Íþróttafélagið Fylkir

fjölíþróttafélag í Árbæ í Reykjavík

Íþróttafélagið Fylkir, oftast kallað Fylkir, er íslenskt íþróttafélag sem var stofnað 28. maí 1967. Fylkir er staðsett í Árbænum í Reykjavík.

Íþróttafélagið Fylkir
Fullt nafn Íþróttafélagið Fylkir
Gælunafn/nöfn Fylkismenn
Stytt nafn Fylkir
Stofnað 28. maí 1967
Leikvöllur Wurthvöllurinn
Stærð 5.000 (1.854 sæti)
Knattspyrnustjóri Rúnar Páll Sigmundsson
Deild Besta deildin
2023 8. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Fylkir á lið í blaki, fimleikum, handknattleik, karate og knattspyrnu.

Íþróttafélagið Fylkir var stofnað þann 28. maí árið 1967 í Árbæ. Það var stofnað af ungu og áhugasömu fólki sem vildi byrja að æfa og spila fótbolta í sínu eigin hverfi. Frá stofnun félagsins hefur verið lögð áhersla á barna og unglingastarf innan félagsins, til að mynda var ekkert lið í meistaraflokki fyrstu árin. Upprunalega nafn félagsins var Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar eða KSÁ, nafnið var talið óheppilegt og því breytt í Fylkir seint á árinu 1969 eftir að félagsmenn kusu það fram yfir annað nafn, Elliði.

Fylkir telfdi fyrst fram liði í meistaraflokki árið 1972 og enduðu það ár í öðru sæti í 3. deildinni (nú 2. deildin). Það nægði þó ekki til þess að fara upp um deild og spilaði því liðið næstu 5 árin til viðbótar í 3. deildinni. Öll þessi var Fylkir nálægt því að komast upp um deild en það gerðist þó ekki fyrr en árið 1977 þegar að draumurinn rættist. Fylkir komst upp í 2. deildina (nú 1. deildin) eftir sögulegan úrslitaleik þar sem að Fylkir þurfti að spila fram B-liði sínu þar em að meirihluti byrjunarliðsins hafði farið til Spánar í langt fyrirfram greitt frí!

Næstu sex árin spilaði Fylkir í 2. deildinni og aðeins einu sinni nálægt því að komast upp um deild. Á árunum 1984-1988, flakkaði liðið á milli 2. og 3. deildarinnar. Það var svo árið 1989 sem að Fylkir spilaði sinn fyrsta leik í 1. deildinni (nú Úrvalsdeildin). Það gekk ekki nægilega vel, Fylkir endaði í 9. sæti og féll um deild, en tímabilið er áhugavert sé litið til þess að þrír leikmenn liðsins Kristinn Tómasson, Þórhallur Dan Jóhannsson og Finnur Kolbeinsson voru að spila í fyrsta sinn fyrir liðið í meistaraflokk og áttu þeir eftir að koma mikið við sögu liðsins næstu ár.

Fylkir komst aftur upp í 1. deildina árið 1993 en líkt og í fyrstu tilraunin í deildinni þá endaði liðið aftur í 9. sæti og féll um deild. Árið 1996 endurtók liðið aftur leikinn í 1. deildinni og endaði enn og aftur í 9. sæti.

Það var svo árið 1999 sem að Fylkir vann sér rétt til að leika í efstu deild, í fjórða sinn, en þá hafði nafni hennar verið breytt í Úrvalsdeildina. Árið 2000 var Fylkir einungis tveimur stigum frá því að vinna deildina sem nýliðar. Annað sætið tryggði þó liðinu rétt til þess að spila í evrópukeppni. Árið 2001 vann Fylkir bikarkeppnina í fyrsta sinn sögu félagsins, en endaði í 5. sæti í deildinni eftir að hafa leitt deildina fyrri tvo þriðjunga tímabilsins. Í UEFA bikaranum þá vann Fylkir Pogoń Szczecin frá Póllandi 2-1 í fyrsta evrópuleik liðsins. Í Póllandi þá jafni Fylkir leikinn á lokamínútum leiksins fyrir framan þá 200 dyggu stuðningsmenn sem fylgdu liðinu til Póllands. Fylkir sigraði samtals 3-2 og var komið áfram í næstu umferð UEFA bikarins. Næstu andstæðingar Fylkis var Roda Kerkrade frá Hollandi, sem reyndust vera betri en Pólverjanir. Roda sigraði fyrri leikinn í Hollandi 3:0 á degi þar sem fótbolti spilaði aukahlutverk í skugga atburðana sem áttu sér stað 11. september. Á Íslandi þá skoraði Fylkir fyrsta markið en Hollendingarnir skoruðu næstu þrjú og enduðu þar með evrópuævintýri Fylkismanna.

