Íþróttafélagið Þór Akureyri

fjölíþróttafélag vestan og norðan Glerár á Akureyri

Íþróttafélagið Þór er íþróttafélag sem er starfrækt á Akureyri. Það var stofnað árið 1915 en árið 1928 rann það saman við Knattspyrnufélag Akureyrar og mynduðu Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA). Því samstarfi var slitið árið 1974 og urðu félögin aftur að Þór og KA. Innan félagsins eru stundaðar margar íþróttagreinar, meðal annars fótbolti, körfubolti, keila og tae-kwon-do. Handboltadeild félagsins sameinaðist KA árið 2006 undir merkjum Akureyri Handboltafélag.

Íþróttafélagið Þór
Fullt nafn Íþróttafélagið Þór
Gælunafn/nöfn Þórsarar
Stytt nafn Þór
Stofnað 6. júní 1915
Leikvöllur Þórsvöllur
Stærð 1.984 (984 sæti)
Stjórnarformaður Ingi Björnsson
Knattspyrnustjóri Páll Gíslason
Deild 1. deild
2024 10.
Heimabúningur
Útibúningur

Íþróttafélagið Þór var stofnað 6. júní 1915, og er elsta starfandi íþróttafélag á Akureyri. Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var einnig fyrsti formaður þess. Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór. Drengirnir hófu æfingar strax við stofnun, undir stjórn Friðriks sem var óumdeildur leiðtogi hópsins.

Samkvæmt fyrstu lögum Þórs, sem samþykkt voru á stofnfundinum 6. júní 1915, gátu aðeins þeir orðið félagar sem voru á aldrinum 10-15 ára. "Undantekning verður veitt ef það er samþykkt á fundi" segir í lögunum. Aðeins drengir voru í félaginu framan af en fyrstu stúlkurnar gengu í Þór 14. janúar 1934, fimm talsins. Heimildir herma að innganga þeirra hafi mætt nokkurri andstöðu.

Árið 1951, þann 5. júli, létust 2 félagsmenn Þórs á leið til keppnisferðar til Isafjarðar [1]

Athygli vekur að í þessum fyrstu lögum er skýrt tekið fram að þeir sem gangi í félagið megi hvorki neyta áfengistóbaks og þeir sem brjóta af sér þrisvar, svo upp komist, eru burtrækir úr félaginu. Þá er kveðið á um það að þeir, sem hylma yfir með félaga sem brýtur af sér, séu jafnsekir.

Knattspyrna

breyta

Meistaraflokkur kvenna

breyta
Sjá nánari umfjöllun á greininni Þór/KA

Þór Akureyri og Knattspyrnufélag Akureyrar hafa haft samstarf um sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna undir merkjum Þór/KA síðan 1999. KS kom inn í samstarfið 2001 og hét liðið Þór/KA/KS þangað til KS gekk úr því eftir 2005 tímabilið.

Meistaraflokkur karla

breyta

Leikmenn

breyta

Meistaraflokkur karla leikur í Inkasso deildinni sumarið 2019.

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. febrúar 2018. Sótt 9. febrúar 2018.