Úrslitaleikur Valitor-bikars karla 2011
(Endurbeint frá Úrslitaleikur Valitor-bikar karla 2011)
Úrslitaleikur Valitorbikars karla 2011 var leikinn þann 13. ágúst 2011 á Laugadalssvelli. KR-ingar kepptu á móti Þórsurum. Þórsarar komust í bikarúrslitin eftir að hafa m.a. lagt Víking, ÍBV og Grindavík að velli. KR-ingar fóru erfiða leið einnig og lögðu Stjörnuna, Keflvíkinga og ríkjandi bikarmeistara FH að velli. KR vann leikinn 2-0 með marki frá Baldri Sigurðssyni og sjálfsmarki frá Gunnari Má Gunnarssyni.
Smáatriði um leikinn
breyta13. ágúst 2011 16:00 GMT | |||
KR | 2 – 0 | Þór | Laugardalsvöllur, Ísland Áhorfendur: 5.327 Dómari: Valgeir Valgeirsson |
Gunnar Már Guðmundsson (sm.) 45' | Leikskýrsla |
Fróðleikur
breyta- Fyrsta skiptið sem Þór Akureyri kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar.
- Rúnar Kristinsson varð annar KR-ingurinn til þess að verða bikarmeistari bæði sem leikmaður (1994) og nú sem þjálfari.
- Baldur Sigurðsson varð sjöundi leikmaðurinn til að skora fyrir tvö félög í bikarúrslitaleik, KR og Keflavík. Aðrir sem hafa leikið þann leik eru Ragnar Margeirsson (Keflavík og Fram), Gunnar Már Másson (Val og KA), Baldur Ingimar Aðalsteinsson (ÍA og Val), Mihajlo Bibercic (ÍA og KR), Ormarr Örlygsson (Fram og KA) og Pétur Pétursson (ÍA og KR)
- Annað sjálfsmarkið í bikarúrslitum frá 2008 og hið fjórða frá upphafi, leit dagsins ljós. Öll voru þau skoruð fyrir KR-inga.
- Bæði lið léku með auglýsingu Eimskipafélagsins framan á búningnum sínum.
Tengt efni
breyta
Fyrir: Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2010 |
Bikarkeppni karla í knattspyrnu | Eftir: Úrslitaleikur Valitor-bikar karla 2012 |