Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2021

Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla árið 2021 var leikinn þann 16. október á Laugardalsvelli.
Knattspyrnufélag ÍA keppti á móti Víkingum og lauk leiknum með 0-3 sigri Víkinga.

Mjólkurbikar karla 2021
Stofnuð 2021
Núverandi meistarar Víkingur
Tímabil 2019 - 2022

Upplýsingar um leikinn

breyta
16. október 2021
15:00 GMT
  ÍA 0 – 3   Víkingur Laugardalsvöllur, Ísland
Áhorfendur: 4829
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
  Wout Droste 30'

  Alexander Davy 40'
  Sindri Snær Magnússon 51'
  Ísak Snær Þorvaldsson 64'
  Aron Kristófer Lárusson 71'

Leikskýrsla Erlingur Agnarsson   17'

Kári Árnason   45'+2'
  Halldór Smári Sigurðsson 54'
Helgi Guðjónsson   90'+5'

  Lið ÍA: Árni Marinó Einarsson (m), Óttar Bjarni Guðmundsson (f), Aron Kristófer Lárusson (Elias Alexander Tamburini 82, Wout Drouste (Guðmundur Tyrfinsson 63), Sindri Snær Magnússon (Jón Gísli Eyland Gíslason 82), Viktor Jónsson(Ingi Þór Sigurðsson 88), Steinar Þorsteinsson, Gísli Laxdal Unnarsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Hákon Ingi Jónsson (Eyþór Aron Wöhler 63), Alexander Davey. Þjálfari: Jóhannes Karla Guðjónsson. Ónotaðir varamenn: Dino Hodzic (m), Hlynur Sævar Jónsson

  Lið Víkings: Ingvar Jónsson (m), Sölvi Geir Ottesen (f) (Karl Friðleifur Gunnarsson 88), Halldór Smári Sigurðsson, Kári Árnason, Atli Barkarson, Erlingur Agnarsson (Helgi Guðjónsson 68), Júlíus Magnússon, Pablo Punyed, Viktor Örlygur Andrason (Kwame Quee 68), NIkolaj Andreas Hansen (Logi Tómasson 68), Kristall Máni Ingason (Adam Ægir Pálsson 90). Þjálfari: Arnar Bergmann Gunnlaugsson. Ónotaðir varamenn: Þórður Ingason (m), Tómas Guðmundsson.


Leiklýsing

breyta

Leiklýsing er byggð á textalýsingu Fótbolti.net. Texti innan gæsalappa er tekinn beint úr texta Fótbolti.net[1]

  • 1 mín: Jóhann Ingi Jónsson flautar leikinn á - hann er talinn hafa verið besti dómari sumarins af sparkspekingum.
  • 2 mín: Fyrsta færi leiksins er Skagamanna. "Boltinn kemur upp hægri kantinn á Viktor Jónsson sem á frábæra sendingu á fjær þar sem Gísli Laxdal mætir og skallar boltann í jörðina og framhjá"
  • 6 mín: Skagamenn vilja víti!! "Hornspyrna frá vinstri þar sem boltinn skoppar í teignum og Skagamenn vilja meina boltinn hafa farið í höndina í Víkingi??"
  • 10 mín: "Viktor Jónsson er með boltann fyrir utan teig og vippar boltanum inn fyrir vörn Víkinga, Steinar Þorsteinnson og Ingvar Jónsson fara í kapphlaup um boltann en Ingvar hefur betur!"
  • 18 mín: Mark!   Erlingur Agnarsson skorar. ÞVÍLIKT MARK HJÁ VÍKINGUM!!! 1 - 0. "Kristall með flotta sendingu á Pablo sem fær boltann fyrir utan teig, keyrir í átt að teignum og leggur boltann inn fyrir vörn ÍA þar sem Erlingur Agnarsson kemst gegn Árna Marinó og klárar frábærlega í nærhornið!!!"
  • 21 mín: Víkingar freista þess að bæta við marki. Taka nú hornspyrnu frá vinstri! Kristall Máni tekur hornspyrnuna, hún er á nærsvæðið þar sem Halldór Smári framlengir boltanum í átt að fjærstöng en Víkingarnir rétt missa af knettinum. Augnablikið er með Víkingum.
  • 21 mín: Skagamenn sækja að marki Víkinga. Ísak með sendingu á Gísla Laxdal sem sækir á Sölva og á skot sem Ingvar ver frábærlega í hornspyrnu.
  • 26 mín: Skyndisókn hjá Víkingum. "Kristall keyrir upp að teig ÍA og reynir sendingu inn fyrir vörn Skagamanna, fer í varnarmann og fær boltann aftur og reynir þá skot í fjærhornið en boltinn rétt framhjá".
  • 26 mín: "Manstu þegar Arnar Gunnlaugs var með hár", syngja Skagamenn í stúkunni.
  • 45 mín: Tveimur mínútum er bætt við fyrri hálfleikinn.
  • 45 mín: Mark!   Kári Árnason skorar í lokaleik sínum á knattspyrnuferlinum! 2 - 0. "Pablo með hornspyrnu inn á teig beint á kollinn á Kára Árnasyni sem einfaldlega stýrir boltanum í nærhornið".
  • 47 mín: Viktor Örlygur, miðvallarleikmaður Víkinga, á góða sendingu inn fyrir vörn ÍA - Erlingur kemst einn inn fyrir en Árni ver frábærlega. "Árni heldur Skaganum á lífi".
  • 50 mín: Víkingar byrja seinni hálfleikinn mun betur en Skagamenn. "Viktor Örlygur fær mikið svæði vinstra megin í teig Skagamanna og reynir sendingu þvert fyrir markið - Árni gerir vel sem fyrr og handsamar fyrirgjöfina! "Nikolaj Hansen beið á fjær og var að fara pota þessum inn!"
  • 52 mín: Víkingar í færi. "ÞETTA HEFÐI VERIÐ MARK TÍMABILSINS!!!!" "Kristall með aukaspyrnu af 30 metra færi og á stórgóða spyrnu sem fer hárfrínt framhjá markskeytunum nær."
  • 62 mín: Víkingar eru nærri því að bæta við þriðja markinu. "Pablo á skot fyrir utan teig sem smellur í fjærstönginni og fellur þaðan til Kristals sem á skot í fyrsta framhjá markinu!"
  • 65 mín: "Steinar Þorsteinsson leikmaður ÍA kemst einn inn fyrir með menn í bakinu og rennir boltanum til hliðar á Gísla Laxdal sem kemst einn gegn Ingvari en sá gerir sig stóran og ver þetta frábærlega".
  • 72 mín: Stöngin stöðvar Víkinga enn í að bæta við marki. "Kwame fær boltann á vinstri kantinum og keyrir inn á völlinn og reynir skot í nærhornið sem endar í stönginni!!"
  • 74 mín: Skyndisókn hjá Víkingum sem endar á því að Atl á fast skot beint á Árna sem ver!! Andartaki síðar er Atli aftur á ferðinni - tók þá aukaspyrnu. Spyrnan er mjög góð en endar í hliðarnetinu.
  • 86 mín: Steinar Þorsteinsson leikmaður ÍA á gott skot að nærhorni marks Víkinga en Ingvar sér við honum!
  • 87 mín: Víkingar gera heiðursskiptingu: Fyrirliði liðsins, Sölvi Geir Ottesen, fer af velli í sínum síðasta leik fyrir Víking og á sínum ferli. Áhorfendur á Laugardalsvelli fagna ákaft, honum til heiðurs.
  • 94 mín: Mark!   Helgi Guðjónsson skorar frábært mark og gerir endanlega út um leikinn! 3 - 0. Helgi á öflugan sprett, kemst upp allan völlinn í kapphlaupi við Guðmund Tyrfingsson - Helgi hefur betur, kemst einn gegn markmanni og rennir boltanum með vinstri fæti milla fóta Árna!!

