Ragnheiður Gröndal
Ragnheiður „Ragga“ Gröndal (f. 15. desember 1984) er söngkona, píanóleikari og lagasmiður. Hún hóf ung tónlistarnám í Tónlistarskóla Garðabæjar, fyrst á blokkflautu og svo á píanó. Lauk 5 stigum í klassískum píanóleik. Eftir það lá leiðin í Tónlistarskóla FÍH þar sem hún hóf nám í jazzsöng og lauk burtfararprófi vorið 2005. Samhliða söngnáminu tók hún 6 stig í jazzpíanóleik. Veturinn 2005 - 2006 stundaði Ragnheiður nám í klassískum píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Ragnheiður hefur einnig verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi og sent frá sér fjórar sólóplötur; Ragnheiður Gröndal árið 2003, Vetrarljóð árið 2004, After the Rain árið 2005 og Þjóðlög árið 2006. Hún hefur einnig sungið inn á plötur fyrir Jón Ólafsson, Hauk Gröndal, bróður sinn, og hljómsveitina Ske. Ragnheiður er handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna og fékk m.a. verðlaun fyrir bestu plötuna og var valin söngkona ársins árið 2004. Hún hefur komið fram víða og spilað meðal annars á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku 2003 og Copenhagen Jazzfestival 2005.
Hljómplötur
breyta- Ragnheiður Gröndal (2003)
- Vetrarljóð (2004)
- After the Rain (2005)
- Þjóðlög (2006)
- Bella and Her Black Coffee (2008)
- Tregagás (2009)
- Astrocat Lullaby (2011)
- Svefnljóð (2014)
- Næturdýrin (2018)
- Töfrabörn (2019)
Tengill
breyta- Vefsíða Ragnheiðar Geymt 16 janúar 2016 í Wayback Machine
- RÚV - Gling Gló Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine Ragnheiður Gröndal og Eivør Pálsdóttir