Veðurathugunarstöð
Veðurathugunarstöð, einnig kölluð veðurstöð er staður á landi þar sem framkvæmdar eru reglulegar og kerfisbundnar veðurathuganir. Veðurathugunarmaður framkvæmir veðurathugun á mannaðri veðurathugunarstöð, en þær eru gerðar sjálfvirkt á sjálfvirkri veðurathugunarstöð. Veðurskeyti eru send frá veðurskeytastöð á veðurathugunartímum. Veðurstofa Íslands rekur fjölda veðurathugunarstöðva, þar af um 35 mannaðar.