Gregory Vlastos
Gregory Vlastos (27. júlí 1907 – 12. október 1991) var fræðimaður um fornaldarheimspeki, einkum gríska heimspeki og höfundur margra bóka um Platon og Sókrates.
Vlastos fæddist í Istanbúl, þar sem hann læðri til B.A. gráðu við Robert College en þaðan hélt hann til Harvard University og hlaut doktorsgráðu þaðan árið 1931. Þegar hann hafði kennt um árabil við Queen's University í Kingston, Ontario í Kanada flutti hann sig yfir til Cornell University í bænum Ithaca í New York fylki árið 1948. Hann var Stuart Professor í heimspeki við Princeton University frá árinu 1955 til ársins 1976 og síðan Mills Professor í heimspeki við University of California, Berkeley fram til ársins 1987. Hann hlaut styrk frá MacArthur stofnuninni árið 1990.
Vlastos beitti gjarnan nútímarökfræði til að setja fram gátur og vandamál fornra heimspekinga á eins skýran hátt og mögulegt var. Óhætt er að fullyrða að fáir fræðimenn hafi átt jafnríkan þátt og Vlastos í að gera fornaldarheimspeki að lifandi undirgrein í fornfræði og heimspeki.
Helstu ritverk
breytaMeðal helstu rita Vlastosar eru:
- The Philosophy of Socrates: A Collection of Critical Essays (ritstj.) frá 1971
- Platonic Studies frá 1981
- Socrates: Ironist and Moral Philosopher frá 1991
- Studies in Greek Philosophy volume 1: The Presocratics frá 1993
- Socratic Studies frá 1994
- Studies in Greek Philosophy volume 2: Socrates, Plato and Their Tradition frá 1995