Flýtileið:
WP:V

Eðli Wikipedia er slíkt að hvorki verkefnið í heild sinni né einstakar greinar munu nokkurn tíman teljast fullkláraðar, það er ávallt hægt að bæta við, laga til og leiðrétta. Það eru þó til greinar sem þarfnast breytinga meira en aðrar af ýmsum ástæðum. Hægt er að merkja slíkar greinar með þar til gerðum borðum en við það falla þær í viðeigandi viðhaldsflokk þar sem aðrir notendur geta nálgast þær og lagfært. Hér að neðan er yfirlit yfir helstu viðhaldsverkin sem þarf að sinna.

Hreingerning Bæta heimildaskráningu Laga hlutdrægar greinar Alþjóðavæða Laga staðreyndavillur Rannsaka höfundaréttarbrot Eyða síðum Lengja stubba Líðandi stund

Hreingerning

breyta
Snið: {{hreingera|ástæða}} og {{hreingera greinarhluta|ástæða}}.
Viðhaldsflokkur: Wikipedia:Hreingerning óskast.

Undir þennan flokk falla greinar sem þarf nauðsynlega að laga af ýmsum ástæðum sem geta verið slæmt málfar og stafsetningarvillur, skortur á tenglum, brot á almennum stílviðmiðunum (sjá Handbók og Sýnigrein) eða af hvaða annarri ástæðu sem er.

Til þess að bæta grein í þennan flokk skal setja {{hreingera|ástæða}} efst í greinina og tilgreina hvað nákvæmlega má betur fara í greininni þar sem stendur „ástæða“. Sama má gera um einstaka greinarhluta með sniðinu {{hreingera greinarhluta|ástæða}} en þá er sniðið sett efst í viðkomandi kafla. Lista yfir greinar sem settar hafa verið í þennan flokk er að finna á: Wikipedia:Hreingerning óskast.

Bæta heimildaskráningu

breyta
Snið: {{heimildir}}, {{heimild vantar}} og {{hverjir}}.
Viðhaldsflokkur: Flokkur:Wikipedia:Greinar sem skortir heimildir.

Í þennan flokk falla greinar þar sem heimildaskráningu er ábótavant. Það er mikilvægt að vísa til heimilda í greinum á Wikipediu þar sem örðugt getur reynst að sannreyna upplýsingarnar sem koma fram öðruvísi Leiðbeiningar um skráningu heimilda er að finna í handbókinni og á ítarlegri hjálparsíðu. Ef áreiðanlegar heimildir finnast ekki fyrir tilteknum staðhæfingum í greinunum þá er eðlilegast að fjarlægja textann. Ef greinin er í heild óstudd heimildum er ef til vill eðlilegast að tilnefna hana til eyðingar. Sniðið {{heimildir}} skal sett efst í grein ef hún er í heild sinni eða að langmestu leyti óstudd heimildum. Sniðin {{heimild vantar}} og {{hverjir}} eru sett á eftir fullyrðingum í textanum sem heimild þarf fyrir. Til dæmis: „Flestir stjarnfræðingar telja tunglið vera úr osti.[hverjir?]“ {{hverjir}} sniðið má líka nota í eintölu með því að gera {{hverjir|et}}

Greinarnar sem merktar eru með þessum sniðum falla í flokkinn: Flokkur:Wikipedia:Greinar sem skortir heimildir.

Laga hlutdrægar greinar

breyta
Snið: {{hlutleysi|ástæða}} og {{lengja greinarhluta}}.
Viðhaldsflokkar: Flokkur:Wikipedia:Umdeilt hlutleysi og Flokkur:Wikipedia:Lengja greinarhluta.

Hlutleysisreglan er grundvallarregla í greinaskrifum á Wikipedia en höfundarnir eru vissulega mannlegir og mat manna á því hvað teljast hlutlaus skrif getur verið nokkuð ólíkt. Ef þú rekst á grein sem þú telur ekki vera skrifaða frá hlutlausu sjónarmiði þá getur þú sett inn {{hlutleysi|ástæða}} efst í greinina til þess að vekja athygli á því, þar sem stendur „ástæða“ setur þú inn hvað það er nákvæmlega sem má betur fara í greininni. Greinar sem settar hafa verið í þennan flokk er að finna á: Flokkur:Wikipedia:Umdeilt hlutleysi.

Afbriði af hlutdrægni í greinum er ef innbyrðis jafnvægi í umfjöllun hennar er ekki í samræmi við tilefnið. Til dæmis mætti nefna ef grein um frægan leikara fjallar í löngu máli um nýlegan hjónaskilnað leikarans en fer aðeins fáum orðum um langan starfsferil hans og verðlaun. Jafnvel þó að umfjöllunin um skilnaðarmálið í þessu dæmi væri vel unnin og hlutlaust fram sett þá væri umfjöllunin í heild háð annmörkum vegna ójafnvægis. Mögulega ætti að merkja slíka grein með hlutleysissniðinu en jafnframt kemur til greina að merkja sérstaklega þá kafla sem þarf að lengja til þess að koma meira jafnvægi á umfjöllun. Það má gera með sniðinu {{lengja greinarhluta}}. Greinar sem merktar eru þannig falla í flokkinn: Flokkur:Wikipedia:Lengja greinarhluta.

