Ný spor
Ný spor er plata með íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens sem kom út 3. apríl 1984. Hún var tekin upp í Hljóðrita frá 7. til 24. mars 1984. Fyrsta lag plötunnar, Strákarnir á Borginni, átti upprunalega að vera Egó lag af síðustu plötu upprunalegu hljómsveitarinnar, en svo keypti Bubbi lagið af Begga Morthens og Rúnari Erlingssyni og þá gat útgefandinn, Steinar ehf, ekkert gert. Platan var fyrsta plata Bubba hjá plötuútgefandanum Safarí Records.
Lagalisti
breyta- Strákarnir á Borginni
- Utangarðsmenn
- Pönksvíta no. 7
- Vilmundur
- Jakob Timmerman (Argentína)
- Þeir ákveða hvað er klám
- Lukku Jóki
- Syndandi í hafi móðurlífsins
- Fastur á gaddavír
- Ég hata þetta bít
Lög sem bættust við á sérútgáfu plötunnar, sem kom út 6. júní 2006, eru eftirfarandi
1. Pönksvíta no. 7 (ónotuð upptaka)
2. Utangarðsmenn (ónotuð upptaka)
3. Stríðum gegn stríði (af plötunni Línudans)
4. Litli hermaðurinn (af plötunni Línudans)
5. Strákarnir á Borginni (af tónleikum Vísnavina 3. apríl 1984)
6. Vilmundur (af tónleikum Vísnavina 3. apríl 1984)
7. Jakob Timmerman (Argentína) (af tónleikum Vísnavina 3. apríl 1984)
8. Þeir ákveða hvað er klám (af tónleikum Vísnavina 3. apríl 1984)
9. Lukku Jóki (af tónleikum Vísnavina 3. apríl 1984)