Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1954

(Endurbeint frá HM 1954)

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1954 eða HM 1954 var haldið í Sviss dagana 16. júní til 4. júlí. Þetta var fimmta heimsmeistarakeppnin og urðu Vestur-Þjóðverjar meistarar í fyrsta sinn eftir sigur á Ungverjum. Nærri 5,4 mörk voru skoruð í leikjum mótsins að meðaltali og er það met.

Val á gestgjöfum breyta

Ákvörðunin um að fela Svisslendingum að halda HM var tekin á þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins árið 1946, um leið og Brasilíumönnum var úthlutað HM 1950.

Undankeppni breyta

 
Ítalir slógu lið Egyptalands úr leik í forkeppninni.

Sviss og Úrúgvæ komust sjálfkrafa í úrslitakeppnina sem gestgjafar og ríkjandi meistarar. Hin 14 sætin skiptust þannig að Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Asíu hlutu eitt sæti hvert og Evrópa þau 11 sem eftir voru (Tyrkland, Ísrael og Eyptaland tóku þátt í Evrópukeppninni). Alls skráðu 37 lið sig til keppni, en að venju drógu nokkur þeirra sig í hlé.

Aðra keppnina í röð tóku Argentínumenn ekki þátt og átti Brasilía greiða leið sem fulltrúi Suður-Ameríku. Suður-Kórea komst í fyrsta sinn í úrslit eftir sigur á Japan og Mexíkó vann Norður-Ameríkukeppnina.

Í Evrópu bar það helst til tíðinda að bronslið Svía frá fyrri keppni féll úr leik fyrir Belgum. Óvæntustu tíðindin voru þó í einvígi Tyrkja og Spánverja. Spánverjar unnu heimaleikinn 4:1 en Tyrkir náðu að knýja fram 1:0 sigur á sínum heimavelli. Þar sem ekki var horft til markatölu þurfti að leika oddaleik á hlutlausum velli, í Rómarborg á Ítalíu. Þeim leik lauk með jafntefli, en Tyrkir komust áfram á hlutkesti.

Þátttökulið breyta

Sextán þjóðir mættu til leiks frá fjórum heimsálfum.

Leikvangar breyta

Sex leikvangar í jafnmörgum borgum voru notaðir á mótinu. Flestir leikjanna 26 fóru fram í Basel, sex talsins.

Basel Bern Genf
St. Jakob Stadium Wankdorf Stadium
(endurnýjaður)
Charmilles Stadium
Áhorfendur: 54,800 Áhorfendur: 64,600 Áhorfendur: 35,997
     
Lausanne Lugano Zürich
Stade olympique de la Pontaise
(endurnýjaður)
Cornaredo Stadium Hardturm Stadium
Áhorfendur: 50,300 Áhorfendur: 35,800 Áhorfendur: 34,800
     

Keppnin breyta

Riðlakeppnin breyta

Notast var við óvenjulegt keppnisfyrirkomulag, þar sem liðin voru dregin í fjóra fjögurra liða riðla, en í stað þess að öll liðin í hverjum riðli mættust innbyrðis, lék hvert lið einungis tvær viðureignir.

Riðill 1 breyta

Brasilíumenn urðu hlutskarpastir í riðlinum eftir stórsigur á Mexíkó og jafntefli í framlengdum leik gegn Júgóslavíu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Brasilía 2 1 1 0 6 1 +5 3
2   Júgóslavía 2 1 1 0 2 1 +1 3
3   Frakkland 2 1 0 1 3 3 0 2
4   Mexíkó 2 0 0 2 2 8 -6 0
16. júní 1954
  Brasilía 5-0   Mexíkó Charmilles leikvangurinn, Genf
Áhorfendur: 13.470
Dómari: Raymon Wyssling, Sviss
Baltazar 23, Didi 30, Pinga 34, 43, Julinho 69
16. júní 1954
  Júgóslavía 1-0   Frakkland Olympique de la Pontaise, Lausanne
Áhorfendur: 16.000
Dómari: Benjamin Griffiths, Wales
Milutinović 15
19. júní 1954
  Brasilía 1-1 (e.framl.)   Júgóslavía Olympique de la Pontaise, Lausanne
Áhorfendur: 24.637
Dómari: Charlie Faultless, Skotlandi
Didi 69 Zebec 48
19. júní 1954
  Frakkland 3-2   Mexíkó Charmilles leikvangurinn, Genf
Áhorfendur: 19.000
Dómari: Manuel Asensi, Spáni
Vincent 19, Cárdenas 46 (sjálfsm.), Kopa 88 (vítasp.) Lamadrid 54, Tomás Balcázar 85