Alþjóðavæða

breyta
Snið: {{alþjóðavæða}}.
Viðhaldsflokkur: Flokkur:Wikipedia:Greinar sem þarf að alþjóðavæða.

Það er við því að búast að greinaskrif á Wikipediu endurspegli áhugamál þess hóps sem skrifar greinar. Það birtist í mismunandi áherslum í efnisvali eftir tungumálum og þjóðerni notendanna. Á Wikipediu á íslensku er því alveg við því að búast að stórt hlutfall greina fjalli um séríslensk málefni og slíkar greinar eru auðvitað velkomnar. Það er hins vegar verra þegar greinar eru skrifaðar um efni sem í raun er alþjóðlegs eðlis en út frá þröngu landfræðilegu sjónarmiði. Til dæmis ef fuglategund sem hefst við út um allt norðurhvel jarðar er kynnt sem „íslenskur spörfugl“ í upphafi greinar. Krafan um að greinar séu skrifaðar út frá alþjóðlegu sjónarmiði er í raun afbrigði af hlutleysisreglunni þar sem umfjöllun sem gerir meira úr hlut eins lands umfram annars getur ekki talist hlutlaus. Greinar sem haldnar eru þessu vandamáli má merkja með sniðinu {{alþjóðavæða}} og þær falla í flokkinn: Flokkur:Wikipedia:Greinar sem þarf að alþjóðavæða.

Laga staðreyndavillur

breyta
Snið: {{staðreyndavillur|vandamálið}}.
Viðhaldsflokkur: Flokkur:Wikipedia:Staðreyndavillur.

Hægt er að vekja athygli á því ef grunur er um staðreyndavillur í greinum með því að nota sniðið {{staðreyndavillur}}. Langbest er auðvitað að tilgreina nákvæmlega hvert vandamálið er og láta það fylgja með því að gera {{staðreyndavillur|vandamálið}} þar sem lýsing á vandamálinu kemur í stað „vandamálið“. Þar sem þetta vandamál er til staðar verða notendur að sýna frumkvæði og henda út umdeildum fullyrðingum ef ekki eru færð rök fyrir þeim. Greinar sem fá þessa merkingu falla í flokkinn: Flokkur:Wikipedia:Staðreyndavillur.

Rannsaka höfundaréttarbrot

breyta
Snið: {{höfundaréttarbrot|kafli=|uppruni=|url=}} (sjá leiðbeiningar).
Viðhaldsflokkar: Flokkur:Wikipedia:Möguleg höfundaréttarbrot og Flokkur:Wikipedia:Ófullnægjandi upplýsingar um skrá.

Ekki er heimilt að afrita texta inn á Wikipediu sem nýtur verndar höfundaréttar og ekki dugir til að höfundur textans veiti leyfi fyrir notkun sérstaklega á Wikipediu. Höfundurinn þarf að fallast á að gefa textann undir CC Attribution-ShareAlike leyfi — eða afsala sér öllum rétti til hans — til þess að unnt sé að nota hann á Wikipediu. Þegar grunur leikur á því að texti hafi verið afritaður beint inn í grein á Wikpediu þá skal hinn grunsamlegi texti fjarlægður og í hans stað sett sniðið {{höfundaréttarbrot}}. Vísbendingar um að verið sé að afrita texta beint eru til dæmis ef mikill texti er settur inn í einu án allra wikimáls merkinga sem venjulega fylgja texta á Wikipediu. Þá getur verið gagnlegt að taka hluta úr málsgrein og afrita inn í leitarvél til þess að sjá hvort að textinn hefur verið tekinn af vefsíðu. Höfundaréttarsniðið er notað þannig:

{{höfundaréttarbrot
| kafli   = já ef um er að ræða kafla í grein, nei ef um er að ræða grein í heild sinni
| uppruni = upprunastaður textans ef hann er þekktur, það má skilja þessa breytu eftir auða ef uppruni er óþekktur
| url     = vefslóð á upprunastað ef hún er þekkt (sleppa html:// í slóðinni)
}}

