Knattspyrnufélagið Týr
Knattspyrnufélagið Týr var stofnað 1. maí 1921. Voru stofnendur félagsins 45 talsins og voru nærri því allir innan við tvítugt. Meðal stofenda voru Gunnar Ólafsson kaupmaður og útgerðarmaður, Binni í Gröf, Gísli J. Johnsen, Ísleikur Jónsson á vörubílastöðinni, Einar Sigurðsson (ríki), Friðrik Jesson.
Aðdragandinn að stofnun Týs var sá að árið 1920 voru bæði Þór og KV illa stödd fjárhagslega. Nokkrir strákar á 18. og 19. ári sem höfðu takmarkaðan aðgang að tuðrum innan félagana, ákváðu þeir því að fjárfesta nokkrir saman í bolta, þeir höfðu reynt að fá þessu breytt og buðu fram Jóhann Gunnar Ólafsson í stjórn KV. Það gekk ekki og stofnuðu því Tý samhliða fjárfestingu sinni í tuðrunni.
Stofnendur Týs sem allir voru ungir að árum höfðu það einnig sameiginlegt að vera óánægðir með að mæta afgangi þegar skipt var í lið á æfingum.[1]
Formenn Týs
breyta
|
|
|
|