Joss Whedon

Joseph Hill „Joss“ Whedon (fæddur 23. júní 1964) er bandarískur handritshöfundur, leikstjóri og sjónvarpsþáttaframleiðandi. Whedon er best þekktur fyrir að hafa samið þættina Buffy the Vampire Slayer (1997-2003). Hann samdi þáttaraðirnar Angel (1999-2004) ásamt David Greenwalt sem er aukaafurð Buffy-þáttanna, Firefly (2002-2003), Dollhouse (2009-2010) og internetsöngleikinn Dr. Horrible's Sing-along Blog ásamt bræðrum sínum Zack og Jed Whedon og eiginkonu Jeds, Maurissu Tancharoen. Whedon samdi líka handritið að Buffy the Vampire Slayer-kvikmyndinni og var einn af handritshöfundum fyrstu Toy Story myndarinnar. Hann hefur líka samið söguþræði fyrir teiknimyndasögur. Hann er handritshöfundur og leikstjóri ofurhetjumyndarinnar The Avengers, þriðju tekjuhæstu kvikmyndar allra tíma.