Knattspyrnufélagið Týr

Knattspyrnufélagið Týr var stofnað 1. maí 1921. Voru stofnendur félagsins 45 talsins og voru nærri því allir innan við tvítugt. Meðal stofenda voru Gunnar Ólafsson kaupmaður og útgerðarmaður, Binni í Gröf, Gísli J. Johnsen, Ísleikur Jónsson á vörubílastöðinni, Einar Sigurðsson (ríki), Friðrik Jesson.

Aðdragandinn að stofnun Týs var sá að árið 1920 voru bæði Þór og KV illa stödd fjárhagslega. Nokkrir strákar á 18. og 19. ári sem höfðu takmarkaðan aðgang að tuðrum innan félagana, ákváðu þeir því að fjárfesta nokkrir saman í bolta, þeir höfðu reynt að fá þessu breytt og buðu fram Jóhann Gunnar Ólafsson í stjórn KV. Það gekk ekki og stofnuðu því Tý samhliða fjárfestingu sinni í tuðrunni.

Stofnendur Týs sem allir voru ungir að árum höfðu það einnig sameiginlegt að vera óánægðir með að mæta afgangi þegar skipt var í lið á æfingum.[1]

Formenn TýsBreyta

 • 1921-1923 Jóhann Gunnar Ólafsson
 • 1924-1928 Friðrik Jesson
 • 1929 Gísli Finnsson
 • 1930-1932 Friðrik Jesson
 • 1933-1934 Þórarinn Guðmundsson
 • 1935 Karl Jónsson
 • 1936-1940 Þórarinn Guðmundsson
 • 1941-1948 Martin Tómasson
 • 1949-1950 Jón Scheving
 • 1951-1953 Karl Jónsson

 • 1954 Vigfús Ólafsson
 • 1955-1956 Eiríkur Guðnason
 • 1957 Marteinn Guðjónsson
 • 1958-1959 Eggert Sigurlásson
 • 1960 Guðjón Magnússon
 • 1961-1963 Eggert Sigurlásson
 • 1964-1965 Reynir Guðsteinsson
 • 1966 Guðmundur Þórarinsson
 • 1967 Gunnar Jónsson
 • 1968 Eggert Sigurlásson

 • 1969 Stula Þorgeirsson
 • 1970 Gylfi Sigurjónsson
 • 1971-1973 Eggert Sigurlásson
 • 1974-1977 Guðmundur Þ.B. Ólafsson
 • 1978 Þorsteinn Jónsson
 • 1979 Snorri Jónsson
 • 1980 Ágúst Bergsson
 • 1981-1982 Ellý Gísladóttir
 • 1983 Rafn Pálsson
 • 1984-1988 Birgir Guðjónsson

 • 1989-1991 Birgir Sveinsson
 • 1992 Helgi Sigurlásson
 • 1993-1994 Ólafur Týr Guðjónsson
 • 1995-1996 Helgi Sigurlásson

TilvísanirBreyta