Æsku minnar jól er plata eftir Íslenska tónlistarmanninn Bubba Morthens sem kom út 15. Nóvember 2013. Platan átti upprunalega að koma út árið 2012, eða sama ár og platan Þorpið kom út, en þegar að Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri FTT (Félag tónskalda og tónlistarhöfunda), heyrði lagið Út um alheiminn (Íslensk útgáfa Bítlalagsins Across the Universe þýtt af Þórarinni Eldjárn) í útvarpinu, hafði hann samband við STEF til að vekja athygli á því að líklega væri fyrirhuguð útgáfa gerð í leyfisleysi. Eftir ábendingu jóns kom í ljós að útgáfan hafi verið gerð í leyfisleysi og hætt var við að gefa plötunna út að sinni. 2.000 eintök plötunnar sem höfðu verið gefin út fóru á haugana. Platan kom síðan út um það bil ári síðar, og í þetta skiptið án Út um alheiminn. Annað lag sem var þýtt úr Ensku yfir í Íslensku, Hátíð í bæ, kom út á plötunni. Platan er minnst selda plata Bubba til þessa og jafnframt síðasta plata Bubba undir samningi hans við Senu. Platan er einnig fyrsta jólaplata Bubba

Lagalisti

breyta
 1. Snjór
 2. Logn og kyrrð
 3. Ég minnist þín
 4. Jólarósin
 5. Hátíð í bæ
 6. Ljós og fagur
 7. Gleym mér ei
 8. Gleðileg jól
 9. Gjöfin í ár (Pakkakvíði)
 10. Jóla, jólasveinn)
 11. Grýla er hætt að borða börn