Alexandrína af Mecklenburg-Schwerin

Alexandrína af Mecklenburg-Schwerin (24. desember 187928. desember 1952) var drottning Danmerkur 1912 til 1947 og drottning Íslands frá 1918 til 1944. Hún var gift Kristjáni 10. Danakonungi. Sonur þeirra Friðrik 9. tók við ríkinu eftir lát föður síns árið 1947.

Alexandrine í íslenskum skautbúningi
Alexandrine með Kristjáni krónprinsi og syninum Friðrik

Alexandrína kom fjórum sinnum með manni sínum til Íslands. Árið 1921 var hún viðstödd vígslu Elliðaárvirkjunar og létu kvenfélagskonur þá sauma skautbúning og möttul og gáfu drottningunni. Árni Björnsson smíðaði skartið með búningnum en það var úr 14 karata gulli. Búningurinn er varðveittur í Amalienborg.

Árið 1926 komu konungshjónin til Íslands og Alexandrína lagði hornstein að byggingu Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík.[1] Árið 1930 voru þau viðstödd Alþingishátíðina á Þingvöllum og síðasta heimsókn Alexandrínu til Íslands var árið 1936 en þá ferðuðust þau talsvert um landið og heimsóttu m.a. Suðurland og Norðurland.[2]

Heimild breyta

  • Íslenskur iðnaður 9. tbl. 12. árg. September 2006

Tilvísanir breyta

  1. Sunna Ósk Logadóttir, „Landspítali eða Landsspítali?“, Morgunblaðið, 15. janúar 2007 (skoðað 14. febrúar 2021)
  2. „Alexandrína drottning“, Morgunblaðið, 30. desember 1952 (skoðað 14. febrúar 2021)