Riðill 2 breyta

Ungverjar léku sér að Vestur-Þjóðverjum í Basel og unnu 8:3 í ótrúlegum fótboltaleik. Vestur-þýska liðið var í neðri styrkleikaflokki ásamt Suður-Kóreu en komst þó áfram eftir tvo stórsigra á Tyrkjum. Ungverjar settu markamet á HM með sigri sínum á Suður-Kóreu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Ungverjaland 2 2 0 0 17 3 +12 4
2   Vestur-Þýskaland 2 1 0 1 7 9 -2 3
3   Tyrkland 2 1 0 1 8 4 4 2
4   Suður-Kórea 2 0 0 2 0 16 -16 0
17. júní 1954
  Vestur-Þýskaland 4-1   Tyrkland Wankdorf leikvangurinn, Bern
Áhorfendur: 28.000
Dómari: Jose da Costa Vieira, Portúgal
Schäfer 14, Klodt 52, O. Walter 60, Morlock 84 Suat 2
17. júní 1954
  Ungverjaland 9-0   Suður-Kórea Hardturm leikvangurinn, Zürich
Áhorfendur: 13.000
Dómari: Raymond Vincenti, Frakklandi
Puskás 12, 89, Lantos 18, Kocsis 24, 36, 50, Czibor 59, Palotás 75, 83
20. júní 1954
  Ungverjaland 8-3   Vestur-Þýskaland St. Jakob leikvangurinn, Basel
Áhorfendur: 56.000
Dómari: William Ling, Englandi
Kocsis 3, 21, 69, 78, Puskás 17, Hidegkuti 52, 54, J. Tóth 75 Pfaff 25, Rahn 77, Herrmann 84
20. júní 1954
  Tyrkland 7-0   Suður-Kórea Charmilles leikvangurinn, Genf
Áhorfendur: 3.541
Dómari: Esteban Marino, Úrúgvæ
Suat 10, 30, Lefter 24, Burhan 37, 64, 70, Erol 76
Aukaleikur breyta
23. júní 1954
  Vestur-Þýskaland 7-2   Tyrkland Hardturm leikvangurinn, Zürich
Áhorfendur: 17.000
Dómari: Raymond Vincenti, Frakklandi
O. Walter 7, Schäfer 12, 79, Morlock 30, 60, 77, F. Walter 62 Ertan 21, Küçükandonyadis 82

Riðill 3 breyta

Þriðji riðill reyndist sá ójafnasti í riðlakeppninni. Hlutkesti réði hvort Úrúgvæ eða Austurríki hlyti toppsæti riðilsins. Athygli vakti að þótt keppnisliðum væri heimilað að senda 22 manna leikmannahóp kaus Skotland að senda bara 13 leikmenn til mótsins og olli frammistaða þeirra miklum vonbrigðum. Ekki bætti úr skák að stjórnendur skoska knattspyrnusambandsins misskildu gjörsamlega veðráttuna í Sviss og létu lið sitt spila í þykkum keppnistreyjum úr ull, en miklir hitar voru meðan mótið stóð yfir.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Úrúgvæ 2 2 0 0 9 0 +9 4
2   Austurríki 2 2 0 0 6 0 +6 4
3   Tékkóslóvakía 2 0 0 2 0 7 -7 0
4   Skotland 2 0 0 2 0 8 -8 0
16. júní 1954
  Úrúgvæ 2-0   Tékkóslóvakía Wankdorf leikvangurinn, Bern
Áhorfendur: 20.500
Dómari: Arthur Ellis, Englandi
Míguez 71, Schiaffino 84
16. júní 1954
  Austurríki 1-0   Skotland Hardturm leikvangurinn, Zürich
Áhorfendur: 25.000
Dómari: Laurent Franken, Belgíu
Probst 33
19. júní 1954
  Úrúgvæ 7-0   Skotland St. Jakob leikvangurinn, Basel
Áhorfendur: 34.000
Dómari: Vincenzo Orlandini, Ítalíu
Borges 17, 47, 57, Míguez 30, 83, Abbadie 54, 85
19. júní 1954
  Austurríki 5-0   Tékkóslóvakía Hardturm leikvangurinn, Zürich
Áhorfendur: 26.000
Dómari: Vasa Stefanovic, Júgóslavíu
Stojaspal 3, 65, Probst 4, 21, 24

Riðill 4 breyta

Heimamenn komust upp úr riðlinum ásamt Englendingum. Þetta var eini riðillinn sem einvörðungu var skipaður Evrópuliðum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   England 2 1 1 0 6 4 +2 3
2   Sviss 2 1 0 1 2 3 -1 2
3   Ítalía 2 1 0 1 5 3 +2 2
4   Belgía 2 0 1 1 5 8 -5 1
17. júní 1954
  Sviss 2-1   Ítalía Stade Olympique de la Pontaise, Lausanne
Áhorfendur: 40.749
Dómari: Mario Vianna, Brasilíu
Ballaman 18, Hügi 78 Bonipertil 44
17. júní 1954
  England 4-4 (e.framl.)   Belgía St. Jakob leikvangurinn, Basel
Áhorfendur: 14.000
Dómari: Emil Schmetzer, Vestur-Þýskalandi
Broadis 26, 63, Lofthouse 36, 91 Anoul 5, 71, Coppensl 67, Dickinson 94 (sjálfsm.)
20. júní 1954
  Ítalía 4-1   Belgía Cornaredo leikvangurinn, Lugano
Áhorfendur: 24.000
Dómari: Carl Erich Steiner, Austurríki
Pandolfini 41 (vítasp.), Galli 48, Frignani 58, Lorenzi 78 Anoul 81
20. júní 1954
  England 2-0   Sviss Wankdorf leikvangurinn, Bern
Áhorfendur: 43.119
Dómari: Istvan Zsolt, Ungverjalandi
Mullen 43, Wilshaw 69
Aukaleikur breyta
23. júní 1954
  Sviss 4-1   Ítalía St. Jakob leikvangurinn, Basel
Áhorfendur: 28.655
Dómari: Benjamin Griffiths, Wales
Hügi 14, 85, Ballaman 48, Fatton 90 Nesti 67