Fróðleikur

breyta

Molar um liðin, leikmenn og þjálfara

breyta
  • Fjórða skiptið sem Víkingur komst í úrslitaleikinn. Þeir sigruðu Breiðablik í úrslitaleiknum árið 1971, biðu lægri hlut á móti KR árið 1967 og sigruðu Fimleikafélagið í úrslitunum árið 2019.
  • Nítjánda skiptið sem Skagamenn komust í úrslitaleikinn. Níu úrslitaleikir þeirra enduðu með sigri, jafnmargir með ósigri.
  • Víkingar áttu möguleika á að verða tvöfaldir meistarar með sigri í úrslitaleiknum. Jafnframt yrði það í fyrsta sinn sem félaginu tækist að verja titilinn og þriðja árið í röð sem félagið væri ríkjandi bikarmeistari.
  • Með sigri í úrslitaleiknum áttu Skagamenn möguleika á að enda 18 ára bið sína eftir bikarameistaratitli.
  • Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, átti möguleika á að vinna sinn annan bikartitil sem þjálfari Víkings. Hann varð bikarmeistari tvívegis sem leikmaður; árin 2003 með KR og 2007 með FH.
  • Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna, átti möguleika á að verða bikarmeistari í fyrsta skipti, en hann lék á árum áður í liði þeirra.

Fyrri viðureignir í bikarkeppni

breyta
  • Af 54 innbyrðis mótsleikjum liðanna (í deildar- og bikarkeppni) eru tíu bikarleikir.
  • 3.7 mörk voru skoruð að meðaltali í bikarleikjunum. Skagamenn sigruðu sjö þeirra og Víkingar þrjá.[2]

Leiðir liðanna í úrslitaleikinn

breyta
Umferð Viðureign Úrslit Aths.
32 liða úrslit   - 3-0
16 liða úrslit   - 1-0
8 liða úrslit - ÍR 1-3
4 liða úrslit   - 2-0
Umferð Viðureign Úrslit Aths.
32 liða úrslit Sindri - 3-0
16 liða úrslit   - 3-1
8 liða úrslit -   0-1 Framlenging
4 liða úrslit - Vestri 0-3



  Bikarkeppni karla • Lið í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2021  
Leiktímabil í efstu bikarkeppni karla (1960-2021) 

1972 •

1960196119621963196419651966196719681969
1970197119721973197419751976197719781979
1980198119821983198419851986198719881989
1990199119921993199419951996199719981999
2000200120022003200420052006200720082009
2010201120122013201420152016201720182019
20202021

Tengt efni: Mjólkurbikarinn karlaLengjubikarinnMeistarakeppni karla
Úrvalsdeild karla1. deild2. deild3. deild4. deildDeildakerfiðKSÍ



Fyrir:
Mjólkurbikar karla 2019
Bikarkeppni karla í knattspyrnu Eftir:
Mjólkurbikar karla 2022

Heimildaskrá

breyta
  1. „Fótbolti.net“. fotbolti.net. Sótt 7. nóvember 2021.
  2. „Fyrri viðureignir - Knattspyrnusamband Íslands“. www.ksi.is. Sótt 7. nóvember 2021.