Bubbi Morthens

Íslenskur tónlistarmaður

Ásbjörn Kristinsson Morthens (fæddur 6. júní 1956 í Reykjavík á Íslandi), oftast nefndur Bubbi Morthens, er íslenskur tónlistarmaður. Móðir hans var dönsk og pabbi hans hálfíslenskur og hálfnorskur.

Bubbi Morthens, Laugardal (2007).
Bubbi Morthens

Bubbi hefur verið þekktur í íslensku tónlistarlífi síðan á 9. áratugnum. Hann hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum, þekktastar eru Utangarðsmenn og Egó en lengst af hefur hann verið einn með gítarinn sem trúbador. Bubbi hefur í gegnum tíðina selt fleiri plötur á Íslandi en nokkur annar tónlistarmaður, íslenskur eða erlendur. Bubbi hélt tónleika sem voru kallaðir "06.06.06" árið 2006 og voru teknir upp til útgáfu á DVD.

Bubbi kemur úr fjölskyldu listamanna. En pabbi hans, Kristinn Morthens, var myndlistarmaður. Föðurbróðir Bubba, Haukur Morthens, var frægur söngvari. Eldri bróðir Bubba, Þorlákur Morthens, oftast kallaður Tolli, var söngvari á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en er núna myndlistarmaður.

Þátttaka í mótmælumBreyta

Bubbi Morthens tók virkan þátt í ýmsum mótmælafundum veturinn 2008-9. Aðeins tveimur dögum eftir ávarp Geirs H. Haarde þann 6. október, þar sem hann bað Guð að blessa Ísland boðaði Bubbi til einna fyrstu mótmælananna vegna bankahrunsins. Þann 8. október 2008 boðaði hann til samstöðutónleika á Austurvelli. Yfirskrift tónleikanna var „krónan er fallin“ og mættu um 300 manns á tónleikana. Hljómsveitin Stríð og Friður spilaði með Bubba á tónleikunum og þar hljómaði lagið „Ein stór fjölskylda“ í frumflutningi Bubba. Samkvæmt Morgunblaðinu einkenndi ládeyða stemmninguna á Austurvelli þennan dag en lagið var bjartsýnisóður til þjóðarinnar[1]. Fólk mætti með skilti með trúarlegum boðskap og hægt var að kaupa boli með áletruninni „Bankanum þínum er sama um þig“.

Þann 10. nóvember 2008 spiluðu Björn Jörundur Friðbjörnsson og Bubbi saman á blaðamannafundi til að vekja athygli á samstöðutónleikum sem haldnir voru í Laugardagshöll þann 16. nóvember[2]. Björn og Bubbi sungu lagið „Er völlur grær“. Hugmyndin að tónleikunum kom frá Bubba og sá Lára Ómarsdóttir um kynningarmál fyrir tónleikana[3]. Allir gáfu vinnu sína við tónleikana en Bubbi sagði að til af tónleikunum yrði þá vantaði 1,5 milljón krónur fyrir rafmagni og þrifum frá Reykjavíkurborg. Þeir peningar komu ekki frá Reykjavíkurborg en tónleikarnir voru samt haldnir[4]. Þeir báru yfirskriftina „Áfram með lífið“. Aðgangseyrir var ókeypis og meðal þeirra sem komu fram ásamt Bubba voru Baggalútur, Lay Low, Sálin hans Jóns míns, Ham, Ragnheiður Gröndal, Stuðmenn, Buff og Nýdönsk.

23. maí 2009 héldu Hagsmunasamtök heimilanna samstöðufund á sérstökum útifundi á Austurvelli til að minna á það „neyðarástand“ sem þá var uppi í íslensku þjóðfélagi. Um fjögur hundruð manns mættu samkvæmt lögreglu. Hljómsveitin Egó með Bubba í fararbroddi spilaði nokkur lög á tónleikunum[5].

