Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá. Elliðaárnar eru lindár sem koma úr lindum við Elliðavatn, í Heiðmörk og á Mosfellsheiði. Meðalrennsli ánna er um 5 m3/s.

Elliðaár
Map
Einkenni
Hnit64°06′54″N 21°48′39″V / 64.115014°N 21.810744°V / 64.115014; -21.810744
Árós 
 • staðsetning
Elliðaárvogur
Vatnasvið270 ferkílómetri
breyta upplýsingum
Elliðaárstífla
Útivistarsvæði við Elliðaárnar
Elliðaár um 1900.

Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í Landnámu. Árnar voru brúaðar fyrst árið 1893 og tók virkjun til starfa við árið 1921.[1] Í ánum veiðist lax og silungur. Það er hefð fyrir því að borgarstjóri Reykjavíkur veiði fyrsta laxinn á hverju sumri.

Tenglar

breyta
  • Elliðaármálin; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1947
  • Elliðaárdalur Geymt 19 október 2007 í Wayback Machine
  • „Eftir hvaða Elliða eru Elliðaár nefndar?“. Vísindavefurinn.
  • Rafstöðin við Elliðaár
  • 2600 laxar úr Elliðaárnum 1891 Morgunblaðið, 166. tölublað (26.07.1987), Blaðsíða 56
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

breyta
  1. Elliðaárdalur Reykjavík.is, sótt 9. apríl 2025