Dögun (breiðskífa)

Dögun er plata eftir íslenska tónlistarmanninn Bubba Morthens sem kom út 27. nóvember 1987. Í viðtali við Morgunblaðið þegar að upptökum á plötunni lauk sagðist Bubbi vera búinn með rokkið að sinni.

Ég hef gert allt það í rokkinu sem mig hefur langað. Nú er ég að mta minn eigin tónlistarstíl

Á blaðamannafundi daginn sem Dögun kom út hafði platan þá þegar selst í nær um því Sjö þúsund eintökum. Fyrir jól 1987 var platan búin að seljast í um tuttugu þúsund eintökum, en önnur eins sala var óþekkt í allri íslandssögunni, ef marka má orð Hjartar Jónssonar hjá Gramminu.

Lagalisti

breyta

Plata eitt: A-hlið

Frelsarans slóð

Aldrei fór ég suður

Manstu

Dögun

Plata eitt: B-hlið

Bak við veggi martraðar

Silfraður bogi

Borgin mín

Menning

Bláu tónarnir

Pikk fyrir Geira


Á sérútgáfu dögun, sem kom út þann 6. júní 2005, bættust eftirfarandi lög við:

Þjóðlag

Frelsarans slóð

Aldrei fór ég suður

Manstu

Ég er ekki einn

Móna Lísa