Sigur í Bikarkeppninni árið 2001 tryggði Fylki aftur sæti í UEFA bikarinum. Í þetta skipti var það Royal Excelsior Mouscron frá Belgíu sem spilaði hlutverk andstæðingsins. Fyrri leikurinn á Íslandi endaði með jafntefli 1-1 en Mouscron unnu svo seinni leikinn í Belgíu 3-1. Í deildinni þetta ár endaði Fylkir í 2. sæti, aðeins nokkrum sekúndum frá bikarnum í lokaslag á móti KR. Fylkir gerði svo góða hluti í bikarkeppninni og vann hana annað árið í röð.

40 árum frá stofnun liðsins þá er Fylkir orðið rótgróið félag í hverfinu og meirihluti leikmanna og starfsfólk eru fæddir og uppaldir Árbæjingar. Félagið er nú eitt af stærri liðum landsins og hefur nánast tryggt sér fast sæti í efstu deild eftir mikið flakk þar áður.

Leiktímabilið árið 2006, var ekki gott fyrir Fylkir. Þeir enduðu í 8. sæti og héldu sér aðeins í deildinni með 2 stigum frá fallsæti. Í stað féll Grindavík eftir að hafa gert 1-1 jafntefli á móti FH sem þurftu á sigri að halda til að vinna deildina.

Árið 2007 reyndist hins vegar vera gott fyrir Fylkir, eftir að hafa setið um miðbik deildar meira og minna allt tímabilið, endaði liðið í 4. sæti og tryggðu sér sæti í UEFA Intertoto bikarnum árið 2008. Fylkir komst einnig í undanúrslit VISA-bikarsins en tapaði þá á mót 1. deildar liðinu Fjölni og skemmdi það vonir Fylkis að vinna sinn þriðja bikar á áratugnum. Árið 2007 var einnig gott ár fyrir 2. flokk Fylkis sem vann deildina í fyrsta sinn í sögu klúbbsins.

Árið 2008 reyndist vera erfitt tímabil fyrir Fylki. Þeir byrjuðu leiktíðina á tveimur ósigrum, en eftir það fyldu þrír sigrar og útlitið var gott. Þá byrjuðu vandræðin, eftir fjölda tapa var Fylkir komið inn á hættusvæði og nálægt því að falla. Þann 28. ágúst var þjálfari liðsins Leifur Garðarsson látinn fara og Sverrir Sverrisson tók við út tímabilið. Fylkir tókst að halda sér frá falli og enduðu í 9. sæti með 22 stig. Tímabilið árið 2008 var það fyrsta sem að 12 lið spiluðu í deildinni. Fylkir komst aftur í undan úrslit VÍSA-bikarins, en töpuðu fyrir Fjölni annað árið í röð.

Í fyrstu umferð Intertoto bikarsins árið 2008, þá tókst Fylki að sigra FK Rīga 2-1 út í Lettlandi. Klúðraði Fylkir þessu í seinni leiknum þegar að liðið tapaði 0-2 á heimavelli og endaði þetta samtals 3-2 fyrir Lettunum.

Í byrjun októbers árið 2008 þá var það tilkynnt að Ólafur Þórðarson yrði nýr þjálfari liðsins. Ólafur hafði starfað fyrir klúbbinn áður en hann var spilandi þjálfari tvö tímabil árin 1998 og 1999.

Titlar félagsins

breyta
2001, 2002
Í öðru sæti 2000, 2002
1992, 1995, 1999, 2017, 2022

Evrópuleikir

breyta

UEFA bikarinn

breyta

Evrópudeildin

breyta

Heimavöllurinn

breyta

Würth völlurinn er heimavöllur Fylkis, stundum kallaður Lautin eða Fylkisvöllur. Allt til ársins 1999 var engin stúka við völlinn heldur tiltu stuðningsmenn sér í grasbrekkuna við völlinn. Þegar að Fylkir hafði tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni árið 1999 var steypt stúka í brekkunni. Árið 2014 var ný stúka vígð á Fylkisvelli og tekur 1.854 í sæti. Árin 2015-2018 hét völlurinn Flórídanavöllurinn.

