Stormurinn er plata eftir Íslenska tónlistarmanninn Bubba Morthens sem kom út 7. maí 2013. Upptökur á plötunni hófust í byrjun 2012. Bubbi tók upp 22 lög fyrir plötuna en valdi svo einungis 15 sem komust á plötuna. Stormurinn var þarsíðasta plata Bubba sem hann vann með Berki og Daða Birgissonum, en sú síðasta var Æsku minnar jól. Daði sagði að Bubbi hafi stundum komið í heimsókn í Stúdíó Sýrland, plokkað fyrir bræðurna á gítarinn og sagt þeim sögur yfir kaffibolla.

Við hugsuðum það verður að gera svona plötu, bara Bubbi og kassagítar. Yfirleitt voru þetta tveir hljóðnemar. Daði Birgisson

Lagalisti breyta

  1. Allt var það krónunni að kenna
  2. Fyrir mörgum sumrum síðan
  3. Lipurtá
  4. Hoggið í stein
  5. Ruggaðu mér í svefn
  6. Brostu
  7. Afmælið
  8. Einu sinni enn
  9. Brosandi börn
  10. Tíðindarlaust af vesturvígstöðum
  11. Kirkjan
  12. Stormurinn
  13. Best er bara að þegja
  14. Karlskröggur
  15. Trúðu á ljósið