EinkalífBreyta

Hjónabönd og börn.Breyta

Bubbi hefur verið giftur þrisvar sinnum. Hann var giftur fyrstu eiginkonu sinni, Ingu Sólveigu Friðjónsdóttir ljósmyndara, frá 1980 til 1984. Hann samdi Konu, fyrstu skilnaðarplötu sína, um Ingu. Hann var giftur annari eiginkonu sinni, Brynju Gunnarsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður og núverandi eigandi útfarastofu, frá 1988 til 2004. Þau eignuðust þrjú börn saman: Hörð 1990; Gréta 1992 og Brynjar Úlf 1998. Bubbi samdi Ást og ...í sex skrefa fjarlægð frá paradís, aðra og þriðju skilnaðarplötuna sína, um Brynju. Bubbi giftist þriðju og núverrandi eiginkonu sinni, Hrafnhildi Hafsteinsdóttir, 7. júní 2008 og þau eiga tvö börn saman: Dögun 2009 og Aþenu 2012.

Neysla.Breyta

Bubbi talaði og hefur talað mjög opinberlega um neyslu sína sem hann glímdi við til 1996. Í laginu Manstu af plötunni Dögun sem og í Bubba, fyrstu ævisögu sinni sem Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði árið 1990, talaði hann um neyslu sína sem hann glímdi við frá barnæsku og til 1985.

Brot úr Manstu:

Manstu þær nætur þegar engan svefn var að fá?

Endalaus partí, aldrei aldrei slakað á.

Jaxla við bruddum bláir undir augum fölir á kinn.

Manstu þá daga þegar dópið var eini vinur þinn?

Manstu þegar óttinn fór á stjá?

Fórum aldrei til dyra nema fyrst að gá.

Þegar feigðin dansaði fyrir utan gluggann minn.

Tónlistin var svört, hún gaf okkur breik,

koma niður með ský og feitum reyk.

Eftir að Bubbi fór í meðferð 15. janúar 1985 hélst hann edrú þangað til að hann birtist á friðarhátíð í Holmenkollen í Noregi þar sem hann kom fram ramskakkur. Frá þeim tímapunkti var hann í neyslu þangað til að, eins og Bubbi sagði til dæmis í viðtali við Íslensku fjölmiðlakonuna Sirrý 12. september 2006, hann vaknaði um miðja nóttu 11. september 1996 og ákvað að fara í meðferð. Í einum a ljóðum sínum í fyrstu ljóðabók hans, Öskraðu gat á myrkrið, samdi hann um fyrsta skiptið hans að reykja gras

lausnin kom til þín

á sautjánda árinu

sautjánda dag marsmánaðar

himinninn opnaðist

reykurinn fyllti lungu þín

reykurinn var orð hans

þú og hann urðuð eitt

faðir vor

þú sem ert í pípu

Í viðtali við Alþýðublaðið um ljóðaplötu sína frá 1996, Hvíta hliðin á svörtu, sagði hann að það væri rökkur í ljóðunum og að þau fjalli að stórum hluta um eiturlyf.

Ég er að afgreiða dópveröldina og þessar lendur sem maður dvaldi á

Í ljóði úr Öskraðu gat á myrkrið talaði Bubbi um fyrstu kynni hans af kókaíni

misstir meðvitund

Þeir héldu að þú værir dáinn

of stór skammtur

þegar þú opnaðir augun

var eina ósk þín

að vera alltaf svona

þú öskraðir yfir upptökugræjurnar

meira ég vil meira

PlöturBreyta

BreiðskífurBreyta

SmáskífurBreyta

 • Skapar fegurðin hamingjuna (1987)
 • Moon In The Gutter (1988)
 • 56, (1988)
 • Hver er næstur (1989)
 • Mér líkar það (1999)
 • Nei nei nei - Tjáningarfrelsi (2004)
 • Ég er kominn heim (2008)
 • Ísbjarnarblús (smáskífa fyrir Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur, 2008)
 • Sól bros þín (smáskífa fyrir Túngumál, 2017)
 • Ég hef enga skoðun (smáskífa fyrir Tungumál, 2017)
 • Ég rata ekki heim (2018)
 • Gamalt vor (2018)
 • Velkomin (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2020)
 • Án þín (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019, með Katrín Halldóru)
 • Límdu saman heiminn minn (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019)
 • Regnbogans stræti (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2019)
 • Skríða (smáskífa fyrir Regnbogans stræti, 2020)
 • Þöggun (2020, með Hjálmum)
 • Sól rís (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2020)
 • Á horni hamingjunnar (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
 • Ástrós (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021, með BRÍET)
 • Ennþá er tími (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
 • Ertu góður? (smáskífa fyrir Sjálfsmynd, 2021)
SafnplöturBreyta
TónleikaplöturBreyta

