Rækjuverksmiðja Ísafjarðar

Rækjuverksmiðja Ísafjarðar var verksmiðja sem var stofnsett á kreppuárunum og tók til starfa 23. júní 1936. Hún var í eigu Ísafjarðarbæjar og var í húsnæði í Neðstakaupstað. Þar var rækja pilluð, lögð í dósir og soðin niður. Norðmennirnir Ólsen og Syre veiddu rækjur og seldu til vinnslu í verksmiðjuna en þeir höfðu þá fundið góð rækjumið í Hestfirði. Verksmiðjustjórar í rækjuverksmiðjunni voru Þorvaldur Guðmundsson sem seinna varð þekktur sem Þorvaldur í Síld og Fisk og Tryggvi Jónsson frá Akureyri sem stofnsetti seinna niðursuðuverksmiðjuna Ora. Sumarið 1936 störfuðu 50 manns við rækjuvinnsluna.

Tengt efni breyta

Heimild breyta

Tenglar breyta