1952
ár
(Endurbeint frá Október 1952)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1952 (MCMLII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breytaAtburðir
breyta- 16. maí - Flugslysið á Eyjafjallajökli 1952; 4 létust þegar bandarísk herflugvél brotlenti.
- 29. júní - Forsetakosningar 1952: Sveinn Björnsson var kosinn fyrsti forseti Íslands.
- 18. október - Hið íslenska ljósmyndafélag var stofnað.
- Slippstöðin eða Slippurinn Akureyri var reistur á Akureyri.
- Tónmenntaskóli Reykjavíkur var stofnaður.
- Rjómabúið á Baugsstöðum var lagt niður.
- Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað.
- Matvælaframleiðandinn Ora var stofnaður.
- Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var stofnuð.
- Fimleikafélagið Ernir var stofnað í Hafnarfirði.
- Frjáls þjóð, vikublað sem gagnrýndi bandarísk áhrif kom fyrst út.
- Kópavogshæli hóf starfsemi.
Fædd
- 18. mars - Kogga, myndlistarmaður.
- 6. apríl - Bogi Ágústsson, fréttamaður.
- 23. júní - Sigríður Ásdís Snævarr, sendiherra.
- 13. ágúst - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor og alþingismaður.
- 19. ágúst - Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður.
- 30. ágúst - Bjarni Ingvarsson, íslenskur leikari.
Dáin
- 4. janúar - Loftur Guðmundsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður (f. 1892).
- 25. janúar - Sveinn Björnsson, fyrrum forseti Íslands.
- 15. febrúar - Guðmundur Ásbjörnsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1880).
Erlendis
breyta- 6. febrúar - Fyrsta gervihjartað var grætt í manneskju.
- 10. mars - Hershöfðinginn Fulgencio Batista framdi valdarán á Kúbu.
- 21. mars - Síðustu aftökurnar fóru fram í Hollandi.
- 28. júní - Ungfrú heimur fór fyrst fram.
- 19. júlí - 3. ágúst - Sumarólympíuleikarnir 1952 fóru fram í Helsinki.
- 23. júlí - Kola- og stálbandalag Evrópu var stofnað.
- 15. september - Sameinuðu þjóðirnar kváðu á um að Eþíópía fengi yfirráð yfir Eritreu.
- 20. október - Mau Mau-uppreisnin í Kenía gegn bresku nýlendustjórninni hófst. Jomo Kenyatta sem síðar varð forsætisráðherra landsins var fljótt handtekinn.
- 1. nóvember - Bandaríkin sprengdu fyrstu vetnissprengjuna.
- 4. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1952: Dwight Eisenhower var kjörinn forseti.
- 5. nóvember - Gríðarstór jarðskjálfti varð við Kamsjatka í Sovétríkjunum. Yfir 2.300 létust þegar flóðbylgja skall á ströndum héraðsins.
- 14. desember - fyrsta aðgerðin sem skildi að síamstvíbura var gerð.
- Genfarsamþykkt um höfundarétt var samin.
- Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, fyrsta handbókin fyrir greiningu og upplýsingar um geðraskanir var gefin út.
- Norðurlandaráð var stofnað.
- Þrælahald í Katar var afnumið.
- Skyndibitakeðjan Kentucky Fried Chicken var stofnuð.
Fædd
- 11. mars - Douglas Adams, rithöfundur (d. 2001).
- 7. júní - Ferit Orhan Pamuk, tyrkneskur rithöfundur.
- 18. ágúst - Patrick Swayze, bandarískur leikari (d. 2009).
- 20. september - Manuel Zelaya, forseti Hondúras.
Dáin
- 25. janúar - Sveinn Björnsson, forseti Íslands (f. 1881).
- 6. febrúar - Georg 6. Bretakonungur (f. 1895).
- 19. febrúar - Knut Hamsun, norskur rithöfundur (f. 1859).
- 9. mars - Aleksandra Kollontaj, sovésk stjórnmálakona (f. 1872).
- 6. maí - Maria Montessori, ítalskur uppeldisfræðingur (f. 1870).
- 1. júní - John Dewey, bandarískur heimspekingur (f. 1859).
- 26. júlí - Eva Perón, argentísk stjórnmálakona (f. 1919).
- 1. desember - Vittorio Orlando, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1860).
- 21. desember - Carl Wilhelm von Sydow, sænskur þjóðfræðingur (f. 1878).
- 28. desember - Alexandrína af Mecklenburg-Schwerin (f. 1879).