James Mill

James Mill (6. apríl 177323. júní 1836) var skoskur sagnfræðingur, heimspekingur og hagfræðingur.

James Mill
Elements of political economy, 1826

Mill lærði guðfræði í Edinborgarháskóla en flutti síðan til London 1802 þar sem hann fékkst við greinarskrif fyrir dagblöð og tímarit þar til hann gaf út meginverk sitt History of British India (sem kom út í sex bindum 18181819 og síðar í tíu bindum 1872) þar sem hann rekur sögu breskra yfirráða á Indlandi og gagnrýnir harðlega stjórn landsins á ýmsum tímum. Á þeim tíma var hann starfsmaður hjá Breska Austur-Indíafélaginu og hafði því mikil áhrif á þróun stjórnar Breska heimsveldisins á Indlandi þótt hann hefði aldrei komið þangað og byggði greiningu sína aðeins á heimildum.

Alexander Bain, James Mill. A biography, 1882

Í hagfræði var hann á sömu línu og David Ricardo. Elements of Political Economy kom út 1821. Analysis of the Phenomena of the Human Mind sem kom út 1835 er síðan tilraun til að greina sálarlífið í anda skosku upplýsingarinnar sem hafði áhrif á sálfræði og siðfræði.

James Mill var faðir heimspekingsins og hagfræðingsins Johns Stuarts Mill sem lýsti honum sem nokkuð skapstyggum manni.

Tengt efniBreyta