Djakarta
Djakarta er höfuðborg Indónesíu og stærsta borg landsins með 9,6 milljónir íbúa (2010). Borgin stendur á norðvesturströnd eyjunnar Jövu. Borgin er gömul hafnarborg. Portúgalar lögðu borgina undir sig 1619, nefndu hana Batavíu og gerðu hana að höfuðstöðvum Hollenska Austur-Indíafélagsins. Japanir lögðu borgina síðan undir sig í Síðari heimsstyrjöldinni árið 1942 og nefndu hana aftur Djakarta og því nafni hélt hún þegar ríkið Indónesía var stofnað árið 1949.