Framlenging (knattspyrna)

viðbótarleiktími til að knýja fram úrslit
(Endurbeint frá Framlenging)

Framlenging í knattspyrnu er þegar venjulegum leiktíma, 90 mínútur, er lokið og bæði lið hafa skorað jafn mörg mörk. Framlenging á sér þó einungis stað ef liðin eru að keppa í útsláttarkeppni en þá slær sigurliðið tapliðið út úr keppninni. Framlenging er samtals 30 mínútur, 15 mínútur fyrri hálfleikur og 15 mínútur seinni hálfleikur. Ef liðin eru enn jöfn eftir framlenginguna er venjulega haldin vítaspyrnukeppni.

Gerðir framlenginga

breyta

Bronsmark

breyta

Þetta er algengasta gerð framlengingar. Það lið sigrar, sem skorað hefur fleiri mörk þegar allri framlengingunni er lokið.

Silfurmark

breyta

Það lið, sem skorað hefur fleiri mörk í framlengingunni annaðhvort þegar fyrri eða seinni hálfleikur er búinn, sigrar.

Gullmark

breyta

Það lið sem skorar sigrar leikinn um leið og það skorar. Þessi regla gildir óháð því hve mikið er búið af framlengingunni. 1. mars 2004 var opinberlega reglan um gullmark tekin úr reglum FIFA.[1]

Sigur með fleiri útivallarmörkum

breyta

Þó er stundum ekki framlenging þó svo að liðin skilji jöfn í útsláttarleik. Það getur gerst ef liðin hafa ekki skorað jafn mörg mörk á útivelli. En þá er sigurliðið það lið sem hefur skorað fleiri mörk samtals á útivelli. Þessi regla er meðal annars notuð í Meistaradeild Evrópu.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. http://www.fifa.com/en/news/feature/0,1451,74459,00.html Geymt 15 júlí 2006 í Wayback Machine , „A decade of golden goals“, FIFA.com, sótt 30. apríl 2007