Lífið er ljúft er plata með íslenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens sem kom út 1. nóvember 1993. Lífið var önnur platan sem Bubbi vann með Eyþóri Gunnarssyni, sem hann átti eftir að vinna plötur með af og til þangað til að Nýbúinn kom út 2001. Hún var einnig fyrsta plata Bubba með Skífunni og seldist í 14.000 eintökum. Þegar að spurninginn "hvernig lífið gæti verið ljúft á tímum atvinnuleysis, minnkandi kaupmáttar og annara þrenginga sem venjulegur launamaður þarf að búa við" kom upp á í viðtali Tímann, svaraði Bubbi

...Eftir að hafa verið búinn að syngja í mörg ár um erfiðar ástæður fólks í þjóðfélaginu þá hugsaði ég með mér, af hverju ekki að snúa blaðinu við og gera eitthvað sem enginn býst við af mér; gera heila plötu þar sem ekkert er nema jákvæðni... En auðvitað tala ég líka um ástandið og stór hluti af minni tónleikadagskrá fjallar einmitt um þessa hluti sem fólkið býr við og á við að etja í sínu daglega líf

Í heimildarmynd um gerð plötunnar sagði Bubbi líka að konan hans á þeim tíma, Brynja Gunnarsdóttir, hafði talað um að fólk væri að tala við hana um hversu langt það væri síðan að Bubbi gaf út plötu eins og Konu, en það var fyrsta skilnaðarplata Bubba.

Lagalisti

breyta
  1. Sem aldrei fyrr
  2. Það er gott að elska
  3. Leiðin til San Diego
  4. Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador
  5. Við tvö
  6. Öldueðli
  7. Horft til baka
  8. Afkvæmi hugsanna minna
  9. Lukkan og ég
  10. Útsýnið er fallegt
  11. Sum börn