Hjálmar (hljómsveit)

íslensk hljómsveit

Hjálmar er hljómsveit stofnuð árið 2004 í Keflavík og spilar reggítónlist með íslensku yfirbragði. Hún hefur sent frá sér níu breiðskífur. Þegar unnið var að fyrstu breiðskífunni var sveitin skipuð þeim Þorsteini Einarssyni, Guðmundi Kristni Jónssyni, Kristni Snæ Agnarssyni, Petter Winnberg og Sigurði Halldóri Guðmundssyni. Þegar kom að því að taka upp aðra breiðskífu sveitarinnar höfðu orðið nokkrar mannabreytingar. Svíarnir Nils Olof Törnqvist og Mikael Svensson höfðu gengið til liðs við sveitina en Kristinn Snær Agnarsson hætti.

Hjálmar
UppruniKeflavík
Ár2004-2006 og 2007-núverandi
ÚtgáfufyrirtækiSena
MeðlimirÞorsteinn Einarsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Sigurður Halldór Guðmundsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Helgi Svavar Helgason
Fyrri meðlimirKristinn Snær Agnarsson, Petter Winnberg, Nils Olof Törnqvist, Mikael Svensson

Í ágúst 2006 var tilkynnt að hljómsveitin hefði hætt samstarfi.[1] Í mars 2007 komu Hjálmar þó fram á nýjan leik [2] og hafa haldið tónleika reglulega síðan.

Þeirra fyrsta plata, Hljóðlega af stað var tekin upp í Geimsteini, en hún vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 sem besta rokkplata ársins. Ári síðar, 2005 léku þeir á færeysku tónlistarhátíðinni G! Festival.

Önnur plata sveitarinnar, Hjálmar, var hljóðrituð í félagsheimilinu á Flúðum dagana 15. til 19. ágúst 2005.

Meðlimir

breyta

Núverandi

breyta
  • Þorsteinn Einarsson - Gítar og söngur
  • Sigurður Halldór Guðmundsson - Hljómborð og söngur
  • Guðmundur Kristinn Jónsson - Gítar
  • Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (2007- ) - Bassi
  • Helgi Svavar Helgason (2007- ) - Trommur

Fyrrverandi

breyta
  • Kristinn Snær Agnarsson (2004-2005)
  • Micke "PB" Svensson (2005-2007)
  • Nils Olof Törnqvist (2005-2007)
  • Petter Winnberg (2004-?)

Hljóðritaskrá

breyta

Breiðskífur

breyta

Safnplötur

breyta
  • Skýjaborgin (2014)

Stökur

breyta
  • Hlauptu hratt (2015)
  • Undir fót (2015)
  • Er hann birtist (2016) ásamt Mr. Sillu
  • Allt er eitt (2016)
  • Græðgin (2017)
  • Glugginn (2017)
  • Aðeins eitt kyn (2018)
  • Hættur að anda (2018)
  • Fyrir þig (2018)
  • Hvað viltu gera? (2019)
  • Segðu já (2020)
  • Grillið inn (2021) ásamt Prins Póló
  • Kona (2021) ásamt Kára Stefánssyni
  • Upp á rönd (2022) ásamt GDRN
  • Grillið inn (2023) ásamt Prins Póló og Putumayo

Tilvísanir

breyta
  1. „Mbl.is - Hjálmar hættir“. Sótt 28. ágúst 2006.
  2. „Mbl.is - Upprisa Hjálmanna“. Sótt 3. ágúst 2008.

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.