Knattspyrnufélagið Víðir

Knattspyrnufélagið Víðir er íslenskt knattspyrnufélag frá Garði á Suðurnesjum. Félagið var stofnað 11. maí 1936. Víðir leikur í bláum búningum og spilar heimaleiki sína á Nesfisk-velli. Meistaraflokkur karla leikur eins og er í 3. deild. Besti árangur Víðis í deildakeppni er 7. sæti í efstu deild karla árið 1986, en félagið lék í efstu deild frá 1985-1987 og aftur 1991. Víðir lék til úrslita í Bikarkeppni KSÍ árið 1987 á Laugardalsvelli en tapaði gegn Fram.

Knattspyrnufélagið Víðir
Fullt nafn Knattspyrnufélagið Víðir
Gælunafn/nöfn Víðir Garði
Stofnað 11. maí 1936
Leikvöllur Nesfisk-völlurinn
Stærð 2000 áhorfendur (300 sæti í stúku)
Deild 3.deild karla
2023 4. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Víðir varð árið 2008 fyrst íslenskra liða til þess að taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal. Liðið vann sér inn þátttökurétt á mótinu eftir að hafa spilað til úrslita gegn Val um íslandsmeistaratitilinn í innanhúsknattspyrnu. Valur vann leikinn og hlaut þar með þátttökuréttinn en gat ekki tekið þátt og því féll það í skaut Víðis að fara á mótið fyrir Íslands hönd.

Titlar

breyta

Ferill á Íslandsmóti

breyta
 • 1968-1982: C-deild
 • 1983-1984: B-deild
 • 1985-1987: A-deild
 • 1988-1990: B-deild
 • 1991: A-deild
 • 1992: B-deild
 • 1993-1994: C-deild
 • 1995: B-deild
 • 1996-1998: C-deild
 • 1999: B-deild
 • 2000-2004: C-deild
 • 2005-2007: D-deild
 • 2008-2010: C-deild
 • 2011-2016: D-deild
 • 2017-2020: C-deild
 • 2021-?: D-deild

Ýmislegt

breyta
 • Flestir leikir í efstu deild:
  • Vilberg Þorvaldsson og Grétar Einarsson (71 leikur)
 • Flest deildarmörk í efstu deild:
  • Grétar Einarsson (18 mörk)
 • Stærsti deildarsigur:
  • 18-0 gegn Afríku í D-deild 2007.
 • Stærsta deildartap:
  • 0-8 gegn Fylki í B-deild 1995.