Bikarkeppni karla í knattspyrnu
Bikarkeppni karla í knattspyrnu er keppni á Íslandi sem fer fram milli aðildarfélaga KSÍ. Leikið er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi þannig að sigurvegari leiks heldur áfram keppni en taplið er úr leik. Viðureignir eru valdar af handahófi. Í bikarkeppninni er leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal framlengt og sé enn jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.
Mjólkurbikar karla |
---|
![]() |
Stofnað |
1960 (sem bikarkeppni karla) |
Ríki |
![]() |
Undankeppni hefst |
apríl |
Aðalkeppni hefst |
júní |
Fjöldi liða í aðalkeppni |
32 |
Úrslitaleikur 2019 |
![]() ![]() |
Leikvöllur úrslitaleiks |
Laugardalsvöllur |
Núverandi meistarar (2019) |
![]() |
Sigursælasta lið |
![]() |
Aðalstyrktaraðili er Mjólkursamsalan. Mótið tók aftur upp nafnið Mjólkurbikarinn frá og með árinu 2018 en bikarkeppnin bar einnig sama nafn á árunum frá 1986-1996.[1] Á upphafsárum keppninnar frá 1960 til 1972 var úrslitaleikurinn leikinn á Melavellinum, sem var malarvöllur. En frá árinu 1973 hefur úrslitaleikurinn verið leikinn á Laugardalsvelli.
Undankeppni hefst að venju í aprílmánuði en í henni leika öll félög að frátöldum þeim sem taka þátt í Úrvalsdeild karla.
Svæðakeppni skal viðhöfð í undankeppninni og hún uppsett þannig að 20 lið komist áfram í aðalkeppnina, 32-liða úrslitin, ásamt 12 liðum Úrvalsdeildarinnar.[2]
Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla árið 2019, á milli Víkings og FH fór fram á Laugardalsvelli þann 14. september.
SigurvegararBreyta
StyrktaraðilarBreyta
Nafn bikarkeppninnarBreyta
Tímabil |
Ár |
Styrktaraðili |
26 | 1960-1985 | enginn |
11 | 1986-1996 | Mjólkurbikar karla |
10 | 1997-2002 | Coca-Cola bikar karla |
8 | 2003-2010 | VISA-bikar karla |
1 | 2011 | Valitor-bikar karla |
6 | 2012-2017 | Borgunarbikar karla |
2 | 2018- | Mjólkurbikar karla |
Verðlaunafé bikarkeppninnarBreyta
Upplýsingar úr ársskýrslu KSÍ[3]
Sæti | Verðlaunafé |
---|---|
1 | 1.000.000 kr. |
2 | 500.000 kr. |
3-4 | 300.000 kr. |
5-8 | 200.000 kr. |
9-16 | 137.500 kr. |
Úrslitaleikir bikakeppninnarBreyta
Sigrar í úrslitaleikjumBreyta
Félag | Titlar | Ár |
---|---|---|
KR | 14 | 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967, 1994, 1995, 1999, 2008, 2011, 2012, 2014 |
Valur | 11 | 1965, 1974, 1976, 1977, 1988, 1990, 1991, 1992, 2005, 2015, 2016 |
ÍA | 9 | 1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003 |
Fram | 8 | 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989, 2013 |
ÍBV | 5 | 1968, 1972, 1981, 1998, 2017 |
Keflavík | 4 | 1975, 1997, 2004, 2006 |
Víkingur | 2 | 1971, 2019 |
FH | 2 | 2007, 2010 |
Fylkir | 2 | 2001, 2002 |
Stjarnan | 1 | 2018 |
Breiðablik | 1 | 2009 |
ÍBA | 1 | 1969 |
Sjá lista yfir titla í íslenskum íþróttum
Flest mörk í úrslitaleikjumBreyta
Mörk | Leikmaður |
---|---|
6 | Gunnar Felixson |
6 | Guðmundur Steinsson |
4 | Marteinn Geirsson |
4 | / Pétur Pétursson (ÍA 3, KR 1) |
4 | Pétur Ormslev |
Áhorfendur á úrslitaleikjumBreyta
Fjöldi áhorfenda á úrslitaleikjum og dagsetningar þeirra frá aldamótum[4]
Nafn | Ár | Viðureign | Fjöldi | Dagsetning | |
---|---|---|---|---|---|
Coca-Cola bikar karla | 2001 | Fylkir | KA | 2.839 | 29.september |
Coca-Cola bikar karla | 2002 | Fram | Fylkir | 3.376 | 28.september |
VISA-bikar karla | 2003 | ÍA | FH | 4.723 | 27.september |
VISA-bikar karla | 2004 | KA | Keflavík | 2.049 | 2.október |
VISA-bikar karla | 2005 | Fram | Valur | 5.162 | 24.september |
VISA-bikar karla | 2006 | KR | Keflavík | 4.699 | 30.september |
VISA-bikar karla | 2007 | FH | Fjölnir | 3.739 | 6.október |
VISA-bikar karla | 2008 | KR | Fjölnir | 4.524 | 4.október |
VISA-bikar karla | 2009 | Fram | Breiðablik | 4.766 | 3.október |
VISA-bikar karla | 2010 | FH | KR | 5.438 | 14.ágúst |
Valitor-bikar karla | 2011 | Þór Ak. | KR | 5.327 | 13.ágúst |
Borgunarbikar karla | 2012 | Stjarnan | KR | 5.080 | 18.ágúst |
Borgunarbikar karla | 2013 | Fram | Stjarnan | 4.318 | 17.ágúst |
Borgunarbikar karla | 2014 | KR | Keflavík | 4.694 | 16.ágúst |
Borgunarbikar karla | 2015 | Valur | KR | 5.751 | 15.ágúst |
Borgunarbikar karla | 2016 | Valur | ÍBV | 3.511 | 13.ágúst |
Borgunarbikar karla | 2017 | ÍBV | FH | 3.094 | 12.ágúst |
Mjólkurbikar karla | 2018 | Stjarnan | Breiðablik | 3.814 | 15.september |
Mjólkurbikar karla | 2019 | Víkingur | FH | 4.257 | 14.september |
Tengt efniBreyta
HeimildirBreyta
- Fyrirmynd greinarinnar var „VISA-bikar“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. maí 2007.
- ↑ hanssteinar (5. apríl 2018). „Mjólkurbikarinn snýr aftur“. RÚV (enska). Sótt 11. september 2019.
- ↑ „Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót“ (PDF). KSÍ. apríl 2013. Sótt september 2019.
- ↑ „Ársskýrsla KSÍ“ (PDF). KSÍ. 2019.
- ↑ „Stakt mót - Knattspyrnusamband Íslands“. www.ksi.is . Sótt 11. september 2019.