Jürgen Klinsmann
Jürgen Klinsmann (30. júlí 1964 í Göppingen) er þýskur knattspyrnumaður og þjálfari. Hann er núverandi þjálfari Suður-Kóreu. Klinsmann lék með fjölmörgum liðum í ýmsum löndum og var ávallt framherji og mikill markaskorari. Eftir að hann hætti knattspyrnuiðkun sneri hann sér að þjálfun. Hann þjálfaði þýska landsliðið í tvö ár og Bayern München í eitt ár.
Leikferill
breytaJürgen Klinsmann fæddist í Göppingen í Suður-Þýskalandi 1964 og byrjaði að æfa með bæjarfélaginu níu ára gamall. Þegar hann var 16 ára flutti fjölskylda hans til Stuttgart, þar sem faðir hans opnaði bakarí. Klinsmann sjálfur lærði bakaraiðn á þessum árum. Árið 1979 bauð félagið Stuttgarter Kickers honum samning, en það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem hann gerðist atvinnumaður hjá því. Þá var hann 18 ára og spilaði með landsliði U-16. 1984 skipti hann yfir í VfB Stuttgart. Með því félagi náði hann miklum árangri sem markaskorari. Í 156 leikjum með félaginu skoraði hann 79 mörk, eða hér um bil eitt mark í öðrum hverjum leik að jafnaði. Samhliða því spilaði hann með landsliði U-21 og Ólympíuliði Þýskalands og var svo valinn í aðallandslið Þýskalands 1987. Með því lék hann 108 leiki og skoraði alls 47 mörk. Hann er þar með þriðji markahæsti markaskorari landsliðsins, ásamt Rudi Völler. Klinsmann varð heimsmeistari 1990 í HM á Ítalíu. Frá München fór Klinsmann til Ítalíu og spilaði með Inter Milan. Hann spilaði næstu árin með ýmsum þekktum félögum víða um Evrópu, svo sem AS Monaco, Tottenham, Bayern München og Sampdoria Genua. Árið 2003 flutti Klinsmann til Kaliforníu og spilaði eitt keppnistímabil með Orange County Blue Star, reyndar aðeins átta leiki. 2004 lagði hann skóna á hilluna, en tók þá við þjálfarastöðu þýska landsliðsins. 2008 tók Klinsmann við Bayern München, en var rekinn í apríl 2009.
Félög Klinsmann sem leikmaður
breytaFélag | Ár | Leikir | Mörk |
---|---|---|---|
Stuttgarter Kickers | 1981-1984 | 41 | 22 |
VfB Stuttgart | 1984-1989 | 156 | 79 |
Inter Milan | 1989-1992 | 95 | 34 |
AS Monaco | 1992-1994 | 65 | 29 |
Tottenham Hotspur | 1994-1995 | 41 | 21 |
Bayern München | 1995-1997 | 65 | 31 |
Sampdoria Genua | 1997 | 8 | 2 |
Tottenham Hotspur | 1998 | 15 | 9 |
Orange County Blue Star | 2003-2004 | 8 | 5 |
Stórmót
breytaMót | Staður | Árangur | Ath. |
---|---|---|---|
OL 1988 | Seoul | 3. sæti | Leikmaður |
HM 1990 | Þýskaland | Meistari | Leikmaður |
EM 1992 | Svíþjóð | 2. sæti | Leikmaður |
HM 1994 | Bandaríkin | 8. liða úrslit | Leikmaður |
EM 1996 | England | Meistari | Leikmaður |
HM 1998 | Frakkland | 8. liða úrslit | Leikmaður |
HM 2006 | Þýskaland | 3. sæti | Þjálfari |
Félög sem þjálfari
breytaFélag | Ár |
---|---|
Þýska landsliðið | 2004-2006 |
Bayern München | 2008-2009 |
Bandaríska landsliðið | 2011-2016 |
Hertha Berlin | 2019-2020 |
Suður-kóreska karlalandsliðið í knattspyrnu | 2023- |
Annað markvert
breytaKlinsmann hefur tvisvar verið kjörinn knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi (1988 og 1994) og einu sinni í Englandi (1995). Hann var einnig valinn markahrókur heims 1995.
Jürgen Klinsmann á sitt eigið fyrirtæki, Business Development, sem hann rekur í Bandaríkjunum. Auk þess er gamla fjölskyldubakaríið enn starfrækt í Stuttgart. Klinsmann er kvæntur bandarískri konu, Debbie Chin, og eiga þau tvö börn. Sonur þeirra Jonathan Klinsmann spilar sem markvörður fyrir þýska Bundesliga liðið Hertha Berlin.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Jürgen Klinsmann“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.