James Mill (6. apríl 177323. júní 1836) var skoskur sagnfræðingur, heimspekingur og hagfræðingur. Mill lærði guðfræði í Háskólanum í Edinborg en flutti síðan til London 1802 þar sem hann fékkst við greinarskrif fyrir dagblöð og tímarit þar til hann gaf út meginverk sitt History of British India (sem kom út í sex bindum 18181819 og síðar í tíu bindum 1872) þar sem hann rekur sögu breskra yfirráða á Indlandi og gagnrýnir harðlega stjórn landsins á ýmsum tímum. Á þeim tíma var hann starfsmaður hjá Breska Austur-Indíafélaginu og hafði því mikil áhrif á þróun stjórnar Breska heimsveldisins á Indlandi þótt hann hefði aldrei komið þangað og byggði greiningu sína aðeins á heimildum. Í hagfræði var hann á sömu línu og David Ricardo. Elements of Political Economy kom út 1821. Analysis of the Phenomena of the Human Mind sem kom út 1835 er síðan tilraun til að greina sálarlífið í anda skosku upplýsingarinnar sem hafði áhrif á sálfræði og siðfræði.

Nafn: James Mill
James Mil

James Mill var faðir heimspekingsins og hagfræðingsins Johns Stuarts Mill sem lýsti honum sem nokkuð skapstyggum manni.

Ævi og störf

breyta

James Mill fæddist þann 6. apríl árið 1773 við Northwater Bridge í Logie Pert í Skotlandi. Ólíkt einkasyni sínum skrifaði Mill aldrei sjálfsævisögu sína. Faðir hans var skósmiður og bóndi og var honum lýst sem hógværum og einlægum manni. Móðir hans, Isabel Fenton Milne var lýst sem kröftugri karakter en faðir hans. Hún var staðráðinn í því Mill ætti eftir að komast í langt í lífinu og krafðist hún þess að breytt yrði skoska ættarnafninu „Milne”, í „Mill” sem hljómaði meira eins og enskt ættarnafn. Móðir hans hélt honum einangruðum frá öðrum jafnöldrum sínum til þess að hann nýtti tíma sinn í menntun. Það skilaði sér vel því Mill var algjört undrabarn og fyrir sjö ára aldur hafði hann sýnt fram á einstaka sérgáfu í ritlist, stærðfræði og auk þess í latínu og grísku. [1]

Árið 1790 fær Mill inngöngu við Háskólann í Edinborg með aðstoð frá manni að nafni John Stuart sem Mill skírði síðar son sinn í höfuðið á. Í Edinborg nam hann undir leiðsögn heimspekingins Dugald Stewart og sótti í arfleifð skosku upplýsingartímans þar á meðal verk eftir hagfræðinginn Adam Smith. Auk þess sótti hann nám í heimspeki, sagnfræði og stjórnmálahagfræði.

Hann lauk síðar prófi við Háskólann í Edinborg með M.A gráðu árið 1794. Upphaflega ætlaði Mill sér að verða prestur við Skotlandskirkju. Mill fluttist síðan frá Edinborg árið 1797, með leyfi til að prédika en missti smá saman áhugann og gerðist farandkennari í Skotlandi til ársins 1802.[2]

Mill reyndi einnig fyrir sér í blaðamennsku og var með fasta vinnu hjá Literary Journal. Mill skrifaði einnig fjölmargar greinar fyrir úrval dagblaða og tímarita og einkunn hið vaxandi Whig Journal, The Edinburgh Review, stofnað af öðrum skoskum innflytjendum.[2]

Árið 1805 giftist hann Harriet Borrow og saman bjuggum þau í Pentonville London þar sem þau eignuðust soninn John Stuart Mill árið 1806. Milli hafði ákveðnar hugmyndir og vangaveltur um nánast allt, og þá sérstaklega um menntun. Sonur hans John Stuart Mill var óvenjulegur árangur þess. [3]

Framlög til hagfræði

breyta

James Mill starfaði aðallega sem sjálfstætt starfandi blaðamaður og rithöfundur. Hann var helst þekktur fyrir þrjú helstu verk sín: The History of British India, Elements of Political Economy og Analysis of the Phenomena of the Human Mind.

Árið 1804 þegar Mill starfaði hjá Literary Journal gaf hann út sitt fyrsta fræðirit um efnahagsmál þar sem hann fór yfir sögu kornlagana, hvatti til afnáms allra útflutningsgjalda og innflutningsgjalda á korni og gagnrýndi Thomas Robert Malthus fyrir að verja þau lög.

Það var í kringum árið 1808 sem Mill myndaði langvarandi vináttu við tvo mjög áhrifamikla menn, þá David Ricardo og Jeremy Bentham. Mill hvatti Ricardo til að birta hugmyndir sínar og Benthan til að sækjast eftir hagræði á lýðræðislegum réttum um að umbæta þingið gagnvart atkvæðagreiðslu og almennan kosningarétt.

