Ást (breiðskífa)

Ást er plata með íslenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens sem kom út árið 2005. Stuttu eftir að platan Tvíburinn kom út, haustið 2004 nánar tiltekið, skildu þau Bubbi Morthens og kona hans til 16 ára, Brynja Gunnarsdóttir

Þegar fréttin um skilnað þeirra Bubba og Brynju barst út í gær var sem þögn slægi á þá sem heyrðu. Konur gripu fyrir andlit, karlmenn hristu höfuðið og barn grét. "Þetta átti ekki að geta gerst" sagði gamall aðdáandi Bubba. Í opnugrein í DV 27. nóvember 2004

Skilnaðurinn náði hámarki í fjölmiðlum þegar að vikuritið Hér og nú frétti af honum. 16. júní 2005 birtist mynd á forsíðu ritsins af Bubba í bíl sínum með "Bubbi fallinn" í stórum stöfum rétt fyrir ofan höfuð Bubba. Inni í blaðinu mátti svo sjá opnu með sömu fyrirsögn og fleiri myndum sem teknar voru af Bubba í bílnum, og svo textarammi þar sem kemur fram að Bubbi sé byrjaður að reykja aftur. Eftir að ritið setti á forsíðu frétt um meint framhjáhald Brynju viku eftir Bubbi fallinn fréttina fór Bubbi í mál við Garðar Örn Úlfarsson, ritstjóra Hér og nú, og 365 prentmiðlum, en Bubbi var starfsmaður 365 ljósvakamiðla á þessum tíma. Bubbi lýsti því svo þannig að hann hafi skyndilega verið kominn "í kjallaraholu í Vesturbænum" í þunglyndi og hættulegu ástandi með hugsunum um að svipta sig lífi. Til að sigrast á örvæntingunni og hugsununum með því að semja lög og lagði drög að nýrri plötu sem hann vildi vinna með Barða Jóhannsyni. Eiður Arnarsson segir að það hafi verið andstæða við það innan Skífunnar að fá Barða til verksins, en Fallegur dagur, sem Bubbi vann með Barða ári áður og varð algjör hittari, eytti allri andstæðu. Barði rekur söguna svo að hann hafi hitt Bubba og fengið hjá honum nokkur lög og upprunalega hugmyndin væri að gera eina plötu.

Síðan byrjaði hann að hringja í mig á hverjum einasta morgni: Barði, ég er kominn með nýtt lag, nú verð ég að hætta þessu, en þetta er besta lag sem ég hef samið.

Fljótlega urðu lögin á annan tug og þá ákveðið að gera plötuna tvöfalda, því þeim báðum fannst erfitt að henda út einhverjum laganna. Síðan var hætt við hugmyndinna að gera plötuna tvöfalda og, í staðinn, gefið út tvær plötur: Ást eins vegar, og ...í sex skrefa fjarlægð frá paradís. Báðar plötur komu út á fertugasta og níunda afmælisdegi Bubba, 6. júní 2005, og heimildarmynd um gerð þeirra fylgdi með þeim.

Hann hefur tjáð og túlkað með orðum og söng eitt það sorglegasta og erfiðasta sem hent getur mann í lífinu. Hann hefur sent frá sér plötur sem eru einstakar á höfundarferli hans. Vonandi þarf hann ekki að gera fleiri svona plötur. Og vonandi líður honum skár. Gunnar L. Hjálmarsson, gagnrýnandi DV

Lagalisti breyta

  1. Ástin mín
  2. Þú ert
  3. 40 ár
  4. Varnarlaust flón
  5. Nafnið þitt
  6. Fallegur dagur
  7. Stór pakki
  8. Hvað þá
  9. Verður að sleppa
  10. Þú
  11. Hvað sem verður