Tónlistarmaður
Tónlistarmaður er einstaklingur sem leikur eða semur tónlist. Til eru nokkrar gerðir tónlistarmanna:
- Hljóðfæraleikari leikur á hljóðfæri
- Hljómsveitarstjóri stjórnar samspili hljómsveitar
- Söngvari notar eigin rödd sem hljóðfæri
- Tónskáld, lagahöfundar og aðrir sem semja tónlist
Til eru bæði atvinnutónlistarmenn og tónlistarmenn sem leggja stund á tónlist sem tómstundagaman.