
  Austurríki 2-2   Norður-Írland Vicente Calderón, Madrid
Áhorfendur: 20.000
Dómari: Adolf Prokop
Pezzey 50, Hintermaier 68 Hamilton 27, 75
4. júlí 1982
  Frakkland 4-1   Norður-Írland Vicente Calderón, Madrid
Áhorfendur: 37.000
Dómari: Alojzy Jarguz
Giresse 33, 80, Rocheteau 46, 68 Armstrong 75

Undanúrslit

breyta

Öll undanúrslitaliðin komu frá Evrópu. Paolo Rossi gerði bæði mörk Ítala gegn Pólverjum. Viðureign Vestur-Þjóðverja og Frakka varð afar dramatísk. Fjögur mörk voru skoruð í framlengingu og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Oft er vísað til leiksins sem eins þess besta í sögu HM í knattspyrnu.

8. júlí 1982
  Pólland 0-2   Ítalía Camp NouBarcelona
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Juan Daniel Cardellino, Úrúgvæ
Rossi 22, 73
8. júlí 1982
  Vestur-Þýskaland 3-3 (8:7 e. vítasp.ke.)   Frakkland Ramón Sánchez Pizjuán leikvangurinn, Sevilla
Áhorfendur: 70.000
Dómari: Charles Corver, Hollandi
Littbarski 17, Rummenigge 102, Fischer 108 Platini 26 (vítasp.), Trésor 92, Giresse 98

Bronsleikur

breyta

Pólverjar hrepptu bronsverðlaunin á HM í annað sinn í sögunni, mörk þeirra voru skoruð frá 40. til 46. mínútu.

10. júlí 1982
  Pólland 3-2   Frakkland José Rico Pérez, Alicante
Áhorfendur: 28.000
Dómari: António Garrido, Portúgal
Szarmach 40, Majewski 44, Kupcewicz 46 Girard 13, Couriol 72

Úrslitaleikur

breyta
 
Heimsmeistarar Ítala 1982.

Um 90 þúsund manns sáu Ítali tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Madrid. Rossi, Tardelli og Altobelli komu Ítölum í 3:0 með mörkum í seinni hálfleik en Breitner klóraði í bakkann undir lokin.

11. júlí 1982
  Ítalía 3-1   Vestur-Þýskaland Santiago BernabéuMadrid
Áhorfendur: 90.000
Dómari: Arnaldo Cézar Coelho, Brasilíu
Rossi 57, Tardelli 69, Altobelli 81 Breitner 83

Markahæstu leikmenn

breyta

146 mörk voru skoruð í keppninni og skiptust þau niður á 100 leikmenn, þar af var aðeins eitt sjálfsmark.

6 mörk
5 mörk
4 mörk
3 mörk
  •   Falcão
  •   Alain Giresse
  •   László Kiss
  •   Gerry Armstrong

Heimildir

breyta