Hvíta hliðin á svörtu

Hvíta hliðin á svörtu er plata með íslenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens sem kom út 3. nóvember 1996. Hvíta hliðin á svörtu var önnur edrú-plata Bubba í ellefu ár, eða síðan Kona kom út 6. júní 1985. Platan var heldur óhefðbundinn miðað við plötur Bubba sem komu fyrir hana, en á henni söng Bubbi enginn lög, heldur flutti hann ljóð. Undirspilið á plötunni var í höndum þeirra Maariu Olsen, Celo De Carvahlo, Eðvarðs Lárussonar, upptökustóra Bubba til margra átta Eyþórs Gunnarssonar, Guðna Franzsonar og Tómasar R. Einarsson, var spunninn eftir stemmningu í hverju ljóði. Sala á plötunni var sáralítil á mælikvarða Bubba.

Eftirbragð ljóðanna - áreiðanlegast allra bragða - er ekki beiskt eða súrt, en víða nokkuð rammt. Tónninn er stundum dökkur og tvístraður, en líka ljúfur og heill. Kjartan Árnason, gagnrýnandi Morgunblaðsins

Lagalisti

breyta
  1. Fjallakofinn
  2. Fyrir Austan
  3. Þvottadagar
  4. Vertíð
  5. Ströndin
  6. Hnefagull
  7. Mýktin kemur með aldrinum
  8. Eintal á deildinni
  9. Það vantar blóð
  10. Þar sem reipin eru ekki mannheld
  11. Herbergi 7
  12. Arfberar
  13. Stutt stopp
  14. Vekjum ekki nágrannann
  15. Rangur slóði
  16. Þar sem blómin eru
  17. Ferðalag
  18. Klukkan átta
  19. Saga
  20. Algjört frelsi
  21. Trú
  22. Kyssti mig engill
  23. Náttúruöflin
  24. Ljóð handa stelpu
  25. Eftirmæli um ljón sem hafði tennur
  26. Inúít