Stuðningsmenn

breyta

Opinber stuðningsmannaklúbbur Fylkis heitir Kiddi Tomm og er skírt eftir fyrrum leikmanni Fylkis, Kristinn Tómasson, sem spilaði sem sóknarmaður hjá Fylki allan ferilinn sinn frátalið eitt tímabil með Fram. Stuðningsmannaklúbburinn var stofnaður fyrir tímabilið 2007, Heimsíðan þeirra er fylkismenn.is


Leikmaður tímabilsins hjá Fylkismenn.is

breyta


Blásteinn

breyta

Hverfisbarinn heitir Blásteinn. Stuðningsmenn Fylkis hittast þar fyrir leiki hita upp grillið og mynda skemmtilega stemmningu fyrir ungna sem aldna. Eftir leiki liðsins láta leikmenn stundum sjá sig og blanda geði og ræða mál sem brenna á tungum stuðningsmanna.

Leikmenn

breyta

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1   GK Aron Snær Friðriksson
9   FW Hákon Ingi Jónsson
3   MF Unnar Steinn Ingvarsson
21   FW Daði Ólafsson
5   DF Orri Sveinn Stefánsson
19   MF Michael Kedman
20   DF Arnar Sveinn Geirsson
21   MF Daníel Steinar Kjartansson
16   MF Ólafur Ingi Skúlason
28   MF Helgi Valur Daníelsson
17   MF Birkir Eyþórsson
23   FW Arnór Borg Guðjohnsen
Nú. Staða Leikmaður
5   DF Ásgeir Eyþórsson
19   MF Ragnar Bragi Sveinsson
29   FW Orri Hrafn Kjartansson
32   GK Arnar Darri Pétursson
31   GK Kristófer Leví Sigtryggsson
4   DF Arnór Gauti Jónsson
33   MF Natan Hjaltalín
18   MF Nikulás Val Gunnarsson
14   FW Þórður Gunnar Hafþórsson
24   MF Djair Parfitt-Williams
13   FW Arnór Gauti Ragnarsson


Þjálfarasaga

breyta
 
Nafn Tímabil
Óskar Sigurðsson 1972–73
Theodór Guðmundsson 1974-76
Axel Axelsson 1977
Theodór Guðmundsson 1978-79
Gylfi Gíslason 1980
Theodór Guðmundsson 1981
Lárus Loftsson 1982
Axel Axelsson 1983
Ólafur Magnússon 1984-85
Marteinn Geirsson 1986-91
Magnús Jónatansson 1992-93
Bjarni Jóhannsson 1994
Magnús Pálsson 1995–96
Margeir Þórir Sigfússon 1996
Atli Eðvaldsson 1997
Ólafur Þórðarson 1998-99
Bjarni Jóhannsson 2000-01
Aðalsteinn Víglundsson 2002-03
Þorlákur Árnason 2004-05
Sverrir Sverrisson
Jón Sveinsson
2005
Leifur Garðarsson 2006-08
Sverrir Sverrisson 2008
Ólafur Þórðarson 2009–2011
Ásmundur Arnarsson 2012-2015
Hermann Hreiðarsson 2015-2016
Helgi Sigurðsson 2016-2019
Atli Sveinn Þórarinsson
Ólafur Stígsson
2019-2021
Rúnar Páll Sigmundsson 2021-

Tenglar

breyta


  Besta deild karla • Lið í Besta deild 2024  
  Stjarnan •   FH  •   KR  •   Víkingur  •   Valur  •   KA     Breiðablik  •   ÍA  •  HK  •   Grótta  •   Fylkir  •   Fjölnir
Leiktímabil í efstu deild karla (1918-2024) 

19181919192019211922192319241925192619271928192919301931193219331934193519361937193819391940194119421943194419451946194719481949195019511952195319541955195619571958195919601961196219631964196519661967196819691970197119721973197419751976197719781979198019811982198319841985198619871988198919901991199219931994199519961997199819992000200120022003200420052006200720082009201020112012201320142015201620172018201920202021202220232024

MjólkurbikarinnLengjubikarinnPepsi Max deild
1. deild2. deild3. deild4. deild

----------------------------------------------------------------------------------------------
Mjólkurbikar kvennaLengjubikar kvennaMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild kvenna2. deild kvenna
DeildakerfiðKSÍÍslandshorniðReykjavíkurmótiðFótbolti.net mótið