Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri (áður Slippstöð Akureyrar) er slippur á Akureyri sem fæst við skipasmíðar, viðgerðir og viðhald skipa. Slippstöð Akureyrar var stofnuð árið 1952 og tók þá á leigu dráttarbrautina sem hafði verið reist á vegum hafnarnefndar bæjarins árið 1949.
Slippstöðin varð gjaldþrota árið 2005 en var endurreist af fyrrum starfsmönnum þess og fleiri fyrirtækjum á Akureyri undir heitinu Slippurinn Akureyri ehf.