Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2019

Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla árið 2019 var leikinn þann 14. september á Laugardalsvelli.
Víkingar kepptu á móti FH-ingum og lauk leiknum með 1-0 sigri Víkinga.

Mjólkurbikar karla 2019
Ár2019
MeistararKnattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur
Tímabil2018 - 2020

Upplýsingar um leikinnBreyta

14. september 2019
17:00 GMT
  Víkingur 1 – 0   FH Laugardalsvöllur, Ísland
Áhorfendur: 4257
Dómari: Pétur Guðmundsson
  Óttar Magnús Karlsson 43'

Óttar Magnús Karlsson   58' (víti)

  Guðmundur Andri Tryggvason 68'

Leikskýrsla   Pétur Viðarsson 15'

  Brandur Olsen 27'

  Pétur Viðarsson 60'

  Lið Víkings (4-4-2 tígulmiðja): Þórður Ingason (m), Logi Tómasson, Halldór Smári Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen (f), Davíð Örn Atlason, Erlingur Agnarsson (Viktor Örlygur Andrason 72), Júlíus Magnússon, Ágúst Eðvald Hlynsson, Guðmundur Andri Tryggvason (Atli Hrafn Andrason 88), Óttar Magnús Karlsson, NIkolaj Andreas Hansen (Örvar Eggertsson 72). Þjálfari: Arnar Bergmann Gunnlaugsson. Ónotaðir varamenn: Fran Marmolejo (m), Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Kwame Quee, Þórir Rafn Þórisson.

  Lið FH (4-3-3): Daði Freyr Arnarsson (m), Cédric D'Ulivo (Halldór Orri Björnsson 89), Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Steven Lennon, Jónatan Ingi Jónsson (Guðmann Þórisson 62), Davíð Þór Viðarsson (f), Morten Beck Guldsmed, Þórður Þorsteinn Þórðarson (Þórir Jóhann Helgason 81), Guðmundur Kristjánsson, Brandur Olsen. Þjálfari: Ólafur Helgi Kristjánsson. Ónotaðir varamenn: Vignir Jóhannesson (m), Hjörtur Logig Valgarðsson, Kristinn Steindórsson, Atli Guðnason,

LeiklýsingBreyta

Leiklýsing er byggð á textalýsingu Fótbolti.net. Texti innan gæsalappa er tekinn beint úr texta Fótbolti.net[1]

 • 1 mín: Pétur Guðmundsson dómari flautar leikinn á. FH-ingar byrja með boltann og leika í átt að Esjunni fyrri hluta leiks - Vikingar leika með vindi í átt að Þróttaraheimilinu í fyrri hálfleik.
 • 15 mín:   Gult spjald - Pétur Viðarsson miðvörður er allt of seinn í baráttu sinni gegn Guðmundi Andra Tryggvasyni leikmanni Víkings.
 • 19 mín: Algjört dauðafæri Víkinga! „Óttar Magnús skallar hér boltann inn fyrir á Guðmund Andra sem að er sloppinn í gegn en Daði Freyr lokar markinu vel og ver hann útaf".
 • 27 mín:   Gult spjald - Brandur Olsen. „Missir af Guðmundi Andra og neglir hann niður".
 • 43 mín:   Gult spjald. Daði Freyr markmaður ætlar hér að leyfa boltanum að fara útaf og Óttar Magnús pressar hann. Endar á að fara harkalega í Daða.
 • 55 mín: Besta færi leiksins er Víkinga. Gott samspil hjá Óttari og Ágústi Eðvald Hlynssyni endar með frábærri stungusendingu á Erling Agnarsson sem kemst einn inn fyrir gegn markmanni FH en nær ekki krafti í skotið.
 • 57 mín: Víkingur fær vítaspyrnu! Þórður Þorsteinn varnarmaður FH fær boltann í hendina innan teigs þegar að hann reynir að skalla boltann frá. „Alveg einstaklega klaufalegt hjá Skagamanninum".
 • 58 mín: Mark!   Óttar Magnús Karlsson skorar. Markvörður FH velur rétt horn en vítaspyrna Óttars er of föst og nógu utarlega svo að boltinn fer í stöngina og í markið. Fögnuður Víkinga er ósvikinn.
 • 60 mín:   Rautt Spjald - Pétri Viðarsyni varnarmanni FH vikið af leikvelli eftir baráttu við Guðmund Andra. „Pétur stígur á bringuna á honum í snúningnum og fær beint rautt fyrir vikið."
 • 68 mín:   Gult spjald - Guðmundur Andri brýtur á Þórði Þorsteini leikmanni FH.
 • 87 mín: „Einstefna að marki Víkings þessa stundina". FH ógnar með hornspyrnum sínum um skamma hríð en Víkingar verjast vel.
 • 93 mín: Víkingar fá gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar Viktor Örlygur sleppur einn í gegn og rennir knettinum á Örvar - skot hans er varið. Boltinn berst þá til Ágústs sem að þrumar yfir af markteig.