 
Elements of political economy, 1826

Árið 1817 gaf Mill út The History of British India sem hann hafði unnið að samhliða störfum sínum í nokkur ár. Ritið var innblásið af „tilgátusaga“, stundum kölluð „heimspekileg saga“ á sama tíma sem er dæmigerð fyrir skosku upplýsingar tímann. Mill var talsmaður breskrar heimsvaldastefnu og réttlæti hana á hagnýtum sjónarmiðum. Mill taldi að hluta af siðmenningar verkefni fyrir Bretland væri að koma á yfirráðum sínum á Indlandi. Mill taldi að sitt starf innan Breska Austur-Indíafélagið væri mikilvægt til að betrumbæta indverskt samfélag. Þó að seinna hélt Milli því fram að breska heimsveldið væri  „a vast system of outdoor relief for the upper class". [2]

Hann varði stjórn Breska Austur-Indíafélagsins frekar en ensku ríkisstjórnina. Mill mælti með nokkrum umbótum fyrir Indland, sú áhugaverðasta var ákall hans um afnám skatta og algjöra þjóðnýtingu lands. Árangur hans við útgáfu The History of British India varð til þess að hann fékk stöðu sem eftirlitsmaður hjá Breska Austur-Indíafélaginu í London árið 1819 sem veiti honum loks fjárhagslegt öryggi sem eftir var af ævinni.[4]

Í millitíðinni var Mill upptekinn við að móta hagfræðina í The Classical Ricardian School.  Mill sem hvatti David Ricardo til að gefa út ritgerð sínu um verðmæti og dreifingu og síðar styðja hann um að bjóða sig fram til þingmennsku. Árið 1821 aðstoðaði Mill við að stofna Political Economy Club í London sem varð vettvangur fyrir Ricardian hagfræðinga og öfgakennda Benthamite. Eftir að Ricardo féll frá urðu James Mill, John Ramsay McCulloch og Thomas de Quincey æðstu menn hagfræðinnar í Ricardian[5].

James Mill's Elements of Political Economy (1821) varð fljótt kennslubók um kenningar hagfræðinnar innan Ricardian. Mill lýsti tilgangi með kennslubókinni sem meginverki sínu um stjórnmálahagfræði. Þar segir hann að ,,Markmið mitt er að semja kennsluefni um stjórnmálahagfræði sem greinir helstu grundvallarreglur vísinda og setur tillögurnar skýrt og rökrétt fram”[6].

Stjórnmálaþáttaka

breyta

Mill var einnig áhrifamikill í breskum stjórnmálum. Skrif hans og persónuleg tengsl við róttæka stjórnmálamenn hjálpuðu til að ákvarða um breytingu á skoðunum á kenningum um réttindi einstaklings og jafnrétti manna, eins og franska byltingin boðaði, sem farið var fram á stöðuga ríkisstjórn[7]. Elements of Political Economy (1821), sem er nákvæm skýring á verki sem tekur saman helstu skoðanir á grundvallar heimspekilegrar hugmynda sem er byggð fyrst og fremst á verkum hagfræðingsins David Ricardo. Í því verki hélt Mill fram:

  1. Að aðalvandamál pólitískra umbótasinna sé að takmarka mannfjölgun, á þeirri forsendu að fjármagn eykst náttúrulega en ekki á sama hraða og mannfjöldi
  2. Að verðmæti hlutar er algjörlega háð því hversu mikil vinna er lögð í hann.
  3. Að það sem er nú þekkt sem  „fyrirfram aukning”  á landeign sé færður til skattlagningar.

Framsögn annarrar þessara tillaga var síðar gagnrýnd af Karl Marx í skýringum hans í  „Paris Notebooks”.


Tilvísanir

breyta
  1. Ball, Terence; Loizides, Antis (2021), Zalta, Edward N. (ritstjóri), „James Mill“, The Stanford Encyclopedia of Philosophy (Winter 2021. útgáfa), Metaphysics Research Lab, Stanford University, sótt 9. október 2022
  2. 2,0 2,1 2,2 „James Mill“. www.hetwebsite.net. Sótt 9. október 2022.
  3. Robert L. Heilbroner (1999). The Worldly Philosophers The Lives, Times And Ideas Of The Great Economic. bls. 79.
  4. Ball, Terence; Loizides, Antis (2021), Zalta, Edward N. (ritstjóri), „James Mill“, The Stanford Encyclopedia of Philosophy (Winter 2021. útgáfa), Metaphysics Research Lab, Stanford University, sótt 30. október 2022
  5. Wärneryd, Karl-Erik (1. desember 2008). „Economics and psychology: Economic psychology according to James Mill and John Stuart Mill“. Journal of Economic Psychology (enska). 29 (6): 777–791. doi:10.1016/j.joep.2008.03.001. ISSN 0167-4870.
  6. James Mill (1821). Elements of Political Economy. London: Baldwin, Cradock, og Joy.
  7. „James Mill | Scottish philosopher, historian, and economist | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 9. október 2022.

Tengt efni

breyta