Breska heimsveldið
Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi sögunnar og var öflugasta ríki jarðar á hátindi sínum. Það var afrakstur landafundanna miklu sem hófust með sjóferðum og landkönnun Evrópubúa seint á 15. öldinni.

Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungur fólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar.
Tengill breyta
- „Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?“ á Vísindavefnum