Túngumál er plata eftir Íslenska tónlistarmanninn Bubba Morthens sem kom út 6. júní 2017. Platan er undir suður-Amerískum áhrifum, líkt og Von, plata Bubba frá 1992, en í staðinn fyrir Kúbu leitaði Bubbi alla leið til Chile.

Þegar ég fór að spekúlera í að gera þessa plötu þá hugsaði ég með mér að það væri gaman að vinna með áhrifin frá Suður-Ameríku, en ekki sem eftiröpun heldur miklu fremur að bræða saman áhrifin í sköpun sem yrði minn hljóðheimur og mín sýn á þessi áhrif. Þetta er kveikjan að þessari plötu, Túngumál. Bubbi Morthens

Bassaleikarinn sem Bubbi fékk til að spila á Túngumáli var Guðmundur Óskar Guðmundsson, eða Góskar. Hann var með aðst-ðu í sama húsi og Bubbi nýtti. Þeir þekktust fyrir, en Guðmundur spilaði í hljómsveit með Bubba til að kynna plötur sem Bubbi vann með Berki og Daða Birgissonum á árunum 2011-13. Bubbi fékk hann með í hljómsveitina sem spilaði undir á plötunni og bað hann svo að gera með sig plötu síðla árs 2018.

Lagalisti breyta

  1. Ég er maður margra galla
  2. Rökkurljós
  3. Ástin fer alltaf sína leið
  4. Skilaðu skömminni
  5. Sól bros þín (kom einnig út á smáskífu)
  6. Cohen blús
  7. Ég hef enga skoðun (kom einnig út á smáskífu)
  8. Skýin hafa enga vængi
  9. Það er þannig sem það er
  10. Konur
  11. Bak við járnaðan himinn
  12. Guð Blessi Ísland