Fjórðungsúrslit breyta

Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í leik HM en í viðureign Alpaþjóðanna, Austurríkis og Sviss, 12 talsins. Úrúgvæ og Vestur-Þýskaland fylgdu Austurríkismönnum í undanúrslitin. Mest var þó dramatíkin í leik Ungverja og Brasilíumanna í Bern, þar sem þremur leikmönnum var vísað af leikvelli og slagsmál brutust út milli liðanna í búningsklefum að leik loknum.

26. júní 1954
  Austurríki 7-5   Sviss Olympique de la Pontaise, Lausanne
Áhorfendur: 30.340
Dómari: Charlie Faultless, Skotlandi
Wagner 25, 27, 53, Körner 26, 34, Ocwirk 32, Probst 76 Ballaman 16, 39, Hügi 17, 19, 60
26. júní 1954
  Úrúgvæ 4-2   England St. Jakob leikvangurinn, Genf
Áhorfendur: 28.000
Dómari: Carl Erich Steiner, Austurríki
Borges 5, Varela 39, Schiaffino 46, Ambrois 78 Lofthouse 16, Finney 67
27. júní 1954
  Vestur-Þýskaland 2-0   Júgóslavía Charmilles leikvangurinn, Genf
Áhorfendur: 17.000
Dómari: Istvan Zsolt, Ungverjalandi
Horvat 9 (sjálfsm.), Rahn 85
27. júní 1954
  Ungverjaland 4-2   Brasilía Stade Olympique de la Pontaise, Lausanne
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Arthur Ellis, Englandi
Hidegkuti 4, Kocsis 7, 88, Lantos 60 (vítasp.) Djalma Santos 18 (vítasp.), Julinho 65

Undanúrslit breyta

Vestur-Þjóðverjar völtuðu yfir Austurríkismenn í Basel og tryggðu sér í fyrsta sinn sæti í úrslitaleik HM. Leikur Úrúgvæ og Ungverjalands var sögulegur og sagður einhver besti knattspyrnuleikur sem sést hefði. Liðin skildu jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2:2, þar sem Úrúgvæ átti hörkuskot í stöng undir blálokin. Í framlengingunni reyndust Ungverjar sterkari og komust í úrslitaleik í annað sinn.

30. júní 1954
  Vestur-Þýskaland 6-1   Austurríki St. Jakob leikvangurinn, Basel
Áhorfendur: 58.000
Dómari: Vincenzo Orlandini, Ítalíu
Schäfer 31, Morlock 47, F. Walter 54 (vítasp.), 64 (vítasp.), O. Walter 61, 89 Probst 51
30. júní 1954
  Ungverjaland 4-2 (e.framl.)   Úrúgvæ Stade Olympique de la Pontaise, Lausanne
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Benjamin Griffiths, Wales
Czibor 13, Hidegkuti 46, Kocsis 111, 116 Hohberg 75, 86

Bronsleikur breyta

Austurríkismenn unnu leikinn um þriðja sætið og er það enn í dag besti árangur landsins á HM.

3. júlí 1954
  Austurríki 3-1   Úrúgvæ Hardturm leikvangurinn, Zürich
Áhorfendur: 32.000
Dómari: Raymon Wyssling, Sviss
Stojaspal 16, Cruz 59 (sjálfsm.), Ocwirk 89 Hohberg 22

Úrslitaleikur breyta

Flestir áttu von á ungverskum sigri í úrslitaleiknum gegn Vestur-Þjóðverjum en annað átti eftir að koma á daginn. Ungverska liðið hafði ekki tapað leik í fimm ár og ári fyrr varð það fyrsta liðið utan Bretlandseyja til að sigra Englendinga á Wembley. Leikmenn vestur-þýska liðsins voru flestir hálf-atvinnumenn og var þjálfaranum Sepp Herberger öðrum fremur eignað afrekið.

4. júlí 1954
  Vestur-Þýskaland 3-2   Ungverjaland Wankdorf Stadium, Bern
Áhorfendur: 62.500
Dómari: William Ling, Englandi
Morlock 10, Rahn 18, 84 Puskás 6, Czibor 8

Markahæstu leikmenn breyta

Sándor Kocsis frá Ungverjalandi varð markakóngur keppninnar með ellefu mörk. Alls voru 140 mörk skoruð af 63 leikmönnum, fjögur þeirra voru sjálfsmörk.

11 mörk
6 mörk
4 mörk