Birtist á

 • Og augun opnast (Hilmar Oddson, 1989), lögin Hrikaleg, Og augun opnast, Allur lurkum laminn og Vakandi, sofandi.
 • Undrabarnið (Haki, 2021), lagið Flýg.
 • Þig dreymir kannski engill: Ballöður Björgvins (Björgvin Halldórson, 2017), lagið Það er gott að elska (með Björgvini Halldórssyni)
 • Sjómenn íslenskir erum við (Ýmsir, 2011), lagið Syneta.
 • Tíminn líður hratt (Magnús Eiríksson, 2015), lagið Braggablús.
 • Heim (Alda Dís, 2015), lagið Í hjarta mér.
 • Rispur (Árnason og Co., 2015), lögin Lífsþor, Segðu já og er þetta ástin.

GCD (með Rúnari Júlíussyni)Breyta

 • GCD (1991)
 • Svefnvana (1993)
 • Teika (1995)
 • Mýrdalssandur (safnplata) (2002)

Hljómsveitir (í tímaröð)Breyta

BækurBreyta

 • Bubbi (skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur, 1990)
 • Rúmið hans Árna (fyrsta bók Bubba sem rithöfunds, 1994)
 • BOX (skrifuð af Bubba og Sverri Agnarssyni, 1998)
 • Djúpríkið (gerð af Bubba og breska rithöfundinum Robert Jackson, 2004)
 • Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð (skrifuð af Bubba, 2007)
 • Áin (skrifuð af Bubba, 2009)
 • Veiðisögur Bubba og Bubbi - Samtalsbók (skrifuð af Bubba, 2011. Bubbi - Samtalsbók í samstarfi við Árna Árnason)
 • Bubbi Morthens: Ferillinn í fjörtíu ár (skrifuð af Árna Matthíassyni, 2020)

LjóðabækurBreyta

 1. Öskraðu gat á myrkrið (2015)
 2. Hreistur (2017)
 3. Rof (2018)
 4. Velkominn (2019)
 5. Orð, ekkert nema orð (2021)

Kvikmyndir, söngleikir og sjónvarpsþættirBreyta

 1. Skilaboð til Söndru (1982) - Bubbi leikur smáglæpamanninn Nonna.
 2. Kvöldstund með listamanni (1986) - Megas tekur viðtal við Bubba.
 3. Á líðandi stundu (1986) - Bubbi tekur lagið Biðin í þætti helguðum 80 ára afmæli verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður félagsins, var viðstaddur.
 4. Kvöldstund með listamanni (1987) - Bubbi tekur viðtal við Megas.
 5. Bubbi, Hörður Torfasson og Megas: Hljómleikar í Háskólabíói (1988) - Upptaka frá tónleikum sem Bubbi, Hörður Tofasson og Megas héldu gegn eyðni 30. nóvember 1988.
 6. Carmen Negra (1998) - Söngleikur frumsýndur í Íslensku óperunni. Bubbi syngur hlutverk hermannsins Remendado.
 7. Litla hryllingsbúðin (1999) - Bubbi syngur hlutverk plöntunnar.
 8. Blindsker (2004) - Heimildamynd um ævi Bubba.
 9. Idol stjörnuleit (2004) - Raunveruleikaþættir byggðir á hinum Bresku Pop Idol
 10. Bandið hans Bubba (2008) - Raunveruleikaþættir þar sem reynt er að finna söngvara í "Bandið hans Bubba"
 11. Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur (2008) - Upptaka frá tónleikum Bubba og Stórsveit Reykjavíkur sem haldnir voru 4. Janúar sama ár
 12. Áin - Ættbálkurinn á bakkanum (2009) - Heimildamynd um laxveiði
 13. Ísland Got Talent (2014) - Raunveruleikaþættir byggðir á Got Talent þáttunum

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=286210&pageId=4180690&lang=is&q=2008%20MORGUNBLA%D0I%D0
 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=286210&pageId=4180690&lang=is&q=2008%20MORGUNBLA%D0I%D0
 3. http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/081111.pdf[óvirkur tengill]
 4. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=98541&pageId=1203562&lang=is&q=MORGUNBLA%D0I%D0
 5. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=98541&pageId=1203562&lang=is&q=MORGUNBLA%D0I%D0
   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi og tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.