Heimsminjaskrá UNESCO

listi yfir staði sem teljast menningarlega eða náttúrufræðilega mikilvægir fyrir mannkynið
(Endurbeint frá Heimsminjaskrá)

Heimsminjaskrá UNESCO er skrá yfir staði (t.d. skógur, fjall, stöðuvatn, eyðimörk, bygging eða borg) sem hafa verið útnefndir heimsminjar innan alþjóðlegrar heimsminjaáætlunar UNESCO (International World Heritage Programme). Tilgangur skrárinnar er varðveisla staða sem teljast sérstaklega merkilegir frá menningarlegu og/eða náttúrufræðilegu sjónarmiði og eru taldir hluti af menningararfi mannkyns. Áætluninni var hleypt af stokkunum af UNESCO 16. nóvember 1972. Skráin innihélt 1007 staði um allan heim árið 2014. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera mjög Evrópumiðuð og eins fyrir hið stranga verndunarsjónarmið sem liggur henni til grundvallar og er skilyrði fyrir að staður sé tekinn á listann. Þetta síðasta atriði leiddi til stofnunar Lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf árið 2008.

Kort sem sýnir staðsetningu heimsminja.

190 lönd hafa undirritað samninginn um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins. Hann er því einn viðteknasti alþjóðasamningur heims. Aðildarríkin tilnefna atriði á heimsminjaskrána og tilnefningar eru metnar af Alþjóðaráði um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN). Þessir aðilar mæla síðan með tilnefningum við Heimsminjaráðið skipað fulltrúum 21 aðildarlands sem kjörnir eru af allsherjarþingi UNESCO.

Listar yfir heimsminjar

breyta

Tenglar

breyta