Ferit Orhan Pamuk
Ferit Orhan Pamuk (fæddur 7. júní 1952 í Istanbúl) er tyrkneskur rithöfundur og handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels.
Árið 2005 ákærðu tyrknesk stjórnvöld Pamuk fyrir móðgun gegn ríkinu í kjölfar þess að hann kallaði aðgerð tyrknesku stjórnarinnar á fyrri hluta 20. aldar gegn Armenum þjóðarmorð. Málinu var síðar vísað frá og telja sumir það vegna þrýstings frá Evrópusambandinu en tyrknesk stjórnvöld hafa sótt um aðild að því.
Ohran Pamuk hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels þann 12. október 2006, fyrstur tyrkneskra rithöfunda.