Evrópukeppnin í knattspyrnu 2021

(Endurbeint frá EM 2021)

Evrópukeppnin í knattspyrnu 2021 var keppni sem var fyrirhuguð árið 2020 og átti að fara fram í 12 borgum í 12 löndum Evrópu frá 11. júní til 11. júlí. Vegna kórónaveirufaraldurs og óvissu vegna þróunarinnar tengd henni og frestun deilda innan landa var ákveðið að fresta keppninni til 2021.

Keppnin var haldin víðs vegar í álfunni til að halda upp á 60 ára afmæli keppninnar. Portúgal var ríkjandi meistari. Myndbandsdómgæsla var notuð í fyrsta sinn í evrópukeppni. 20 lið komust á mótið úr undankeppninni en 4 lið fóru í umspil, þar á meðal Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ísland vann Rúmeníu en tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilinu.

Ákveðið var að leyfa áhorfendur, þ.e. frá allt að 25-33% sæta á völlunum. [1] Síðar fengu fleiri aðdáendur að mæta á vellina eins og á fulla Wembley og Puskás-Arena.

Heimsmeistarar Frakklands, Þýskaland og Evrópumeistarar Portúgals duttu út í 16 liða úrslitum. Cristiano Ronaldo skoraði þó 5 mörk í 4 leikjum og sló met Michel Platini yfir mörk skoruð á Evrópumótinu. Allmörg sjálfsmörk voru skoruð og náðu mörkin að vera jafnmörg og á mótinu frá upphafi.

Í úrslitum mættust England og Ítalía. England sigraði Danmörku í undanúrslitum eftir framlengingu, Ítalir unnu Spán í vítakeppni. Ítalía vann England 3-2 í vítaspyrnukeppni.

KnattspyrnuvellirBreyta

  •   Stadio Olimpico í Róm
  •   Wembley í London
  •   Parken í Kaupmannahöfn
  •   Hampden Park í Glasgow
  •   Allianz Arena í München
  •   Puskas Arena í Búdapest
  •   Arena Nationala, Búkarest
  •   Johan Cruyff Arena í Amsterdam
  •   Krestovsky Stadium í St. Pétursborg
  •   Olympic Stadium í Baku.
  •   Estadio de la Cartuja í Sevilla.

RiðlarBreyta

A-Riðill

B-Riðill

C-Riðill

D-Riðill

E-Riðill

F-Riðill

Tölfræði og verðlaunBreyta

MarkahæstirBreyta

Haldið hreinuBreyta

Flestar stoðsendingarBreyta

  • 4 sinnum: Steven Zuber  

Leikmaður mótsinsBreyta

Besti ungi leikmaðurinnBreyta

Fallegasta markiðBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Eight UEFA stadiums confirm matches with spectators Uefa.com, skoðað 9. apríl, 2021.