Carl Wilhelm von Sydow
Carl Wilhelm von Sydow (21. desember 1878 – 4. mars 1952) var sænskur þjóðfræðingur. Hann beitti líffræðilegum skýringarlíkönum til að útskýra útbreiðslu menningar. Hann vildi meina að þegar menning skýtur rótum á nýjum stað þróast hún og myndar nýtt afbrigði vegna áhrifa frá hinu nýja umhverfi, en ríkjandi stefna í þjóðfræðirannsóknum á þeim tíma, landfræðilega rannsóknaraðferðin eða „finnski skólinn“, hélt því fram að menning útvatnaðist jafnt og þétt eftir því sem hún fjarlægðist uppsprettu sína. Hann gagnrýndi flokkunarkerfi finnska skólans fyrir að vera ekki nógu vísindalegt og vildi sterkt aðgreinandi flokkunarkerfi fyrir sagnaminni í anda flokkunarkerfis Carls von Linné. Von Sydow var þekktasti þjóðfræðingur Norðurlanda á sinni tíð. Sonur hans er leikarinn Max von Sydow.