FróðleikurBreyta

Molar um liðin, leikmenn og þjálfaraBreyta

 • Þriðja skiptið sem Víkingur komst í úrslitaleikinn. Þeir sigruðu Breiðablik í úrslitaleiknum árið 1971 en biðu lægri hlut á móti KR árið 1967.
 • Fyrsti leikur Víkings í úrslitum Bikarkeppni karla í knattspyrnu sem leikinn er á Laugardalsvelli. Fyrri tveir leikirnir fóru fram á Melavellinum.
 • Sjöunda skiptið sem FH komst í úrslit. FH tapaði þremur fyrstu úrslitaleikjunum í sinni sögu árin 1972,1991 og 2003. Sigruðu árin 2007 og 2010 en töpuðu gegn ÍBV árið 2017.
 • Með sigri í úrslitaleiknum áttu Víkingar möguleika á að enda 48 ára bið sína eftir bikarameistaratitli á meðan FH-ingar gátu endað 9 ára bið sína.
 • Markahæsti leikmaður Hafnfirðinga í bikarkeppninni árið 2019 var Steven Lennon með 5 mörk, en hann skoraði m.a. þrennu í 7-1 sigri á Grindavík í leik liðanna í 8 liða umferð.
 • Markahæsti leikmaður Víkinga í bikarkeppninni 2019 var NIkolaj Hansen með 4 mörk en hann skoraði í öllum umferðunum, utan úrslitaleiksins.
 • Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH, átti möguleika á að bæta öðrum bikarmeistaratitli í sitt safn sem þjálfari, en 10 ár voru þá liðin síðan hann varð VISA-bikarmeistari með Breiðabliki árið 2009.
 • Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, átti möguleika á að vinna bikartitil á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari. Hann varð bikarmeistari tvívegis sem leikmaður; árin 2003 með KR og 2007 með FH.

Fyrri viðureignir í bikarkeppniBreyta

 • Af 64 innbyrðis mótsleikjum liðanna sem mætast í úrslitum í ár eru aðeins tveir bikarleikir.
 • Fyrri leikurinn fór fram 20. júlí 1988 á Kaplakrikavelli í 8 liða úrslitum. Víkingar höfðu betur í þeirri viðureign, 2-0.
 • Seinni leikurinn fór fram 2. júlí 2006 á Kaplakrikavelli í 16 liða úrslitum. Víkingar fóru þar með sigur af hólmi, 2-1[2]

Leiðir liðanna í úrslitaleikinnBreyta

  VíkingurBreyta

Umferð Viðureign Úrslit Aths.
32 liða úrslit - 1-2
16 liða úrslit -   1-1 5-4 vítakeppni
8 liða úrslit   - 2-3
4 liða úrslit -   3-1

  FHBreyta

Umferð Viðureign Úrslit Aths.
32 liða úrslit   1-2
16 liða úrslit   2-1
8 liða úrslit   7-1
4 liða úrslit   3-1

FróðleikurBreyta


  Bikarkeppni karla • Lið í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2021  
Leiktímabil í efstu bikarkeppni karla (1960-2021) 

1972 •

1960196119621963196419651966196719681969
1970197119721973197419751976197719781979
1980198119821983198419851986198719881989
1990199119921993199419951996199719981999
2000200120022003200420052006200720082009
2010201120122013201420152016201720182019
20202021

Tengt efni: Mjólkurbikarinn karlaLengjubikarinnMeistarakeppni karla
Úrvalsdeild karla1. deild2. deild3. deild4. deildDeildakerfiðKSÍFyrir:
Mjólkurbikar karla 2018
Bikarkeppni karla í knattspyrnu Eftir:
Mjólkurbikar karla 2020

HeimildaskráBreyta

 1. „Fótbolti.net“. fotbolti.net . Sótt 17. september 2019.
 2. „Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2019 - Knattspyrnusamband Íslands“. www.ksi.is . Afrit af upprunalegu geymt þann 23. september 2019. Sótt 11. september 2019.