Fimleikafélagið Ernir

Fimleikafélagið Ernir var íþróttafélag sem starfaði í Hafnarfirði á árunum 1952 til 1958 eða þar um bil. Tildrög þess var að Guðjón Sigurjónsson hóf að skipuleggja fimleikaæfingar drengja í bænum síðla árs 1949. Um svipað leyti höfðu fimleikaæfingar kvenna hafist í Hafnarfirði, sem leiddu til stofnunar Fimleikafélagsins Bjarkar.

Fimleikahópur Guðjóns Sigurjónssonar varð ekki að formlegu félagi fyrr en vorið 1952. Starfsemi þess lognaðist út af nokkrum árum síðar þegar Guðjón, fyrsti og eini formaður félagsins, hélt utan til náms. Meðan á starfstíma Fimleikafélagsins Arna stóð efndi félagið til keppni um titilinn Fimleikameistari Hafnarfjarðar.

Tilvísanir

breyta