Konungskoman 1907 er heimsókn Friðriks 8. konungs til Íslands í júlí 1907. Í föruneyti konungs voru margir danskir mektarmenn, þar á meðal hópur danskra þingmanna. Frá Reykjavík var farið með gestina í vikuferð á hestum um Suðurland og haldin var hátíð á Þingvöllum með nær sex þúsund gestum. Sérstök héraðshátíð Sunnlendinga var haldin við Þjórsárbrú. Konungur og föruneyti fóru að Gullfossi og skáluðu þar á fossbrúninni fyrir framtíð Íslands sem iðnaðarlands en auðlindir Íslands bæði fiskimið, orkulindir og sveitir voru í brennidepli í ferðinni. Mikill undirbúnaður var á Íslandi vegna konungskomunnar. Það voru lagðir nýir vegir og byggðar brýr og reistir skálar. Konungur heimsótti í ferðinni alla landsfjórðunga og kom til Ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar. Haldinn var ríkisráðsfundur í Reykjavík þar sem konungur samninganefnd um tengsl Íslands og Danmerkur og skyldi unnið að því að í stað stöðulaga kæmu sambandslög. Þau lög komu 1918.

Málverk eftir Þórarin B. Þorláksson sem sýnir Friðrik 8. og Hannes Hafstein ríða til Þingvalla 1907.

Ljósmyndir frá Konungskomunni 1907

Heimildir

breyta
   Þessi sögugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.