Tvíburinn
Tvíburinn er plata með íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens. Hún var fyrsta plata Bubba síðan að Nýbúinn kom út árið 2001 án hljómsveitarinnar Stríð og friður. Platan var með blágresilegum blæ (bluegrass), miðað við plötur Bubba frá árunum áður, enda var Bubbi búinn að skipta um samstarfsmenn og það voru ný hljóðfæri komin til sögurnar, t.d. banjó mandólín og fiðla. Platan var líka þriðja plata Bubba þar sem að hann var við upptökustjórnvölinn. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann að platan hafði verið unnin á innan við 24 tímum.
Ég vildi hafa þetta einfalt og blátt áfram. Við létum fyrstu tökur yfirleitt standa eins og þær voru og vorum ekki að vinna mikið í þeim eftir á þó að eflaust hefði mátt laga hitt og þetta
Platan kom út 7. október 2004.
Lagalisti
breyta- Íslenskir sjómenn (in memorium)
- Dó dó og dumma
- Tröllið
- Fær aldrei nóg
- Gömul frétt
- Þetta mælti hann
- Lífið er erfitt
- Ljósið í augum
- Ég fór í felur
- Lögmál verður að uppfylla
- Móðirin
- Tómas Hólmgöngukappi
- Maðurinn er einn
- Blátt gras