Fjórir naglar er plata með Íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens og hljómsveitinni Stríð og frið. Plötuna unnu Bubbi og Stríð og friður með Pétri Þór Bendiktssyni, Pétri Ben, gítarleikara. Pétur rekur söguna þannig að Bubbi hafi nálgast hann baksviðs á tónleikum sem haldnir voru í tilefni 25. ár afmælis Kaupþings í ágúst 2007 og beðið hann um að vinna með sér næstu plötu sína. Platan, sem gefin var út 6. júní 2008, var fyrsta plata Bubba síðan að platan Ég er kom út 1991 til að koma út bæði í CD formi og á vínyl.

Nú er Bubbi hins vegar stiginn til jarðar, tilbúinn að taka þátt í leiknum með sína allra bestu plötu í árabil Jóhann Ágúst Jóhannsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins

Lagalisti

breyta
 1. Mundu Drottinn
 2. Myndbrot
 3. Brúnu augun þín
 4. Græna húsið
 5. Frelsi til að velja
 6. Algleymi svart
 7. Þegar tíminn er liðinn
 8. Snærið varð að duga
 9. Femmi
 10. Fjórir naglar
 11. Dýrðin er þín
 12. Þú ert ekki staur
 13. Fótatak þitt