Sandgerðishöfn er höfn í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Þar eru tveir viðlegukantar við Norðurgarð og Suðurbryggju, og fjórar flotbryggjur fyrir minni báta. Sandgerðisviti stendur inni í höfninni.

Sandgerðishöfn.

Sandgerði var fræg útvegsjörð öldum saman og mikið útræði frá ströndinni allt í kring. Fyrstu hafnarframkvæmdir í Sandgerðisvík hófust árið 1907 á vegum Ísland-Færeyjafélagsins. Steinbryggja var svo reist með verkfærum sem höfðu áður verið notuð til að gera steinbryggjuna í Reykjavík. Félagið kom sér upp aðstöðu á Hamrinum og á grandanum þar út í var reist trébryggja. Þessi útgerð stóð stutt en 1914 hófu þrír menn frá Akranesi útgerð frá Sandgerði: Haraldur Böðvarsson, Þórður Ásmundsson og Loftur Loftsson. Árið 1946 keypti sveitarfélagið bryggjurnar og 1974 var hafist handa við að loka höfninni betur með brimgörðum báðum megin við hana. Síðan þá hefur höfnin stöðugt verið bætt og dýpkuð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.