Stríð og Friður
Stríð og friður er hljómsveit sem samanstendur af Bubba Morthens, gítarleikurunum Guðmundi Péturssyni, og Pétri Hallgrímssyni, Jakob Smára Magnússyni Bassaleikara og Arnari Geir Ómarssyni trommuleikara. Hljómsveitin birtist fyrst á plötu Bubba frá 2001, Nýbúanum. Eftir að Nýbúinn kom út gerði Bubbi fleiri plötur með Stríð og friði. Til dæmis Sól að morgni frá 2002, en þá var Pétur Hallgrímsson upptekinn við annað svo að sveitin breyttist dálítið.