Sniðið býður lesendum upp á það að endurskrifa greinina með eigin orðalagi og vísar þeim á undirsíðu undir greininni til þess. Þetta er gert til þess að síðunni sjálfri sé ekki breytt á meðan gengið er úr skugga um hvort að um höfundaréttarbrot sé að ræða. Eðlilegt er að möppudýr verndi þær síður sem hafa þetta snið, í það minnsta ef öll greinin er talin vera afritaður texti. Ef það er augljóst af öllu að umræddur texti var afritaður og nýtur vernd höfundaréttar þá getur möppudýr eytt greininni strax, eða eytt þeim breytingum þar sem textinn var settur inn ef greinin var til fyrir það. Það er gert til þess að ekki séu ummerki um textann í breytingaskrá greinarinnar. Sömu leiðis má eyða greininni eða einstökum breytingum ef sniðið hefur verið á greininni í viku og ekkert er komið fram sem bendir til þess að textinn sé leyfilegur á Wikipediu. Síður með þessu sniði fara í flokkinn: Flokkur:Wikipedia:Möguleg höfundaréttarbrot

Um myndir og annað margmiðlunarefni gildir sú regla að allt slíkt efni sem fellur undir frjálst afnotaleyfi á að færa undir Wikimedia Commons margmiðlunarsafnið. Á íslensku Wikipediu hefur verið leyft að notast við ófrjálst efni með skilyrðum um að hægt sé að réttlæta notkunina með vísan til sanngjarnar og eðlilegrar notkunar í samhengi við umfjöllun í alfræðiriti. Gæta þarf að því að þær skrár sem hlaðið er inn á íslensku Wikipediu uppfylli þessi skilyrði. Ófrjálsu efni sem ekki er í notkun í greinum má eyða án umræðu og sömuleiðis ef slíkt efni er notað á öðrum síðum en greinum, t.d. á notandasíðu. Þegar skrá er hlaðið inn á íslensku Wikipediu án þess að fullnægjandi upplýsingar fylgi um leyfi, höfund eða rökstuðning fyrir notkuninni þá lendir hún sjálfkrafa í flokkinum: Flokkur:Wikipedia:Ófullnægjandi upplýsingar um skrá.

Eyða síðum

breyta
Snið: {{eyða|ástæða}}.
Viðhaldsflokkur: Flokkur:Wikipedia:Eyðingartillögur.

Greinum eða öðrum síðum, sem ekki eiga erindi við alfræðiritið, er hægt að eyða. Wikipedia:Möppudýr fara með það vald og fylgja viðmiðum um eyðingu greina sem mótast hafa með tímanum. Flestar eyðingar eru óumdeildar og fara fram án sérstakrar umræðu, t.d. ef um augljóst bull er að ræða eða efnið á ekki heima á alfræðiriti. Ef möppudýr metur það þannig að það sé ekki augljósar ástæður til eyðingar þá er yfirleitt boðað til umræðu á spjallsíðu greinarinnar og kallað eftir áliti fleiri á eyðingartillögu. Wikipedia er ekki lýðræðissamfélag, þ.e.a.s. einfaldur meirihluti notenda getur ekki fengið sínu framgengt án umræðu og umræður um eyðingu greinar er þar engin undantekning. Ekki nægir að telja saman atkvæðin og eyða greininni ef naumur meirihluti er fyrir því heldur þarf möppudýr að meta umræðuna og röksemdafærslu á báða bóga í heild sinni og eyða greininni aðeins ef nokkuð breið sátt er um það.

Til þess að tilnefna grein til eyðingar er notað sniðið {{eyða|ástæða}} þar sem notandinn fyllir inn rökin fyrir eyðingu þar sem stendur „ástæða“. Allir notendur geta gert þetta. Notendur sem ekki eru möppudýr geta auk þess aðstoðað með því að skoða eyðingartillögur og taka þátt í umræðum um þær á spjallsíðum. Eyðingartillögur fara í flokkinn Flokkur:Wikipedia:Eyðingartillögur.

Lengja stubba

breyta
Snið: {{stubbur|undirflokkur}}.
Viðhaldsflokkur: Flokkur:Wikipedia:Stubbar (aðalflokkur).

Stubbur er stutt grein sem nær engan veginn að gera efni sínu góð skil. Lengja þarf slíkar greinar til þess að þær teljist fullnægjandi. Stubbar eru flokkaðir niður eftir viðfangsefni sínu og eru tugir undirflokka stubba til staðar. Aðalflokkur stubbar er: Flokkur:Wikipedia:Stubbar.

Líðandi stund

breyta
Snið: {{líðandi stund}}.
Viðhaldsflokkur: Flokkur:Wikipedia:Líðandi stund.

Greinar sem varða atburði sem eru að gerast geta úrelst hratt. Merkja má slíkar greinar með sniðinu {{líðandi stund}}. Slík merking þýðir ekki endilega að eitthvað sérstakt sé að greininni en hún er til áminningar um það að fylgjast með framvindu mála og uppfæra greinina eftir því sem tilefni er til. Þessar greinar falla í flokkinn: Flokkur:Wikipedia:Líðandi stund.


Wikipedia samfélagið
 
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá