Hvíta hliðin á svörtu
Hvíta hliðin á svörtu er plata með íslenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens sem kom út 3. nóvember 1996. Hvíta hliðin á svörtu var önnur edrú-plata Bubba í ellefu ár, eða síðan Kona kom út 6. júní 1985. Platan var heldur óhefðbundinn miðað við plötur Bubba sem komu fyrir hana, en á henni söng Bubbi enginn lög, heldur flutti hann ljóð. Undirspilið á plötunni var í höndum þeirra Maariu Olsen, Celo De Carvahlo, Eðvarðs Lárussonar, upptökustóra Bubba til margra átta Eyþórs Gunnarssonar, Guðna Franzsonar og Tómasar R. Einarsson, var spunninn eftir stemmningu í hverju ljóði. Sala á plötunni var sáralítil á mælikvarða Bubba.
Eftirbragð ljóðanna - áreiðanlegast allra bragða - er ekki beiskt eða súrt, en víða nokkuð rammt. Tónninn er stundum dökkur og tvístraður, en líka ljúfur og heill. Kjartan Árnason, gagnrýnandi Morgunblaðsins
Lagalisti
breyta- Fjallakofinn
- Fyrir Austan
- Þvottadagar
- Vertíð
- Ströndin
- Hnefagull
- Mýktin kemur með aldrinum
- Eintal á deildinni
- Það vantar blóð
- Þar sem reipin eru ekki mannheld
- Herbergi 7
- Arfberar
- Stutt stopp
- Vekjum ekki nágrannann
- Rangur slóði
- Þar sem blómin eru
- Ferðalag
- Klukkan átta
- Saga
- Algjört frelsi
- Trú
- Kyssti mig engill
- Náttúruöflin
- Ljóð handa stelpu
- Eftirmæli um ljón sem hafði tennur
- Inúít